Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

18.02.2007 00:44

Víst flaut Húsvíkingur...........

Víst flaut Húsvíkingur ÞH 1 við bryggju á Húsavík þó annað sé fullyrt í áliti við næstu færslu hér að neðan. Hann flaut nánar tiltekið við Norðurgarðinn. Það voru auðvitað slæm hafnarskilyrði fyrir svona stórt skip á Húsavík og varð að sæta lagi vegna veðurs. En Húsvíkingur kom a.m.k. í tvígang minnir mig til Húsavíkur og landaði þar og sannar myndin hér að neðan mál mitt hvað það varðar.

2216.Húsvíkingur ÞH 1 í heimahöfn.

Hvað varðar byggingu Bökugarðsins þá var nú einnig horft til skemmtiferða- og flutningaskipa. Lokun Kísiliðjunnar við Mývatn gerði það að verkum að Eimskip hætti strandsiglingum. Hefur það m.a. orðið til þess að frestað hefur verið að klára þessa framkvæmd en nú er horft til stóriðju við Húsavík og ef af henni verður er ráðgert að gera annan og mun stærri garð með stórskipahöfn nokkru norðan við þennan og þessi svæði samtengd.

Húsavíkurhöfn í september 2002.

Flettingar í dag: 295
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 778
Gestir í gær: 124
Samtals flettingar: 9401000
Samtals gestir: 2008406
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 07:11:51
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is