Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

26.01.2009 22:23

Kolbeinsey sjósett

Í dag hafði samband við mig maður hér á Húsavík Árni Vilhjálmsson að nafni, alltaf kallaður Árni Vill. Kona hans hafði rekist á umslag með myndum sem Árni tók þegar skuttogarinn Kolbeinsey var sjósett á Akureyri. Árni vildi gefa mér þessar myndir ef ég vildi þiggja sem ég að sjálfsögðu gerði.

Myndirnar sýna þegar Kollan rennur af stokkunum og út á fjörðinn þar sem hún var tekin utan á annað skip með astoð litla hafnsögubátsins á Akureyri.

Kolbeinsey ÞH 10 sem var í eigu Höfða hf. á Húsavík var sjósett þann 7. febrúar 1981 og gefið nafn um leið. Hún kom svo til heimahafnar á Húsavík undir skipstjórn Benjamíns heitins Antonssonar þann 10 maí sama ár.

Hér birtast tvær myndir frá Árna Vill. en síðar mu ég skannaþær allar og setja inn í albúm.

En spurt er hvaða skip tók Kolluna á síðuna og kom henni upp að slippkantinum ?


1576.Kolbeinsey ÞH 10 rennur af stokkunum. © Árni Vilhjálmsson 1981.

1576.Kolbeinsey ÞH 10. © Árni Vilhjálmsson 1981.

Flettingar í dag: 457
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394382
Samtals gestir: 2007263
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 12:16:01
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is