Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.11.2008 17:13

Smíðaður í Noregi 1906

Sigurður Bergsveinsson segist kannast við bátinn á myndinni frá Reykjavíkurhöfn hér að neðan. Þ.e.a.s eikarbátinn sem ber fyrir á miðri mynd. Hann telur þetta vera þann bát sem bar skipaskrárnúmerið 378 og hét á þessum tíma Dröfn KÓ. Bergsveinn faðir Sigurðar átti Dröfn við annan mann og sendi Sigurður mér myndir af bátnum.

Í Íslensk skip segir frá þessum bát sem smíðaður var í Noregi 1906. Þar segir að báturinn hafi verið 7 brl. upphaflega, byggður úr eik og furu og 16 hestafla Dan vél. Eigandi Árni Bergsson Ólafsfirði og báturinn heitir Magni EA 363. 1929 er eigandi Áskell Þorkelsson í Hrísey og komin 20 hestafla Scandia aðalvél í hann. Báturinn var umbyggður og lengdur á Siglufirði 1938 og mældist þá 16 brl. að stærð. Þá var enn skipt um vél og nú sett í hann 40 hestafla Scandia. Báturinn fékk um tíma nafnið Þór EA 363, sami eigandi en 1940 er hann seldur Jóni og Birni Arngrímssonum á Dalvík. Hann fékk nafnið Arngrímur Jónsson EA 363.

1943 fór fram stórviðgerð á bátnum og hann lengdur í annað sinn. Hann mældist þá 18 brl. að stærð og fjórða vélin fékk að fara um borð í bátinn í þessari klössun. Nú var það 100 hestafla Alpha. Í byrjun júnímánaðar 1953 er báturinn seldur Júlíusi Halldórssyni, Eðvari Júlíussyni og Brynjari Júlíussyni á Akureyri. Báturinn hét Gunnar EA 363. Rúmu ári síðar, eða í október 1954, kaupir Útgerðarfélag Hríseyjar hf. Gunnar EA. Báturinn fékk nafnið Dröfn EA 363. Dröfn er seld í ágúst 1960, Kaupendur eru Bergsveinn Br. Gíslason og Karl Sigurðsson í Kópavogi, báturinn heitir áfram Dröfn en verður KÓ 28. Þeir eiga hann til ársins 1964, í mars það ár selja þeir bátinn aftur norður í Eyjafjörð.

Kaupendur eru Helgi Jakobsson og Snorri Snorrason og báturinn verður Dröfn EA 81. Þá var sett í hann ný vél, 134 hestafla Scania. Í ársbyrjun 1966 kaupa þeir Árni og Sigurjón Guðbjartssynir bátinn sem fær nafnið Guðjón Árnason HU 12. Þeir eiga bátinn í 14 ár, 28 febrúar 1980 selja þeir Heimi B. Gíslasyni í Þorlákshöfn bátinn sem fær nafnið Gísli Kristján ÁR 35. Hann er síðan úreltur 1989 fyrir nýjan Gísla Kristján ÁR 35 sem keyptur var frá Svíþjóð. Heimild Íslensk skip.


378.Dröfn KÓ 28 ex Dröfn EA 363. © Úr safni Sigurðar Bergsveinssonar.

378.Gísli Kristján ÁR 35 ex Guðjón Árnason HU 12. © Hafþór Hreiðarsson.

Flettingar í dag: 421
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398744
Samtals gestir: 2008035
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 06:00:17
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is