Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Fréttir tengdar Húsavík

16.12.06.

Ég hef ekki verið duglegur að setja inn fréttir  á þessa síðu en hér koma nokkrar sem ég hef sent á mbl.is og sumar fengið birtingu og aðrar ekki.

14.12.06.

Jólasveinar á vappi í kringum Jóla-Skuld.

Í gær heimsóttu ríflega hundrað börn á leikskólaaldri jólasveinana í Dimmuborgum í boði Stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslu.Komu börnin af leikskólum á félagssvæði stéttarfélaganna eða allt frá Kópaskeri til Stórutjarna. Almenn ánægja var með ferðina en jólasveinarnir virðast ekki hafa fengið nóg af börnunum því þeir Stekkjastaur og Þvörusleikir voru á vappi í kringum Jóla-Skuld, lítið kaffihús í miðbæ Húsavíkur nú undir kvöld. Þangað dreif að börn og léku sveinarnir við þau úti við.Þeir renndu sér ýmist á reku, pappaspjaldi eða þvottabala niður brekkuna með börnunu sem höfðu mjög gaman að.
 
Jóla-Skuld.

 

06.05.2006.

Hér að neðan eru ýmsar myndir sem ég hef tekið á Húsavík á undanförnum vikum og fréttamolar tengdar þeim.

Leikfélag Húsavíkur hefur sýnt leikritið Tveir Tvöfaldir í gamla Samkomuhúsinu við góða aðsókn og hafa viðbrögð sýningargesta verið góð.

 

Hjálmar Bogi Hafliðason.

5. flokkur Völsungsstúlkna stillti sér upp til myndatöku með Helenu Ólafsdóttur og Áslaugu Guðmundsdóttur þjálfara sínum eftir æfingu en Helena sem er fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og núverandi þjálfari kvennaliðs KR dvaldi nokkra daga á Húsavík og þjálfaði kvennalið Völsungs.

Frímann Sveinsson.

Frímann Sveinsson er ekki við eina fjölina felldur þegar kemur að listum og menningu en hann var með myndlistarsýningu í Safnahúsinu þar sem hann sýndi sextíu vatnslitamyndir sem hann hefur málað á þessu ári. Hann tók einnig gítarinn alla sýningardagana og spilaði og söng með Esther Arnardóttur fyrir sýningargesti .

Ragnar Hermannssson.

Haldin var mikil alþýðulistasýning í tilefni 95 ára afmælis Verkalýðsfélags Húsavíkur í Safnahúsinu dagana 29 apríl - 1 maí og alls sýndu á fjórða tug listamanna verk sín sem voru vel á annað hundrað talsnis. Meðal þeirra var Ragnar Hermannsson sem hér stendur við líkön af tveim bátum sínum, þeim Bjarma tv. og Ör.

Trésmiðjan Val ehf. hóf framkvæmdir við lóð sína á Túngötunni þar sem áður stóð íbúðarhúsið Braut en það var rifið fyrir nokkrum árum.

Húsavíkurmótið í handbolta fór fram að venju í vor og þar öttu kappi stúlkur og drengir í yngri flokkum og á myndinni sést Völsungstúlkan Guðrún Þóra Hallgrímsdóttir kljást við Víkingsstúlkur.

Ómar Vagnsson seldi Gámaþjónustu Reykjavíkur fyrirtæki sitt, Gámaþjónustu Ómars Vagnssonar ehf.

Stapi , sem stóð við Höfðaveg 15, var rifinn og hyggjast þau Þórunn Harðardóttir og Jón Gunnar Stefánsson reisa nýtt hús á lóðinni. Jói Einars var ekki lengi að rífa Stapa og á myndinni sjást þau Jói og Þórunn virða fyrir sér það sem eitt sinn var hús.

 

08.04.2006

Þá er Idol stjörnuleitinni lokið og óhætt að segja að frammistaða Ínu Valgerðar er frábær. Til hamingju Ína.

Á úrslitakvöldinu var svaka Idol partý á hótelinu hér á Húsavík og tók ég nokkrar myndir.

Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399629
Samtals gestir: 2008173
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 12:41:15
 


clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is