Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

24.11.2008 22:48

Skúli fógeti

Hér kemur mynd af Skúla fógeta VE 185 sem upphaflega hét Fróði ÁR 33. Fróði var smíðaður árið 1969 í Skipavík í Stykkishólmi og mældist þá 49 brl. að stærð. Eigendur hans voru Jósep og Viðar Zophaníassynir, Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. og Stokkseyrarhreppur. 1974 eru skráðir eigendur bátsins Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. og Stokkseyrarhreppur og hann hefur fengið nafnið Hersteinn Ár 37. Í októberlok 1976 kaupa feðgarnir Óskar Ingibergsson og Karl Óskarsson í Keflavík Herstein sem fær nafnið Albert Ólafsson KE 39. Þeir eiga hann til ársins 1984 en í júní það ár kaupa þeir Sigurður Ólafsson og Haraldur Gíslason í Vestmannaeyjum bátinn sem fær nafnið Skúli fógeti VE 185. Heimild Íslensk skip.

1996 er hann enn skráður sem Skúli fógeti VE og upphaflega aðalvélin í honum, 240 hestafla Kelvin. Þá var búið að setja hvalbak á bátinn. Ekki man ég afdrif hans en held þó að hann hafi ekki skipt um nafn eftir þetta.


1082.Skúli fógeti VE 185 ex Albert Ólafsson KE 39. © Vigfús Markússon.

Flettingar í dag: 484
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398807
Samtals gestir: 2008037
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 06:21:44
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is