Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

25.02.2008 18:42

Bátur vikunnar mun leika í .....

Bátur vikunnar að þessu sinni verður innna skamms orðinn kvikmyndaleikari, já þarna er ég að tala um Jón á Hofi ÁR 62 en fram kemur í Fréttablaðinu í dag að hann er að fara að leika í kvikmyndinni Brim. Annars var Jón á Hofi smíðaður í Flekkufirði í Noregi 1969. Hann var innfluttur af Glettingi hf. í Þorlákshöfn 1980, hét áður Saukko III, og yfirbyggður 1984. Þá var afturenda hans slegið út. Jón á Hofi er 176 brl. að stærð og aðalvélin er upphafleg, 900 hestafla Wichmann. Eigandi bátsins í dag er Rammi hf. Eins og segir í Fréttablaðinu átti báturinn að fara í brotajárn en það frestast um nokkra mánuði. Rammi hf. keypti í fyrra Þuríði Halldórsdóttur GK 94 og hefdur hún nú fengið nafnið Jón á Hofi ÁR 42.


1562.Jón á Hofi ÁR 62 ex Saukko III. © Hafþór.

Á eða átti Jón á Hofi sér systurskip í íslenska flotanum ?

Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396050
Samtals gestir: 2007482
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 07:36:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is