Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

26.12.2007 13:51

Hver er báturinn # 25 2007 ?, Jú það er Kristján SH 6.

Kristján SH 6 er báturinn og á myndinni er hann tilbúinn til sjósetningar í október 1961. Sigurður Bergsveinsson sendi mér myndina sem Ágúst Sigurðsson tók. Báturinn var teiknaður og smíðaður af Kristjáni Guðmundssyni sem kallaður var Stjáni Slipp en hann fæddist 1911 og lést 1999. Stjáni slipp lærði skipasmíðar hjá Gunnari Jónssyni í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri. Kristján SH 6, sem er með skipaskrárnúmerið 647, er fyrsti plankabyggði báturinn sem var smíðaður í Stykkishólmi. Hann er 21 brl. að stærð, 14,64 metrar að lengd, 4 metrar á breidd og dýptin er 1,8 metrar. Kristján SH 6 hét síðar Konráð BA 152, Helga Björg HU 7, Reginn HF 228 og Sindri SH 121. Í dag heitir hann Gæskur KÓ og er í eigu Magnúsar Kristjánssonar sem rekur áfangaheimilið að hafnarbraut 21 í Kópavogi. Skipt var um brú á bátnum og Sigurður Pétursson í Grundarfirði sem átti bátinn um skeið kom með þá tilgátu að það hafi verið gert þegar hann var á Skagaströnd. Þangað kom báturinn í árslok 1972. Vita menn eitthvað um þetta, þ.e.a.s. hvenær var skipt um stýrishús á bátnum ? Hér er að neðan myndin sem Ágúst Sigurðsson tók, það er mynd af bátnum í Íslensk skip þar sem hann heitir Helga Björg, ég á myndir af honum sem Reginn HF en á einhver mynd af honum sem Konráð BA 152 ?
Ég vil þakka Sigurði Bergsveinssynir fyrir þessa mynd og þær upplýsingar sem fylgja henni.647.Kristján SH 6.


647.Reginn HF 228 ex Helga Björg HU 7. © Hafþór.
Það verður að taka áskorun um getraun, hver er hann þessi ?
Eru menn ekkert að leggja höfuðið í bleyti yfir jólin ?
Hver er hann þessi ?
Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396227
Samtals gestir: 2007521
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 20:31:08
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is