Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

17.02.2007 18:19

Gamla myndin #1 2007

Gamla myndin er að þessu sinni frá því í ágúst 1983. Hún er tekin við Húsavíkurhöfn og sýnir tvo báta Korra hf., annars vegar Kristbjörgu ÞH 44  og hinsvegar Geira Péturs ÞH 344. Kristbjörgin er þarna að landa úthafsrækju og verið er að taka trollið á Geira Péturs í land en hann var á fiskitrolli. Það sést í Sigþór ÞH 100 á bak við Geira Péturs og sunnan á bryggjunni liggur eittvert skipa Sambandsins sáluga.

Það er margt breytt frá þessum tíma, Korri hf. horfinn af sviðinu, Sambandið einnig. Geiri Péturs sokkinn (hét þá Una í Garði GK 100) og Sigþór farinn í brotajárn eftir eldsvoða um borð(hét þá Valur GK 6). Á myndinni sjást tveir bílar frá Bifreiðastöð Húsavíkur sem löngu er fallin í dá.Eymundur Kristjánsson er að taka rækjuna úr Kristbjörginni og Garðar Þórðarson að vinna við á Geira Péturs(báðir á Volvo). Fyri þá sem eru áhugasamir um vörubíla þá er mér sagt að þessir bílar séu báðir til enn þann dag í dag. Bíll Eymundar fór austur á Langanes og bíll Garðars fram í Aðaldal. Myndina tók ég á mína fyrstu SRL myndavél af Mamya gerð, hana keypti ég í Hljóð og Sport sem K.Þ rak á sínum tíma og eins og menn vita hætti Hljóð og Sport og K.Þ. fór á hausinn. (Reyndar knúið í gjaldþrot til að bjarga KEA segja fróðugir menn).

 

Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396227
Samtals gestir: 2007521
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 20:31:08
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is