Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.05.2008 22:26

Dagfari ÞH 70.

Hér er mynd af Dagfara ÞH 70 leggja í hann áleiðis til Íslands eftir sandblástur og málningu í Englandi. Dagfari var smíðaður 1967 í Boizenburg í Þýskalandi fyrir Barðann hf. á Húsavík. Þegar því fyrirtæki var skipt upp eignaðist útgerðarfélagið Njörður hf. skipið og var það lengstum ÞH 70 nema síðustu árin í eigu Njarðar hf. var komið GK 70 á það. Undir það síðasta hét skipið Stokksey ÁR en það fór í brotajárn fyrir nokkrum árum. Þessa mynd fékk ég senda frá Hafliða Þórssyni útgm. skipsins meðan það var í eigu Njarðar hf.


1037.Dagfari ÞH 70. © Hafliði Þórsson. Flettingar í dag: 374
Gestir í dag: 105
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396710
Samtals gestir: 2007640
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 15:32:28
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is