Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

29.11.2008 23:46

Rauðinúpur ÞH 160

Hér kemur mynd Hreiðars Olgeirssonar af Rauðanúp ÞH 160. Það er gott að það eru til skip eins og Rauðinúpur, þ.e.a.s sem hafa sjaldan eða aldrei skipt um eigendur eða nafn og lítið verið breytt. bara smíðuð, gerð út og seld, punktur. Hvað er svo svo svona gott við það, jú þegar maður er latur er gott að henda inn myndum af þessum skipum. Þarf ekkert að vera að pæla í sögu þeirra. Nú kemur Hafliði vinur minn örugglega með það að það geti nú verið sögur á bak við Rauðanúp þó hann hafi aldrei skipt um nafn, Hafliði var nefnilega á honum.

En Rauðinúpur var smíðaður í Japan árið 1973, mældist 461 brl. að stærð búinn 2000 hestafla Niigata aðalvél. Hann var í eigu Jökuls á Raufarhöfn frá 29. júní 1973, þá var síðuritari 10 ára upp á dag, til ársins 1996 að hann var seldur til Rússlands. Þar fékk hann nafnið Vulkanniy.


1280.Rauðinúpur ÞH 160. © Hreiðar Olgeirsson.

Flettingar í dag: 421
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398744
Samtals gestir: 2008035
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 06:00:17
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is