Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

28.01.2009 22:36

Örvar SH 777

Hér kemur mynd sem Alfons Finnsson tók í fyrra þegar línuskipið Örvar SH 777 kom til heimahafnar á Rifi í fyrsta skipti. Allt svo undir þessu nafni því skipið hefur áður átt heimahöfn þarna þegar það hét Tjaldur II SH 370. Reyndar sýnist mér nú standa Hellisandur á skipinu en höfnin er á Rifi og samkvæmt skipaskrá er heimahöfnin Rif.

Örvar SH 777 er í eigu Hraðfrystihúss Hellisands hf. og kom í stað gamla Örvars sem í dag heitir Kristbjörg HF 177. Það gæti nú reyndar breyst fyrr en varir. Eins og áður segir hét Örvar áður Tjaldur II. Hann var smíðaður í Noregi á sínum tíma, nánar tiltekið 1992, fyrir KG fiskverkun á Rifi sem lét smíða tvö svona skip, Tjald og Tjald II.

Hann var síðan seldur úr landi og var á einhverju flakki minnir mig en hét nú síðast Vestkamp og var keyptur frá Noregi. Örvar er 688 brúttótonn búinn 1000 hestafla Caterpillar aðalvél.


2159.Örvar SH 777 ex vestkamp. © Alfons 2008.

Flettingar í dag: 484
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398807
Samtals gestir: 2008037
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 06:21:44
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is