Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.10.2008 16:01

Helga RE 49

Helga RE 49 er þekkt nafn í íslenska flotanum og nokkur skip hafa borið það. Hér er mynd af þeirri stærstu, 1066 brl. frystitogara sem smíðaður var í Slipen Mek. Verksted A/S í Sandnesöjen í Noregi. Það var árið 1996 sem skipið hljóp af stokkunum, nánar tiltekið  þann 4. maí en skrifað var undir smíðasamninginn þann 20 febrúar 1995. Helga, sem norskum skipasmiðum þótti eitt best búna  fiskiskip veraldar, kom til landsins í byrjun septembermánaðar 1996 og fór fljótlega upp úr því til rækjuveiða. Helga RE 49 var gerð út til rækjuveiða af Ingimundi hf. í rúm þrjú ár en haustið 1999 var hún seld til Grænlands. Kaupandinn, grænlenska útgerðarfyrirtækið PolarSeafood Trawl, fékk það afhent í Reykjavíkurhöfn um mánaðarmótin október-nóvember. Helga RE var, og er sennilega enn, með 4590 hestafla Wartsila aðalvél en mesta lengd skipsins er 60,4 metrar. Breiddin er 13 metrar og eins og áður segir er það 1066 brl að stærð en BT mælingin segir um 2000 tonn.


2249.Helga RE 49. © Birgir Mikaelsson.

Flettingar í dag: 524
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396265
Samtals gestir: 2007522
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 21:03:35
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is