Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

04.07.2006 12:17

Ný Cleopatra 38 til Tálknafjarðar

Þeir slá ekki slöku við hjá Trefjujm hf. í Hafnarfirði en frá því segir á heimasíðu fyrirtækisins í dag að ný Cleópatra 38 hafi verið afhent til Tálknafjarðar.

www.trefjar.is :

Ný Cleopatra 38 til Tálknafjarðar


Útgerðarfélagið Stegla ehf á Tálknafirði fékk í síðustu viku afhentann nýjan Cleopatra 38 bát.
Að útgerðinni stendur Tryggvi Ársælsson sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Sæli BA 333 og leysir af hólmi eldri Cleopatra 31 bát með sama nafni. Báturinn er 15 brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Volvo Penta D12 715hp tengd ZF gír. Ljósavél er af gerðinni Kohler. Í bátnum er ískrapavél frá Kælingu.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða. Línuspil og færaspil eru frá Sjóvélum.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 12 stk. 660 lítra kör í lest. Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.


 

 

Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396287
Samtals gestir: 2007526
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 21:36:41
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is