Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

27.09.2007 20:29

Bátur vikunnar var smíðaður á Akureyri.

Bátur vikunnar er Aldey ÞH 110 frá Húsavík.  Báturinn var smíðaður árið 1972 á Akureyri fyrir Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. og Erling Pétursson í Vestmannaeyjum. Hann hét upphaflega Surtsey VE 2. Í upphafi mældist hann 105 brl. að stærð og var með MWM 765 hestafla aðalvél. 1980 var skipið yfirbyggt og mældist þá 101 brl. að stærð.  Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. kaupir Surtsey VE árið 1982 og nefnir það Stokksey ÁR 50. Haustið 1992 kaupir svo Höfði hf. á Húsavík bátinn sem fær nafnið Aldey ÞH 110 og var hann gerður út til rækjuveiða undir skipstjórn Hinriks Þórarinssonar. Höfði hf. sameinast svo Íshafi hf. 1995 og ári síðar var Aldey seld úr landi. Sennilega notuð til úreldingar upp í nýjan rækjufrystitogara, Júlíus Havsteen ÞH 1, sem fyrirtækið keypti frá Grænlandi. 
                                                  Uppl. Íslensk skip og Saga Húsavíkur.


1245.Aldey ÞH 110 ex Stokksey ÁR 50.


Hinrik Þórarinsson tv. og Ólafur Á. Sigurðsson.

Hinrik var fæddur á Húsavík þann 16 júní 1939, hann lést 24 mars 2001. 

Flettingar í dag: 562
Gestir í dag: 108
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397589
Samtals gestir: 2007816
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 15:59:30
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is