Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar |
||||
09.01.2006 21:42Aron ÞH 105 kominn af staðNýji Aron ÞH 105, sem er 15 brt. yfirbyggður plastbátur, hefur hafið róðra en báturinn kom nýr til Húsavíkur rétt fyrir jól. Í áhöfn hans verða fjórir menn og hitti ég á Stefán Guðmundsson einn þeirra þegar verið var að landa úr bátnum í Húsavíkurhöfn í dag. Stefán sem verður skipstjóri á bátnum sagði allan búnað hans hafa virkað vel og menn væru að læra á bátinn sem er búinn beitningakefri frá Mustad. Það var helst að vandræði væru þegar verið væri að landa úr bátnum sagði Stefán því löndunarkranarnir í Húsavíkuhöfn eru vart boðlegir í það verkefni.
En von er á nýjum krana innan skamms og þá skánar aðstaðan til löndunar................spurning hvað innan skamms þýðir ? vika, mánuður, misseri eða ár ? hann hlýtur að koma fyrir kosningar, þ.e.a.s sveitarstjórnarkosningarnar ekki sameiningarkosningarnar, ég trúi ekki öðru ! ég tippa á það. Ég skrifaði þessa frétt hér að neðan sem birtist í Mogganum 24 sept. 2005 Biðröð undir krananumÞegar húsvískir smábátar koma að landi eftir róðra dagsins myndast oft á tíðum biðröð undir löndunarkrönunum tveimur sem eru til staðar í Húsavíkurhöfn.
Þegar húsvískir smábátar koma að landi eftir róðra dagsins myndast oft á tíðum biðröð undir löndunarkrönunum tveimur sem eru til staðar í Húsavíkurhöfn. Og bátunum fjölgar frekar en hitt því síðar í haust eru væntanlegir tveir nýir yfirbyggðir línuvélbátar í flotann.
Stefán Stefánsson hafnarvörður gekk á fund umhverfis- og framkvæmdanefndar bæjarins á dögunum og gerði henni grein fyrir að ekki yrði hægt að þjónusta þá báta á fullnægjandi hátt með þeim krönum sem fyrir eru. Niðurstaða þess fundar var að ákveðið var að kaupa nýjan krana og hafnarstjóra ásamt hafnarverði falið að velja honum stað í samráði við notendur. Það lítur því allt út fyrir að biðtími trillukarlanna eftir að komast undir löndunarkranann styttist auk þess sem hægt verði að þjónusta betur þá nýju öflugu báta sem bætast í flotann í framtíðinni. Skrifað af HH Flettingar í dag: 463 Gestir í dag: 85 Flettingar í gær: 636 Gestir í gær: 118 Samtals flettingar: 9401804 Samtals gestir: 2008550 Tölur uppfærðar: 16.12.2019 13:01:21 |
Eldra efni
clockhere Tenglar
Um mig Nafn: Hafþór HreiðarssonFarsími: 8956744Tölvupóstfang: korri@internet.isHeimilisfang: Sólbrekka 29Staðsetning: HúsavíkHeimasími: 4642030Önnur vefsíða: www.640.is |
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is