Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.02.2007 19:42

Nýr bátur til Dalvíkur.

www.dagur.net greinir frá því að nýr bátur hafi bæst við flota Dalvíkinga. Það er Þorkell Árnason GK 31 sem fær nafnið Darri EA 52.

1231.Þorkell Árnason GK 31.

Fréttin á dagur.net er svohljóðandi:

Miðvikudagur 21. febrúar 2007 12:22
 
Nýr bátur til Dalvíkur
Dalorka ehf. nýtt hlutafélag í eigu Steinars Agnarssonar og Jóns Arnar Þórðarsonar á Dalvík hefur fest kaup á tæplega 90 tonna bát og kom hann til heimahafnar á Dalvík sl. sunnudagsmorgun. Báturinn hefur fengið nafnið Darri EA 32, en hét áður Þorkell Árnason GK-21 og var gerður út frá Garði. Darri EA 32 er 90 tonna stálbátur smíðaður á Neskaupsstað árið 1972, en síðan var byggt yfir hann árið 1991. Samkvæmt upplýsingum Steinars Agnarssonar verður 4-5 manna áhöfn á Darra og gert út á línu. Gert er ráð fyrir að 8-10 manns fái vinnu í landi við beitningu og verið er að ganga frá aðstöðu til að beita í nyrðri verbúðinni við Dalvíkurhöfn. Verið er að gera skipið klárt til veiða og standa vonir til að hægt verði að fara prufutúr um helgina. Steinar segir að aflanum verði landað á Dalvík að stærstum hluta í föstum viðskiptum við þrjá aðila, sem hann vildi ekki nafngreina, en aukfiskur fer á markað. Ekki fékkst uppgefið hvort kvóti hefði fylgt með í kaupunum, en Steinar sagði að Dalorka ehf. hefði yfir nægum aflaheimildum að ráða til að halda Darra EA til veiða.
Flettingar í dag: 295
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 778
Gestir í gær: 124
Samtals flettingar: 9401000
Samtals gestir: 2008406
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 07:11:51
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is