Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

25.10.2008 20:33

Trausti

Nú mun Trausti ÍS 111 vera kominn til Foarnes í Danaveldi þar sem hann verður brytjaður í spað. Trausti, sem er einn austur þýsku stálbátanna, var smíðaður 1961 fyrir Hraðfrystihús Stöðfirðinga. Hann mældist í upphafi 101 brl. en var endurmældur síðar og mælist í dag 93 brl. að stærð. Kambaröst SU 200 var það nafn sem stöðfirðingar völdu bátnum sem þeir gerðu út þangað til  að hann var seldur í lok nóvember 1965. Kaupandinn var Norðurvör hf. í Þorlákshöfn og nefndu þeir bátinn Bjarna Jónsson ÁR 28. Í árslok 1967 kaupir Eyri hf. í Sandgerði bátinn sem verður við það Álaborg GK 175. Í lok mars 1971 kaupir Fiskiver hf. á eyrarbakka bátinn sem fær ÁR 25 á kinnunginn. Upphaflega var 400 hestafla MWM aðalvél í bátnum en árið 1981 var sett í hennar stað 520 hestafla Caterpillar. Ný Álaborg ÁR leysti þessa af hólmi í ársbyrjun 1997 og fékk sú gamla þá nafnið Trausti ÁR 80. Eigandinn var Spillir ehf. í Reykjavík sem síðar skráði bátinn fyrir vestan, í Súðavík. Uppl. eru úr Íslensk skip ásamt því sem fannst í kolli síðuritara.


133.Trausti ÁR 80 ex Álaborg ÁR 25. © Hafþór Hreiðarsson.

133.Álaborg ÁR 25 ex Álaborg GK 175. © Vigfús Markússon.

Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396287
Samtals gestir: 2007526
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 21:36:41
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is