Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

26.08.2009 21:55

Ásborg BA 84

Hér kemur mynd af Ásborgu BA 84 sem kom til Húsavíkur í kvöld. Báturinn heitir nú í skipaskrá Tjaldur II ÞH 294 með heimahöfn á Húsavík. Það á eftir að merkja hann upp á nýtt. Það er sama fyrirtæki sem á hann og áður en báturinn er eins og áður kominn með nýtt nafn og nýja heimahöfn. Það var húsvíski patreksfirðingurinn Aðalsteinn Júlíusson sem sigldi bátnum norður og ætlar hann að reyna komast einhverja daga á handfæri áður en strandveiðunum lýkur.

Ásborg hét upphaflega Neisti RE 58 og var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1970. Eigendur Björgvin Helgason og Karl Sigurðsson í Reykjavík en þeir seldu bátinn til Bolungarvíkur í árslok sama ár. Kaupendur Guðmundur og Ragnar  Jakobssynir í Bolungarvík og Jóel Stefánsson í Hnífsdal. Báturinn heitir áfram Neisti en verður ÍS 218. Í ársbyrjun 1973 kaupa þeir Guðmundur og Ragnar hlut Jóels í bátnum. Hann var í Bolungarvík fram undir aldarmót amk. en ég er ekki með það hvenær báturinn var seldur á Patreksfjörð þar sem hann fékk nafnið Ásborg BA. Báturinn er 15 brl. að stærð búinn 90 hestafla Kelvin aðalvél frá árinum 1993.


Ásborg BA 84 ex Neisti ÍS 218. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

1109.Ásborg BA 84 ex Neisti ÍS 218. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

Aðalsteinn Júlíusson við komuna til Húsavíkur í kvöld. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

Flettingar í dag: 325
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399419
Samtals gestir: 2008150
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 06:09:24
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is