Hér kemur mynd af nýjasta bátnum í húsvíska flotanum, Galta ÞH 320, koma að landi á dögunum. Aðalgeir Bjarnason á hann og gerir út til grásleppuveiða og með honum rær bróðir hans Sigurður sem alla jafna stýrir Jónu Eðvalds SF. Þriðji bróðirinn, Bergþór, var einnig með í þessum róðri.