Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

25.01.2009 10:55

Fyrsti nýsköpunartogarinn

Hjörleifur RE 211 er togarinn sem spurt var um hér að neðan. Myndin kemur úr safni Kjartans Traustasonar. Hafliði grunar mig um að að hafa dekkt myndina er það er ekki rétt, einungis gerð svart-hvít. Myndin er tekin 1974.

Hjörleifur RE hét upphaflega Ingólfur Arnarson RE 201 og var fyrsti nýsköpunartogari íslendinga. Hann var í eigu BÚR frá 4. mars 1947. Hann var smíðaður í Englandi, einn átta systurskipa sem smíðaðir voru fyrir íslendinga. (Segir Hafliði). Í togaranum, sem mældist 654 brl. að stærð, var 1000 hestafla 3ja þjöppu gufuvél.

Togarinn var endurmældur í nóvemberbyrjun 1971 og mældist þá 610 brl. að stærð. BÚR óskar eftir nafnabreytingu á togaranum í júní 1972 og fékk hann þá nafnið Hjörleifur RE 211. Hjörleifur var seldur í brotajárn til Spánar og tekið af skrá 3. desember 1974.


121.Hjörleifur RE 211 ex Ingólfur Arnarson RE 201. © Úr safni KT.

Flettingar í dag: 297
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398620
Samtals gestir: 2008034
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 05:07:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is