Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.08.2006 20:08

Langanes hf. selt til Hornafjarðar

Þá er það orðið opinbert að Skinney-Þinganes hf. á Hornafirði hefur keypt útgerðarfélagið Langanes hf. á Húsavík en það hefur gert út skip undir nafninu Björg Jónsdóttir ÞH 321, ásamt fleiri skipum um tíma,  í áratugi.

Svo segir á www.skarpur.is í dag:

Skinney-Þinganes hefur keypt Langanes hf
Í dag voru undirritaðir samningar um sölu á hlut fjölskyldu Bjarna Aðalgeirssonar í Langanesi hf. til Skinneyjar-Þinganess á Höfn. Áður hafði Skinney-Þinganes keypt þann hlut í Langnesi sem eitt sinn var seldur Síldarvinnslunni, en síðan keyptur til baka. Að sögn Bjarna hefur þessi sala staðið fyrir dyrum um skeið og áhöfninni á Björgu Jónsdóttur var tilkynnt um þau áform fyrir nokkrum vikum. Engum hefur hinsvegar verið sagt upp og sagði Bjarni að nýir eigendur tækju við skipi og áhöfn með þeim skuldbindingum sem því fylgdu og gert væri ráð fyrir að Björgin yrði áfram gerð úr með sama hætti og hingað til. Það eru skipin Björg Jónsdóttir og Bjarni Sveinsson og aflaheimildir þeirra sem eru seld nú og afhending fer formlega fram 1. október. Að sögn Bjarna heldur fjölskyldan eftir húsi Langaness á hafnarstétt, hlutabréfum í Alla Geira og öðrum lausafjármunum. Útgerðarfélagið Langanes var stofnað á Þórshöfn árið 1975 en flutti starfsemi sína til Húsavíkur 1979. Nýjasta skipið í eigu Langaness er það áttunda sem fyrirtækið hefur gert út og sjöunda skipið sem ber nafnið Björg Jónsdóttir. Jafnan hefur þótt gott að vera í skipsrúmi hjá þessari ágætu fjölskylduútgerð sem margir munu sakna þegar hún hverfur nú frá Húsavík.

Svo mörg voru þau orð og óhætt að segja að útgerð fiskiskipa frá Húsavík sé á niðurleið.

2618.Björg Jónsdóttir ÞH 321.

1508.Bjarni Sveinsson ÞH 322 ex Björg Jónsdóttir ÞH 321.

 

 

 

Flettingar í dag: 285
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399379
Samtals gestir: 2008146
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 05:39:04
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is