Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

25.11.2008 20:12

Skálanes ÞH 190

Hér kemur ein mynd til úr safni Sigurðar Bergsveinssonar. Hann telur myndina vera tekna af Kristni Breiðfjörð Gíslasyni líkt og myndirnar af Ver KE hér að neðan. Þessi mynd er af Skálanesi ÞH 190 frá Þórshöfn. Útgerðarsaga þess varð ekki löng fremur en hjá Ver KE 45. Skálanes ÞH 190 var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi líkt og Ver KE 45. smíðaárið er 1970 og mældist báturinn 34 brl. að stærð. 240 hestafla Caterpilar aðalvél var í honu. Eigandi bátsins var Nes hf. á Þórshöfn á Langanesi. Skálanes ÞH 190 rak á land á Þórshöfn 13. febrúar 1973 og eyðilagðist með öllu . Heimild Íslensk skip.

Í þessu veðri ráku tveir bátar á land á Þórshöfn eftir að hafa slitnað frá bryggju. Hinn var stálbáturinn Fagranes ÞH 123 sem lá utan við Skálanesið í fjörunni en þeir höfðu legið saman við bryggjuna. Fagranesið náðist út en Skálanesið eyðilagðist eins og áður segir. Guðmundur Vilhjálmsson skrifaði hér eitt sinn álit við mynd af Fagranesinu að Skálanesið hafi verið rifið þarna í fjörunni.


1113.Skálanes ÞH 190. © Kristinn Breiðfjörð Gíslason 1970.

Flettingar í dag: 353
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398676
Samtals gestir: 2008035
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 05:29:07
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is