Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

14.11.2018 19:40

Karólína á heimstími

Hér er línubáturinn Karólína ÞH 100 á heimstími til Húsavíkur fyrir nokkrum vikum.

2760. Karólína ÞH 100. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

13.11.2018 20:50

FWN Splendide

Flutningaskipið FWN Splendide er á Húsavík í dag og losar hráefni til PCC á Bakka.

Skipið er 146 metrar að lengd, 18 metra breitt og mælist 7767 GT að stærð.

Skipið var smíðað árið 2005 og siglir undir hollensku flaggi.

FWN Splendide við Bökugarðinn. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

11.11.2018 18:03

Dagatalið 2019

Skipadagatalið 2018 er í vinnslu og búið að velja nokkrar myndir.  Stefni á prentun í byrjun desember.

Áhugasamir geta pantað dagatalið á korri@internet.is 

Verðið verður á svipuðum nótum og verið hefur. Uppl. um það er hægt að fá á korri@internet.is

Þá er hugmynd um að gera annað dagatal með bátum undir 30 bt. að stærð ef tiltekinn fjöldi pantanna næst.

Áhugasamir geta einnig pantað það dagatal á korri@internet.is 

Svona leit forsíðan út árið 2017.

 

11.11.2018 17:55

Fjordvik við bryggju í Keflavík

Hér koma myndir sem Jón Steinar tók í Keflavík í gær. Þær sýna sementsflutningaskipið Fjordvik við bryggju en þangað var það dregið af strandstað við Helguvíkurhöfn..

Fjordvik við bryggju í Keflavík. © Jón Steinar 2018.

 

Fjordvik í Keflavíkurhöfn. © Jón Steinar 2018.

 

Fjordvik. © Jón Steinar 2018.

11.11.2018 13:07

Sigurfari GK 138

Mynd síðan í marsmánuði 2009 af Sigurfara GK 138, áður VE 138.

1743. Sigurfari GK 138 ex Sigurfari VE. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

09.11.2018 16:33

Huginn VE 55

Huginn VE 55 fór í prufusiglingu frá Gdansk í dag en þar hefur hann verið í breytingum í Alkorskipasmíðastöðinni. Síðan átti að leggja í heimsiglingu til Vestmanneya.

Breytingarnar fólu m.a í sér 7,2 metra lengingu en Huginn VE 55 var smíðaður árið 2001 í Chile. 

Huginn er vinnsluskip og fjölveiðiskip sem fiskar bæði í nót og flottroll. 

Þessar myndir tók Páll Guðmundsson framkvæmdarstjóri Hugins ehf.

2411. Huginn VE 55. © Páll Guðmundsson 2018.

 

2411. Huginn VE 55. © Páll Guðmundsson 2018.

 

2411. Huginn VE 55. © Páll Guðmundsson 2018.

08.11.2018 18:12

Grímsnes GK 555

Hólmgeir Austfjörð tók þessa mynd þegar netabáturinn Grímsnes GK 555 fór frá Eyjum í dag.

89. Grímnses GK 555 ex BA 555. © Hólmgeir Austfjörð 2018.

07.11.2018 18:41

Meira af Seif

Ein mynd til viðbótar af dráttarbátnum Seif á Skjálfandaflóa.

2955. Seifur. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

06.11.2018 21:25

Kristbjörg ÞH 44 ex Kristjón Jónsson SH 77

Síðasta myndin úr rammanum hans afa er af Kristbjörgu ÞH 44 sem upphaflega hét Kristjón Jónsson SH 77. Smíðaður í Skipavík fyrir Korra h/f í Ólafsví árið 1967 en keyptur til Húsavíkur í febrúar 1969. Kaupendur voru Olgeir Sigurgeirsson og synir hans Sigurður og Hreiðar. Hlutafélagið Korri h/f var keypt og báturinn fékk nafnið Kristbjörg ÞH 44. Þegar ný Kristbjörg kom 1975 fékk þessi nafnið Kristbjörg II ÞH 244. 

Ljósmyndina tók Pétur Jónasson ljósmyndari á Húsavík en þarna var Kristbjörgin með 47 tonn af þorski.

1053. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristjón Jónsson SH. © Úr safni HH.

 

06.11.2018 21:10

Kristbjörg ÞH 44 ex Hallsteinn EA 130

Hér kemur sú næsta úr rammanum hans afa en hún sýnir Kristbjörgu ÞH 44. Báturinn var smíðaður í Danmörku 1934 og hét upphaflega Ægir GK 8 og var úr Garðinum. Síðar hét hann Hersteinn ÁR, Hersteinn RE, Hallsteinn EA og loks Kristbjörg ÞH 44 árið 1963.  Skálabrekkufeðgar gera hann út til ársins 1970 að hann er seldur til Suðurnesja. Þar heldur hann nafni sínu en verður GK 404 og endar ævi sína, ef hægt er að tala um ævi báta, þann 13 nóvember 1971 þegar hann strandaði á Stafnesi og eyðilagðist.

Án þess að fullyrða það tel ég að Pétur Jónasson ljósmyndari á Húsavík hafi tekið myndina.

541. Kristbjörg ÞH 44 ex Hallsteinn EA. © Úr safni HH.

06.11.2018 20:37

Njörður ÞH 44

Hér kemur fyrsta myndin af þrem sem héngu saman í ramma uppi á vegg hjá afa mínum, Olgeir Sigurgeirssyni.

Hún sýnir fyrsta bát þeirra Skálabrekkufeðga við bryggju á Húsavík. Njörð ÞH 44, sem þeir keyptu af Sigurbirni Sigurjónssyni ofl. í marsmánuði 1961. Á dekki Njarðar eru bræðurnir Sigurður og Hreiðar Olgeirssynir ásamt yngri bróður.

Njörður var smíðaður á Akureyri árið 1925 af Antoni Jónssyni skipasmið. Báturinn var 10 brl. að stærð og hét upphaflega Reynir EA 434.

Á vef Árna Björns Árnasonar segir að báturinn hafi verið smíðaður fyrir Jón Kristjánsson, Akureyri sem átti bátinn í fimm ár.

Þar segir jafnframt: 

Bátur þessi gekk á milli fjölda eiganda og bar ein sjö nöfn og sum oftar en einu sinni en með mismunandi einkennisstöfum. Þar sem gögnum ber ekki alfarið saman um á hvaða árum eignaskipti á bátnum áttu sér stað verður látið nægja að geta nafna hans í tímaröð. 

Reynir ÍS-504, Flateyri. 
Magnús RE-80, Reykjavík. 
Sæfari BA-131, Flateyri og Patreksfirði.  
Sægeir GK-308, Keflavík. 
Sægeir KE-23, Keflavík. 
Njörður NS-207, Hánefsstöðum. 
Njörður ÞH-44, Húsavík. 
Njörður EA-108, Akureyri. 
Kolbeinsey EA-108, Akureyri. 
Straumnes RE-108, Reykjavík. 
Straumnes GK. Grindavík. 

Kunnastur mun báturinn vera á Eyjafjarðarsvæðinu sem Njörður EA-108 og þá annars vegar í eigu Árna Ólafssonar, Akureyri og hinsvegar í eigu Guðmundar Haraldssonar, Akureyri. 
Seinustu árin var báturinn notaður sem vinnubátur í Grindavík. 

Báturinn hét Straumnes GK. er hann rak upp á Vatnsleysuströnd og var dæmdur ónýtur og tekinn af skrá 3. september 1985.

 

699. Njörður ÞH 44 ex Njörður NS. © Úr safni HH.

05.11.2018 20:46

Wilson Narvik á Húsavík

Hér liggur Wilson Narvik við Bökugarðinn en skipið kom með trjákurl til PCC á Bakka um helgina. Eitthvað gekk illa að hemja skipið við garðinn og fór það um tíma að Norðurgarðinum skilst mér en ég var ekki heima til að fylgjast með þessu.

Skipið var fært aftur að Bökugarðinum í gær og naut við það aðstoðar dráttarbátsins Seifs sem kom frá Akureyri.

Wilson Narvik er 6,118 GT að stærð smíðað árið 2011. Siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Valletta.

Wilson Narvik. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

05.11.2018 18:33

Seifur á Húsavík

Hér leggur dráttarbáturinn Seifur úr höfn á Húsavík en hann kom um helgina til aðstoðar þegar færa þurfti flutningaskip á milli viðlegukanta.

Seifur er í eigu Hafnarsamlags Norðurlands og heimahöfnin er á Akureyri.

2955. Seifur. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

04.11.2018 20:48

Fjordvik í dag

Mynd frá Jóni Steinari sem hann tók við Helguvíkurhöfn í dag og sýnir sementsflutningaskipið Fjordvik á strandstað.

Búið að smíða göngubrú yfir í skipið eins og sjá má.

Fjordvik á strandstað við Helguvík í dag. © Jón Steinar 4. nóv. 2018.

03.11.2018 23:28

Fjordvik á strandstað við Helguvík

Jón Steinar tók þessar myndir af sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í nótt við Helgurvíkurhöfn.

Skipið er afhent nýsmíðað í lok jan.1976. frá J.J.Sietas KG Schiffswerft G.m.b.H.& Co í Hamburg í Þýskalandi.
Upphaflega var það smíðað fyrir fyrirtækið New Zealand Cement Holdings Ltd. á New Zealand og hafði heimahöfn í Lyttelton og bar nafnið Westport.
Á árinu 1986 eignast Westport Nominees Ltd. á New Zealand skipið, heimahöfn er áfram Lyttelton.
Aftur skiptir það um hendur á árinu 1999. en þá er það komið í eigu Holcim Ltd. á New Zealand.
Á árinu 2016 eignast Aalborg Pearl Shipping Ltd. en fyrirtækið er skráð á Bahamas. Í þeirra eigu ber það núverandi nafn Fjordvik og er skráð í Nassau á Bahamas.
(Heimildir Óskar Franz Óskarsson)

Fjordvik á strandstað við Helguvíkurhöfn í dag. © Jón Steinar 2018.

 

Fjordvik á strandstað við Helguvíkurhöfn. © Jón Steinar 2018.

 

Fjordvik á strandstað við Helguvík. © Jón Steinar Sæmundsson 2018.

 

Flettingar í dag: 1670
Gestir í dag: 128
Flettingar í gær: 2775
Gestir í gær: 233
Samtals flettingar: 8828458
Samtals gestir: 1942578
Tölur uppfærðar: 15.11.2018 15:28:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is