Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

27.07.2009 13:07

Snorri

Hvalaskoðunarfyrirtækið Norðursigling hefur haft eikarbátinn Snorra á leigu yfir hávertíðina í hvalaskoðuninni. Snorri er ekki með öllu ókunnugur húsvíkingum því á árunum 1964-1969 hét hann Svanur ÞH 100. Fyrst voru það Ingvar og Guðmundur Hólmgeirssynir sem gerðu hann út eða frá því desember 1964 og til ársins 1966. Það ár kemur Ingvar með bátinn inn í Vísisútgerðina en þá höfðu Hörður Þórhallsson og Dagbjartur Sigtryggson tekið við henni af feðrum sínum. Svanur var hét upphaflega Farsæll II EA 130 og var frá Hrísey. Hann var smíðaður hjá skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1964 og útgerð hans frá Hrísey því ekki ýkja löng. (Heimild Saga Húsavíkur.)


950.Snorri EA 317 ex Fríða RE. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

950.Snorri EA 317 ex Fríða RE. © Hafþór Hreiðarsson 2009.


Flettingar í dag: 436
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397463
Samtals gestir: 2007795
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 12:50:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is