Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

17.05.2008 19:36

Neptúnus RE 361.

Hér kemur mynd sem Axel E. sendi mér af Neptúnusi RE 361 þar sem hann liggur við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn árið 1955. Drengurinn á myndinni ku vera Axel en faðir  hans var á Nebba eins og hann orðar það. Neptúnus var smíðaður í Aberdeen í Skotlandi ásamt 19 öðrum nýsköpunartogurum íslendinga en Marz, sem var í eigu Júpíters hf. líkt og Neptúnus, voru alveg eins. Úgerð Júpíters hf. var fyrst í Hafnarfirði og var skipið með GK 361 í upphafi, en það varði þó ekki lengi og flutti útgerðin til Reykjavíkur og RE 361 var málað á skipið. Neptúnus, sem var smíðaður 1947, var seldur til Spánar í brotajárn 1976.


157.Neptúnus RE 361 ex Neptúnus GK 361. © Axel E.

Flettingar í dag: 374
Gestir í dag: 105
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396710
Samtals gestir: 2007640
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 15:32:28
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is