Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

30.09.2009 21:20

Sæborg ÞH 55

Spurt var hver er báturinn og Þorgeir vinur minn var ekki lengi að svara því rétt. Enda munum við eftir þessum bát í fjörunni neðan bakkans við Höfðaveg. Þar var hann leikvöllur yngri kynslóðar húsvíkingar og stórorustur háðar á milli útibæinga og suðurbæinga. En báturinn er sem sagt Sæborg ÞH 55 og hefur hans verið getið hér  áður. 

Í sögu Húsavíkur segir m.a. um útgerð Karls Aðalsteinssonar sem áður gerði út Svan TH 53 ásamt Ólafi bróður sínum og seldur 1949:

"þeir bræður keyptu í félagi við þriðja bróðurinn Hermann á Hóli og Baldur Árnason frá Hallbjarnastöðum sautján tonna bát frá Stykkishólmi. Þetta vað Sæborg TH 55 (síðar ÞH 55) og var með 75 hestafla Bolinder vél. Árið 1961 skiptu þeir um vél í bátnum og settu í hann 134 hestafla Scania Vabis vél. Ólafur keypti fljótlega hlut Baldurs og Hermann seldi bræðrum sínum sinn hlut nokkru síðar og áttu þá Karl og Ólafur sinn helminginn hvor. Árið 1968 keyptu synir Karls, Óskar og Aðalsteinn hlut Ólafs og árið eftir tók Aðalsteinn við skipstjórn af föður sínnum. Seinna sama ár var Sæborgin talin ónýt og ný Sæborg smíðuð á Akureyri".

Sæborgin hét upphaflega Sæfari GK 491 og var smíðuð í Reykjavík 1919.  
 


823.Sæborg TH 55 ex Sæborg SH. © Úr einkasafni.

Flettingar í dag: 471
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395112
Samtals gestir: 2007386
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 12:18:08
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is