Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

26.07.2007 16:23

Brimnes RE 27 kom til heimahafnar í dag.

Brimnes RE 27 nýr togari í eigu Brims hf. kom til heimahafnar í Reykjavík um kl. 13 í dag eftir siglingu frá Noreg þaðan sem skipið var keyp. Myndina hér að neðan tók Jósef Ægir Stefánsson og leyfði hann mér að birta hana og kann ég honum bestu þakkir fyrir.


                                                                                 2770.Brimnes RE 27 ex Vesttind.
Það er gaman að geta þess að þegar þetta er skrifað hafa stóru fjölmiðlarnir ekki birt mynd á fréttavefjum sínum frá komu togarans til heimahafnar.  visir.is hefur að vísu birt frétt en notar mynd af Brimnesinu af heimasíðu Brims hf. Þeir bræður frá Skagaströnd Jósef Ægir og Guðmundur Stefánssynir voru fyrstir að birta mynd frá komu skipsins á vef sínum www.123.is/jobbioggummi
Annars var fréttin á visi.is svona:

Brim hf. tók í dag á móti fullkomnum frystitogara sem hefur fengið heitið Brimnes. Skipið lagði að bryggju í Reykjavík á hádegi. .  

Brimnes er keypt af Aker Seafood í Noregi og hét áður Vesttind. Kaupverð skipsins er rúmir 2 milljarðar króna. Skipið var smíðað hjá Solstrand AS í Tomrefirði í Noregi árið 2003. Skipið er 70,10 metra langt og 14,60 metra breitt og mælist 2880 brúttótonn. Aðalvélin er 6000 kw - 8046 hestöfl. Skipið er útbúið til þess að draga allt að 3 troll samtímis. Spilkerfið er rafdrifið sem er nýjung frá norska spilframleiðandanum Brattvaag og notar mun minni orku en hefðbundin spilkerfi sem hafa verið í togurum til þessa.  

Brim hf. mun gera skipið út á hefðbundnar bolfiskveiðar en þeim möguleika verður haldið opnum að skipið geti farið á rækjuveiðar skapist réttar markaðs og rekstraraðstæður til þess.Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396227
Samtals gestir: 2007521
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 20:31:08
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is