Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

15.06.2008 13:32

Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 var báturinn.

Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 var báturinn eins og Óskar Franz kom með eftir að hafa skoðað myndina af bátnum í Reykjavíkurhöfn vandlega. Þessar myndir sendi Kristján G. Jóhannson mér á dögunum. Hann heldur að faðir hans, Jóhann Júlíusson, hafi tekið myndina af bátnum við sjósetninguna í Flekkufirði 1962. Myndina af bátnum nýjum á siglingu fyrir vestan tók, eftir því sem Kristján heldur, Guðmundur Sveinsson netagerðarmeistari sem lengi var fréttaritari Tímans á Ísafirði. Myndina af bátnum með fullfermi af síld í Reykjavík tók frændi Kristjáns, Eyjólfur Leós á gamla kassamyndavél, sennilega 1964.


67.Guðrún Jónsdóttir ÍS 267. © Eyjólfur Leós.

67.Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 nú Hera ÞH 60. © Guðmundur Sveinsson.


Skipið var smíðað í Flekkefjord í Noregi og kom til heimahafnar á Ísafirði á jóladag árið 1962 og hét Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 í eigu Gunnvarar hf. Skipstjóri var í upphafi Vignir Jónsson, en árið 1966 hætti hann til að taka við nýju skipi hjá sömu útgerð, Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270.  Þá tók Hermann Skúlason við skipstjórn og þegar hann hætti til að taka við skipstjórn á Júlíusi Geirmundssyni árið 1968 tók Jónas Sigurðsson við.  Vorið 1969 tók Guðjón Arnar Kristjánsson við skipstjórn á Guðrúnu og var með hana þar til hún var seld frá Ísafirði árið 1971.  Fyrstu árin stundaði Guðrún aðallega síldveiðar og netaveiðar yfir vertíðina.  Heimild. Kristján G. Jóhannson.

Flettingar í dag: 690
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 843
Gestir í gær: 125
Samtals flettingar: 9393921
Samtals gestir: 2007179
Tölur uppfærðar: 5.12.2019 23:46:06
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is