Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

15.02.2007 14:14

Ég veit að dallurinn er að fara niður.

1556.Arnarnúpur ÞH 272.
Guðmundur Vilhjálmsson sem nú býr á Húsavík var vélstjóri á Arnarnúp ÞH 272 vorið 1995 þegar skipið fór til veiða í síldarsmugunni. Hann sendi mér myndir sem húsvíkingurinn Guðmundur Sigurðsson tók og eftirfarandi línur:
Ég var vélstjóri á skipinu þegar þetta var og reyndar yfirvélstjóri í þessum túr. Þarna var margt Húsvískra sjómanna, Þórður Birgisson var annar stýrimaður og sést á mynd 2 krjúpa á lunningunni. Ásþór Sigurðsson sést á sömu mynd upp í mitti í sjó. Siggi Brill var kokkur og svo var ég í vélinni, ekki orðinn Húsvíkingur þá.
Þessi dallur var alveg skelfilegur.  Honum var breytt úr dauðþreyttum skuttogara í nótaskip á 5 vikum, einn daginn var bara farið á síld úr slippnum og allt óklárt.  Það lá svona mikið á vegna kvótasetningar og skipið fór á veiðar þó að hvorki væri búið að stöðugleikaprófa hann eða finna út hvort hann flyti undir farmi.  Svo var verulega ábótavant frágangi milli lestar og íbúða og blóðvatnið sprændi um allt.
Á þessum myndum vorum við búnir að fylla og þá maraði dallurinn svona í kafi með töluverða stjórnborðsslagsíðu.  Svo voru 300 tonn af síld enn í nótinni og voru á góðri leið með að draga skipið niður.  Mér er það minnisstætt að þegar hér var komið við sögu kallaði ég í yfirstýrimanninn sem þá var Gylfi Baldvins á Árskógssandi, "Heyrðu Gylfi, ég held að dallurinn sé að fara niður"  Hvað er þetta maður, svaraði Gylfi, heldurðu að dallurin sé að fara niður, "ÉG VEIT AÐ DALLURINN ER AÐ FARA NIÐUR" sagði Gylfi. Þá stóð karlgreyið í sjó upp að mitti við að stjórna kraftblökkinni.  En dallurinn flaut nú samt.

 
Flettingar í dag: 386
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 778
Gestir í gær: 124
Samtals flettingar: 9401091
Samtals gestir: 2008412
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 08:18:04
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is