Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

26.08.2006 19:28

Meðmælaganga á Húsavík..........

Í morgun var gengin meðmælaganga í landi Bakka við Húsavík en áhugamenn á Húsavík stóðu fyrir henni þar sem tilgangurinn var að lýsa yfir stuðningi við nýtingu á umhverfisvænni orku og byggingu álvers í Bakka við Húsavík. Á vef stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslu www.vh.is skrifaði Aðalsteinn Á. Baldursson formaður að um hundrað manns hafi tekið þátt í meðmælagöngunni. Gengið var um Bakkaland þar sem reiknað er með að álverið rísi innan fárra ára. Fluttar voru stuttar ræður sem tengdust verkefninu og Sigurður Hallmarsson spilaði og stjórnaði fjöldasöng. Meðmælagangan fór mjög vel fram en henni lauk við styttu Einars Benediktssonar í landi Tjörnesinga.

Jón Ásberg Salómonsson slökkviliðsstjóri var sá eini sem veifaði kröfuspjaldi en á því var þó engin krafa heldur stóð á því "Hér byggjum við álver" en lóð fyrirhugaðs álvers er í bakgrunni á myndinni.

 

Meðmælagangan lögð af stað og pickupinn í Kaldbak fór fyrir henni með harmónikkuleikarann Didda Hall á palli.

Sigurjón skólastjóri sá um að upplýsa meðmælagöngumenn um sögu,örnefni og staðhætti í Bakka. Takið eftir að þarna er fréttamaður frá RUV að störfum ! spurning hvort hann hafi staðið fyrir þessari göngu  ? Skyldi Andri Snær vita af þessu ?

Sigurjón og Örlygur Hnefill eru ekki alltaf sammála en í þessu máli ganga þeir saman.

Ekki hafa allir sömu skoðanir og þessir ungu menn biðu göngufólksins við minnismerki Einars Ben og héldu uppi mótmælaspjaldi sem m.a. stóð á "Álver, nei takk".

Fleiri myndir verða settar inn í albúm fljótlega.

Flettingar í dag: 257
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399351
Samtals gestir: 2008143
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 05:07:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is