Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

31.01.2009 17:34

Sæbjörgin á strandstað við Stokksnes

Hér sjáum við myndir sem Bjarki Arnbjörnsson tók af flaki Sæbjargar VE 56 á strandstað við Stokksnes. Sæbjörgin strandaði þarna í desember árið 1984. Ég man það eins og þetta hefði skeð í gær. Ég var í byggingarvinnu eftir að hafa verið á síldveiðum á Geira Péturs. Þetta er nefnilega í eina skiptið sem ég hef unnið í byggingarvinnu. Reyndar fyrir utan nokkurra vikna í vinnu við að byggja kartöflugeymslu inn í Eyjafirði. Þar var einn vinnufélagi minn Árni heitinn Ingólfsson skipstjóri sem hafði verið með Sólfellið úr Hrísey. En hvað um það, það er allt önnur Ella.........

Á vef Björgunarfélags Hornafjarðar er þessu strandi gert góð skil. Þar segir:

Í viðtali við Svein Sighvatsson fyrrum formann Björgunarfélags Hornafjarðar bar ýmislegt á góma um starfsemi félagsins og útköll og þar á meðal strand Sæbjargar VE-56 við Stokksnes 1984. Það er einhver eftirminnilegasti björgunarleiðangur sem ég man eftir segir Sveinn og sú góða tilfinningin þegar búið var að bjarga allri áhöfninni 14 manns í land var ólýsanleg. Það var laust fyrir kl. 5 mánudaginn 17.des. að hringt var frá Slysavarnarfélagi Íslands og tilkynnt að Sæbjörg VE-56 eigi í erfiðleikum um 1,5 sm. út af Stokksnesi í slæmu veðri, skipið væri með bilaða vél og hefði Erling KE-45 komið taug á milli skipanna. Ákveðið var að kalla saman björgunarsveitina og yrði hún í viðbragðsstöðu ef á þyrfti að halda og einnig yrði strax haft samband við loftskeytastöðina á Höfn. Í því að haft var samband við loftskeytastöðina og hún hafði staðfest staðsetningu skipanna kom beiðni frá Sæbjörgu um að kalla út björgunarsveitina. Meira hér


                    989.Sæbjörg VE 56 ex Jón Garðar GK 475. © Bjarki Arnbjörnsson.
                                                               Fleiri myndir hér

Bjarki segir í póstinum til mín með myndunum að þær séu nokkuð merkilegar því þær voru teknar þegar verið var að reyna að snúa Sæbjörgu VE og draga hana betur upp á land til að hirða úr henni verðmæti.  "Skipið rak þarna upp í Hornvíkina og eins og sést á myndunum tókst að snúa henni og mjakaðist hún töluvert upp en þó nokkrar tilraunir voru gerðar en alltaf slitnuðu vírarnir.  Notast var við þungavinnuvélar við verkið og er á engan hallað þegar sagt er að þar hafi farið fremstur í flokki maður nokkur að nafni Jónas B Sigurbergsson verktaki á Hornafirði. Miklu var bjargað af allskyns dóti  sem ég kann nú ekki að sundurliða en aðrir gætu örugglega sagt frá." Sagði Bjarki og þakka ég honum fyrir myndirnar.

Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399307
Samtals gestir: 2008136
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 04:36:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is