Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

08.08.2009 23:36

Nýr bátur Norðursiglingar kom til heimahafnar í dag.

Í dag kom til hafnar á Húsavík nýr eikarbátur sem hvalaskoðunarfyrirtækið Norðursigling hefur fest kaup á. Báturinn var keyptur frá Stöðvarfirði og sigldu feðgarnir Hörður Sigurbjarnarson og Heimir Harðarson bátnum heim. Báturinn, sem ber nafnið Héðinn HF 28, er 36 brl. að stærð smíðaður hjá Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri árið 1974.

Hörður Sigurbjarnarson framkvæmdarstjóri Norðursiglingar sagði við komuna að þeir  Norðursiglingamenn hafi alltaf haft áhuga á að eignast bát af þessari stærð smíðaðan af Gunnlaugi og Trausta. Þegar þeim svo bauðst þessi bátur var stokkið á hann.

Fyrri eigandi bátsins hafði byrjað að rífa ýmislegt innan úr honum með það í huga að breyta honum í húsbát . Hugmyndir Norðursiglingarmanna ganga þó út á það að gera úr honum skonnortu líkt og Hauk sem breytt var úr fiskibát í skonnortu. Báturinn mun fara í slipp  á Húsavík þar sem hann verður undirbúinn til siglingar til Danmerkur þar sem áætlað er að breytingarnar fari fram í vetur.

Héðinn er sjötti bátur Norðursiglingar en auk þeirra fjögurra sem eru í rekstri liggur Garðar við bryggju á Húsavík og er unnið að fullum krafti að endurbyggingu hans þessa dagana. Þá er Norðursigling með einn bát á leigu um þessar mundir en allt eru þetta íslenskir eikarbátar nema Garðar sem smíðaður var í Danmörku.1354.Héðinn HF 28 ex Héðinn Magnússon HF 28.© Hafþór Hreiðarsson 2009.

1354.Héðinn HF 28 ex Héðinn Magnússon HF 28. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

Nils Bjartur Hailer fagnar komu nýja bátsins í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

Einn þeirra sem kom um borð í Héðin í dag var Trausti Adamsson sem smíðaði bátinn ásamt Gunnlaugi Traustasyni eftir teikningu Tryggva Gunnarssonar. Hér á myndinni er Trausti á talið við Þorgrím Aðalgeirsson báta- og skipaáhugamann. © Hafþór 2009.

Fleiri myndir er hægt að sjá hér

Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9393930
Samtals gestir: 2007184
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 00:17:22
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is