Bátur vikunnar að þessu sinni er smíðaður úr eik í Svíþjóð árið 1954, nánar tiltekið í Halmstad. Það voru Hornfirðingar sem keyptu hann þaðan og fékk hann nafnið Sigurfari SF 58. Síðar hét hann Farsæll SH 30, Örninn KE 127 og loks Kári GK 146 en það nafn bar hann í tæp 40 ár allt þangað til hann var seldur til Dalvíkur vorið 2005 og fékk hann þá nafnið Aggi Afi EA 399.

399.Aggi Afi EA 399 ex Kári GK 146.