Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Bátur vikunnar

19.11.2007

Halldór Jónsson SH 217 er bátur vikunnar.

Halldór Jónsson SH 217 er bátur vikunnar að þessu sinni. Báturinn var smíðaður 1961 á Akureyri fyrir Halldór Jónsson útgerðarmann í Ólafsvík. Hann var upphaflega mældur 96 brl. að stærð og var með 400 hestafla M.W.M aðalvél. 1966 var báturinn skráður í eigu Stakkholts hf. Halldór Jónsson SH var endurmældur árið 1974 og mældist þá 92 brl. að stærð og þá var einnig skipt um aðalvél. 565 hestafla Caterpillar leysti þá upphaflegu af hólmi. Heimild Íslensk skip.
Ég hef nú ekki fleiri upplýsingar um bátinn, hann ílentist í Hafnarfjarðarhöfn í langan tíma og ekki veit ég hvað varð um hann.


540.Halldór Jónsson SH 217. © Hafþór.12.11.2007

Bátur vikunnar er Níels Jónsson EA 106.

Bátur vikunnar að þessu sinni er Níels Jónsson EA 106 sem smíðaður var á Akureyri 1974 og hét upphaflega Arnarnes ÍS 133. Í upphafi var eigandi bátsins, frá 10 febrúar 1974,er skráður  Arnarnes hf. á Ísafirði. Báturinn var seldur 23 nóvember sama ár þeim Gunnari Níelssyni,Halldóri Gunnarssyni og Níelsi Gunnarssyni á Hauganesi og nefndu þeir bátinn Níels Jónsson EA 106. Í september 1984 er skráður eigandi Níels Jónsson sf. á Hauganesi og er það fyrirtæki enn í dag eigandi bátsins. Fyrirtækið er reyndar orðið að einkahlutafélagi í dag . Níels Jónsson EA er 29 brl. að stærð og var í upphafi með 300 hestafla Volvo Penta aðalvél. Í upphafi árs 1999 var skipt um aðalvél í bátnum, 380 hestafla Volvo Penta leysti þá fyrri af hólmi.


1357.Níels Jónsson EA 106 ex Arnarnes ÍS 133. © Hafþór.
Það segir á heimasíðu bátsins, www.niels.is, að hann sé smíðaður 1973 en í skipaskrá á skip.is er hann sagður smíðaður 1974 eins og segir í textanum hér að ofan. Níelsi Jónssyni EA 106 hefur ávallt verið vel við haldið og síðan 1989 hefur áhöfn hans siglt með ferðamenn á sumrin, bæði í hvalaskoðun og sjóstangveiði.6.11.2007

Þengill ÞH 114 er bátur vikunnar.

Bátur vikunnar að þessu sinni er Þengill ÞH 114 sem smíðaður var á Akureyri árið 1970. Þengill, sem var 12 brl. hét upphaflega Kópur ÞH 114 og var í eigu Gests Halldórssonar á Húsavík. Árið 1971 kaupa Hörður Arnórsson og bræðurnir Guðjón og Kristján Björnssynir bátinn og nefna Þengil. Þeir gera bátinn út til ársins 1977 en þá hafa þeir bátaskipti við Skúla Magnússon í Grindavík og Þengill fær nafnið Pétursey GK 184. Skiptin fara fram í maí 1977 en  þann 15. september sama ár strandaði báturinn við Grindavík. Báturinn eyðilagðist en maður sem var einn um borð bjargaðist með hjálp björgunarsveitarinnar Þorbjörns.  Uppl. Íslensk skip.

                                   1099.Þengill ÞH 114 ex Kópur ÞH 114.

Þessi mynd af Þengli er úr myndasafni Sigurgeirs Harðarsonar á Húsavík. Hún er tekin 1972 en þá var Sigurgeir skipverji á Kristbjörgu ÞH 44. Hver ljósmyndarinn er er ekki alveg á hreinu því myndavél Sigurgeirs var í brúnni og ýmsir aðrir en Sigurgeir myndaði á hana. Hann heldur þó að bræðurnir Hreiðar og Sigurður V. Olgeirssynir hafi ásamt honum oftast mundað myndavélina sem var af Kodakgerð. Ég mun á næstunni birta fleiri myndir úr safni Sigurgeirs, m.a. þegar hann var á Héðni ÞH 57 og Gísla Árna RE 375. Það var sama sagan um borð í þeim, myndavélin hékk þá í skorsteinshúsinu og menn gripu hana og smelltu af.30.10.2007

Bátur vikunnar var smíðaður í Harstad.

Bátur vikunnar var smíðaður í Harstad í Noregi 1964 fyrir Búðaklett hf. í Reykjavík og hét Arnar alla tíð. Búðaklettur hf. seldi Arnar, sem var með einkennisstafina RE 21, í ársbyrjun 1969 til Skagstrendings hf. á Skagaströnd. Við það varð hann Arnar HU 1 og var hann í eigu skagstrendinga til ársins 1974 að Auðbjörg hf. í Þorlákshöfn kaupir bátinn. Þar varð hann Arnar ÁR 55 og hélt því nafni og einkennisstöfum allt til ársins 1988 að hann var afskráður. Báturinn fór til Svíþjóðar og var úreldingarrétturinn notaður fyrir nýjan Blika EA 12 sem smíðaður var hjá Lunde Varv & Verkstads AB í Ramvik. Áður höfðu Bliki hf. og Auðbjörg hf. haft bátaskipti. Auðbjörg fékk Blika EA 12 (162) í stað Arnars ÁR 55 og fékk hann Arnarsnafnið.


234.Arnar ÁR 55 ex Arnar HU 1. © Pétur Helgi Pétursson.

Pétur Helgi Pétursson frændi minn tók þessa mynd á Breiðafirði 1985 er hann var skipverji á Geira Péturs ÞH 344.
Pétur Helgi gaf mér leyfi til að birta myndina og ekki er ólíklegt að þær verði fleiri myndirnar, því maðurinn þykir afbragðs ljósmyndari, og á eitthvað í pokahorninu sem mönnum gæti þótt gaman af að sjá hér á síðunni.


Hvað voru margir bátar smíðaðir fyrir íslendinga í Harstad og hverjir voru þeir ?


22.10.2007

Bátur vikunnar er að grotna niður á vegum ríkisins.

Bátur vikunnar að þessu sinni var smíðaður hjá Gunnari Jónssyni á Akureyri 1929 og hét upphaflega Kári Sölmundarson EA 454. Báturinn var skráður 12 brl. að stærð og í eigu Jóns Halldórssonar á Ólafsfirði frá 22. nóv. 1930. Seldur 1941 Njáli Stefánssyni og Jörundi Jóhannssyni í Hrísey, báturinn hét Jörundur Jónsson EA 454. Upphaflega var í honum 38 hestafla Tuxham aðalvél en 1943 var sett í hann 60 hestafla Kahlenberg aðalvél. 1947 er báturinn seldur á Hofsós, kaupandi er Sigurbergur S. Jóhannsson og nefnir hann bátinn Kára SK 61. 1953 er báturinn aftur seldur á Eyjafjarðarsvæðið, nú til Akureyrar. Kaupendur eru þeir Jóhannes Magnússon og Þorsteinn Símonarson sem halda Káranafninu á bátnum en einkennisstafirnir voru EA 44. 1955 er Þorsteinn Símonarson skráður einn eigandi bátsins og sama ár er sett í hann ný aðalvél, nú 75 hestafla GM dieselvél. Kári EA er seldur til Hafnarfjarðar 1959, kaupandinn er Haraldur Kristjánsson, ekki er séð að um nafnabreytinguhafi verið að ræða en báturinn var stuttan tíma í eigu Haraldar. Þórður J. Jónsson og Helgi Guðmundsson Kvígindisfelli í Tálknafirði kaupa bátinn 1960 og nefna hann Höfrung BA 60. Þórður J. Jónsson Suðureyri í Tálknafirði er einn skráður eigandi bátsins frá árinu 1962 allt til ársins 1988 að hann er tekinn af skrá og afhentur Þjóðminjasafninu til varðveislu.  Heimild Íslensk skip.

Nú spyr ég mér fróðari menn hvort þetta sé rétt því ég hef  haldið í gegnum tíðina að Höfrungur BA 60 hafi verið með heimahöfn og gerður út frá Bíldudal.


598.Höfrungur BA 60 ex Kári EA 44. ©Hafþór.

Á fréttavefnum www.bildudalur.is má sjá frétt síðan 25. febrúar sl. um bátinn þar sem segir að bíldælingar vilji koma bátnum heim og koma honum í haffært ástand að nýju. 
http://www.bildudalur.is/?c=webpage&id=2&lid=2&option=links


Þarna lá Höfrungur BA 60 lengi vel.
18.10.2007

Skip vikunnar var frá Sandgerði.

Ólafur Jónsson GK 404 er skip vikunnar að þessu sinni. Ólafur Jónsson var smíðaður í Póllandi árið 1977 fyrir Miðnes hf. í Sandgerði og Keflavík hf. í Keflavík. Skipið var ú upphafi 488 brl. að stærð með 2200 hestafla Sulzer aðalvél. Hann var lengdur 1990 í Póllandi og útbúinn sem frystitogari.  Eftir það mældist hann 719 brl. að stærð. Togarinn var seldur  til Rússlands árið 1998. Þá hafði Miðnes hf. verið sameinað Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi hf. Kaupendur voru Fiskafurðir útgerð hf., dótturfyrirtæki Fiskafurða og sænska fyrirtækisins Scandsea og var togaranum gefið nafnið Viking. 


1471.Ólafur Jónsson GK 404. ©Hafþór.

Hafliði Óskarsson á Húsavík, sem var skipverji á Ólafi Jónssyni GK, sagði mér að Kristinn Jónsson hefði verið skipstjóri öll þau ár sem skipið var gert út frá Sandgerði.

1471.Ólafur Jónsson GK 404 ©Hafþór.12.10.2007

Bátur vikunnar sökk þennan dag fyrir 18 árum.

Bátur vikunnar sökk þennan dag fyrir 18 árum úti fyrir suðausturlandi eftir að hafa fengið slagsíðu þar sem báturinn var við síldveiðar. Báturinn sem hér um ræðir er Arnþór EA 16 frá Árskógssandi við Eyjafjörð. Arnþór var smíðaður í Austur-Þýskalandi 1962 fyrir Skarðsvík hf. á Helllisandi. Báturinn hét Skarðsvík SH 205 og var 155 brl. að stærð með 495 hestafla Lister aðalvél. Skarðsvíkin var lengd í Noregi 1966 og mældizt þá 176 brl. að stærð. 1971 var sett í það 600 hestafla Lister aðalvél og 1975 var báturinn nefndur Skarðsvík II SH 305. Ledd hf. í Vestmannaeyjum kaupir bátinn 1976 og nefnir hann Kópavík VE 404, hann er endurmældur þetta ár og mælist þá 152 brl. að stærð. 1978 fær báturinn nafnið Valdimar Sveinsson VE 22 þegar þeir Sveinn Valdimarsson, Guðmundur Valdimarsson og Steindór Árnason kaupa bátinn. Báturinn er enn endurmældur árið 1982 og mælist þá 155 brl.að stærð, eins og í upphafi. Árið 1985 er Valdimar Sveinsson VE 22 seldur útgerðarfélaginu G.Ben sf. á Árskógssandi og fær hann nafnið Arnþór EA 16. Arnþór EA 16 sökk austur af Stokksnesi þann 12 október 1989, áhöfnin fór í gúmíbjörgunarbát og var síðan bjargað um borð í Sigurfara ÓF 30.                                                                                         Heimild Íslensk skip.


189.Arnþór EA 16 ex Valdimar Sveinsson VE 22.

Eftirfarandi frétt birtist í Morgunblaðinu þegar Arnþór sökk.

Föstudaginn 13. október, 1989 

Arnþór EA 16 sökk austur af Hvalnesi.
Áhöfnin hafði yfirgefið skipið nokkrum klukkustundum áður

Síldarbáturinn Arnþór frá Árskógsströnd sökk 4,5 mílur austur af Hvalnesi um klukkan 13.00 í gær. Áhöfnin var þá komin um borð í annan síldarbát, Sigurfara frá Ólafsfirði, og var hún ekki í hættu. Arnþór fékk á sig mikla slagsíðu um klukkan eitt í fyrrinótt er verið var að dæla síld um borð úr nótinni. Við tilraun til að keyra bátinn upp, lenti nótin í skrúfunni og aðalvélin stöðvaðist. Sigurfari kom til aðstoðar, en vegna mikillar hviku reyndist ekki unnt fyrir hann að leggjast upp að Arnþóri til að dæla úr bátnum með síldardælunni. Var því brugðið á það ráð að taka Arnþór í tog í birtingu og ætlunin var að draga hann upp að landi, jafnvel inn á Berufjörð, þar sem auðveldara yrði að athafna sig. Það tókst ekki og sökk Arnþór eins og fyrr segir upp úr hádeginu í gær.

Sigurfari kom með áhöfnina af Arnþóri til Reyðarfjarðar í gærkvöldi. Skipverjar af báðum bátunum vildu sem minnst tjá sig um atburðinn fyrr en að loknum sjóprófum, en þau hafa ekki verið haldin enn. Talið er að óhappið hafi vilja til með þeim hætti að skilrúm í lest hafi gefið sig, þegar verið var að dæla síldinni um borð. Við það hafi slagsíðan svo komið á skipið stjórnborðsmegin og nótin þyngt það að auki. Því brugðu skipverjar á það ráð að skera pokann frá til að auðveldara yrði að keyra skipið upp. Nótin lenti þá ú skrúfunni og aðalvélin drap á sér. Vegna mikillar hviku ákvað áhöfnin á Arnþóri þá að yfirgefa skipið og fórum borð í Sigurfara. Ekki var talið á það hættandi að Sigurfari legðist að Anrþóri til að dæla úr honum og reyna að halda honum uppi. Það hefði getað valdið miklum skemmdum á Sigurfara og stefnt bæði skipverjum og skipinu í verulega hættu. Vír var settur á milli skipanna og stefnan sett á land. Drátturinn sóttist seint enda lá Arnþór nær alveg á stjórnborðssíðunni. Ljósavélin í honum gekk lengi vel og báturinn lensaði því, en um hádegið var hallinn orðinn það mikill að drapst á ljósavélinni og þá hættu lensidæl urnar að virka. Við það jókst sjórinn mjög hratt og skipið seig ört að framan unz það stóð á endann og sökk snögglega um eitt leytið.

Björgunarbátnum og ýmsu öðru lauslegu skaut upp skömmu síðar. Skipverjar á Varðskipinu Ægi fóru á gúmmíbátum á staðinn þar, sem báturinn sökk og tíndu saman dótið og settu það um borð í Sigurfara. Þá fór kafari af varðskipinu niður að nótinni af Arnþóri, sem náði uppá 10 metra dýpi, til að skera af henni korkateininn. Það var gert til að koma í veg fyrir að nótin færi í skrúfu annarra skipa, sem ættu leið þarna um. Nákvæm staðsetning á flakinu er 64 gráður, 24 mínútur og 72 sekúndur norðlægrar breiddar og 14 gráður, 22 mínútur og 03 sekúndur vestlægrar lengdar.

Varðskipið Ægir var á Bakkaflóa, þegar því baðst beiðni um aðstoð um klukkan fjögur í fyrrinótt. Það var komið á staðinn um klukkan 11.30 um morguninn, en þá var orðið ljóst að Arnþóri yrði varla bjargað. Skipherra á Ægi var Höskuldur Skarphéðinsson.

Þarna segir að Arnþór hafi sokkið austur af Hvalnesi en í bókinni Íslensk skip segir að það hafi verið austur af Stokksnesi.

Ef ég man rétt voru tveir húsvíkingar í áhöfn Arnþórs þegar hann sökk, þeir Eyþór Viðarsson og Heiðar Dagbjartsson.5.10.2007

Bátur vikunnar var upphaflega síldarbátur.

Bátur vikunnar var síldarskip í upphafi, smíðaður í Noregi 1964 fyrir Reykjaborgu hf. í Reykjaborg. Skipið nefndist Reykjaborg RE 25 og mældist 336 brúttórúmlestir að stærð. Aðalvélarnar voru tvær 600 hestafla Lister díeselvélar. Skipinu var breytt 1967, endurmælt og mældist þá 373 brl. 1973 var Reykjaborgin lengd í Noregiog eftir það mælist hún 304 brl. að stærð. 1974 kaupir Hvalfell hf. í Reykjavík og Halldór Lárusson í Keflavík skipið. 1976 er það selt til Siglufjarðar, kaupandinn er Þormóður rammi hf. og skipið fær nafnið Stapavík SI 4. Það var endurmælt 1978, mældist þá 312 brl. og 1979 er skipt um aðalvélar. Tvær nýjar 600 hestafla Lister díeselvélar koma í stað þeirra upphaflegu. 1980 kaupa þeir Benóný Þórhallson og Reynir Jóhannsson í Grindavík Stapavíkina og nefna Víkurberg GK 1.
                                                                                                       Heimild Íslensk skip.
 Tangi hf. á Vopnafirði og Jökull hf.á Raufarhöfn (dótturfélög þeirra) kaupa Víkurbergið árið 1998 með kvóta og skipta veiðiheimildum þess á milli sín. Víkubergið sjálft kom í hlut Tanga. Þá var skipið 397 brl. að stærð en það hafði verið lengt aftur 1996 og þá um 8 metra auk þess sem sett var á það pera. Árið 1999 kaupir Vísir hf. í Grindavík (Búlandstindur á Djúpavogi) skipið og nefnir Sunnutind SU 59. Á fertugasta afmælisári skipsins, 2004, er það svo selt til Danmerkur í niðurrif. 
                                                           Heimild Morgunblaðið og Vísir hf.979.Reykjaborg RE 25.


979.Víkurberg GK ex Stapavíks SI 4.

Það er augljóst að þetta skip gekk í gegnum margar breytingar sem ekki koma fram í textanum að ofan. Vita menn eitthvað meira um þær ? td. brúarskiptin ?27.9.2007

Bátur vikunnar var smíðaður á Akureyri.

Bátur vikunnar er Aldey ÞH 110 frá Húsavík.  Báturinn var smíðaður árið 1972 á Akureyri fyrir Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. og Erling Pétursson í Vestmannaeyjum. Hann hét upphaflega Surtsey VE 2. Í upphafi mældist hann 105 brl. að stærð og var með MWM 765 hestafla aðalvél. 1980 var skipið yfirbyggt og mældist þá 101 brl. að stærð.  Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. kaupir Surtsey VE árið 1982 og nefnir það Stokksey ÁR 50. Haustið 1992 kaupir svo Höfði hf. á Húsavík bátinn sem fær nafnið Aldey ÞH 110 og var hann gerður út til rækjuveiða undir skipstjórn Hinriks Þórarinssonar. Höfði hf. sameinast svo Íshafi hf. 1995 og ári síðar var Aldey seld úr landi. Sennilega notuð til úreldingar upp í nýjan rækjufrystitogara, Júlíus Havsteen ÞH 1, sem fyrirtækið keypti frá Grænlandi. 
                                                  Uppl. Íslensk skip og Saga Húsavíkur.


1245.Aldey ÞH 110 ex Stokksey ÁR 50.


Hinrik Þórarinsson tv. og Ólafur Á. Sigurðsson.

Hinrik var fæddur á Húsavík þann 16 júní 1939, hann lést 24 mars 2001. 19.9.2007

Bátur vikunnar var smíðaður á Ísafirði.

Bátur vikunnar var smíðaður á Ísafirði árið 1943. Hann hét Hrönn II SH 36 og var 15 brl. að stærð. Eigendur voru Guðmundur Jensson og Jóhann Kristjánsson í Ólafsvík. Áttu þeir bátinn til ársins 1948 en þá selja þeir hann norður til Flateyjar á Skjálfanda. Eigendur þar voru Arnþór og Emil Guðmundssynir og báturinn varð Hrönn II TH 36. Upphaflega var í bátnum 77 hestafla caterpillar aðalvél en 1950 var sett í hann 70 hestafla Hundested aðalvél. Báturinn var seldur 1955 þeim Sigurði Sigurðssyni, Eysteini Gunnarssyni og Arngrími Gíslasyni á Húsavík. Báturinn varð síðan ÞH 36 þegar TH var aflagt. Þeir gera bátinn út í tíu ár eða til ársins 1965 er þeir selja hann til Ólafsvíkur þar sem hann fær einkennisnúmerið SH 236. Þarna var báturinn kominn aftur í sína upphaflegu heimahöfn. Kaupendur voru Steindór Arason og Guðmundur Geirsson. Báturinn sökk í róðri á Breiðafirði þann 28 nóvember 1966. Áhöfnin, 2 menn, bjargaðist í gúmíbjörgunarbát og þaðan um borð í Farsæl SH 30.  Heimild Íslensk Skip.


587.Hrönn II ÞH 36 ex Hrönn II TH 36.

Þess má geta að Sigurður Sigurðsson sem um er getið hér að ofan varð síðan farsæll skipstjóri á nótaskipum, m.a. Dagfara ÞH 70, Gísla Árna RE 375 og Erni KE 13.13.9.2007

Bátur vikunnar var gerður út fyrir vestan.

Bátur vikunnar var gerður út fyrir vestan þann tíma sem hann var á íslenskri skipaskrá. Báturinn, sem er 107 tonna yfirbyggður stálbátur, var smíðaður í Noregi 1988.  Hann er 22 metra langur og 7 metra breiður og búinn til línuveiða með Mustad beitingavél um borð. Hann var keyptur til Flateyrar frá Klakksvík í Færeyjum sumarið 1991. Í Færeyjum hét báturinn Glóðanes en fékk nafnið Jónína ÍS 930 þegar Brimnes hf. keypti hann. Jónína ÍS 930 var nokkrum árum síðar seld til Noregs.


2142.Jónína ÍS 930 ex Glóðanes.9.9.2007

Bátur vikunnar...........sem leið.

Bátur vikunnar sem leið var smíðaður í Noregi 1978. Hann var keyptur til landsins fjórum árum seinna og hét þá Rolant II. Hér á landi fékk hann nafnið Jón Bjarnason SF 3 og eigandinn var Svalan h/f á Hornafirði. 1984 kaupir Glettingur h/f í Þorlákshöfn bátinn og nefnir hann Dalaröst ÁR 63. Flóki ehf. á Húsavík kaupir svo Dalaröstina af Glettingi að mig minnir haustið 1999. Hann heldur nafninu en fær einkennisstafina ÞH og númerið 40. Upphaflega var 440 hestafla Kelvin aðalvél í bátnum en 1985 var skipt um vél. Sett var í hann 700 hestafla Mitsubishi aðalvél, Dalaröstin hefur aðallega verið gerð út á dragnót en einnig netaveiðar hluta vertíðar.


1639.Dalaröst ÞH 40 ex Dalaröst ÁR 63.26.8.2007

Bátur vikunnar hét eitt sinn Ásgeir ÞH 198.

Bátur vikunnar hét eitt sinn Ásgeir ÞH 198 og var gerður út frá Húsavík. Upphaflega hét báturinn Bliki EA 12 og var í eigu Blika hf. á Dalvík sem lét smíða hann á Akureyri. Bliki, sem var 20 brl. að stærð var smíðaður 1971 og var í eigu dalvíkingana til ársin 1975 er þeir selja hann til Ólafsvíkur. Þar fær hann nafnið Jói á Nesi SH 159 og eigendur eru Pétur F. Karlsson, Magnús Guðmundsson og Kim Mortensen. Til húsavíkur kemur báturinn 1978 og fær þá Ásgeirsnafnið, eigendur eru Magnús Andrésson og Þórður Ásgeirsson. Upphaflega var í honum 230 hestafla Scania aðalvél en árið 1982 setja þeir Doddi og Maggi í hann 328 hestafla Volvo Penta aðalvél. Þeir selja síðan bátinn til Ómars Valgeirs Karlssonar á Hvammstanga árið 1984 og fær hann nafnið Haförn HU 4. Haförn er seldur 1988 Einari Ásgeirssyni á Breiðdalsvík og verður Haförn SU 4.  Heimild Íslensk skip.


                                                               1186.Ásgeir ÞH 198 ex Jói á Nesi SH 159.

Eins og fram kemur að ofan er báturinn á Breiðdalsvík 1988, ég man nú ekki hvernig útgerðarsaga hans var eftir það en minnir að hann hafi verið í Hafnarfirði og síðan aftur á Hvammstanga. Þaðan var hann svo er keyptur aftur til sinnar upphaflegu heimahafnar, Dalvíkur, árið 2000 . Þar fékk hann nafnið Muggur EA 26 og hefur undanfarin ár legið í Dalvíkurhöfn. Þar var búið að rífa m.a. af honum stýrishúsið og einhver laumaði því að mér að til stæði að gera úr honum seglskip. Hann liggur nú í höfninni á Akureyri.
20.8.2007

Bátur vikunnar er Náttfari ÞH 60.

Bátur vikunnar er Náttfari ÞH 60 sem smíðaður var 1962 í Noregi fyrir Barðann h/f á Húsavík. Hann var með 660 hestafla Lister aðalvél og mældist 169 brl. að stærð. Báturinn var lengdur árið 1966 og mældist þá 208 brl. að stærð. 7. desember 1966 var nafni og númeri bátsins breytt, hét þá Þorri ÞH 10, sömu eigendur og áður. Skipið var endurmælt 1970 og mældist þá 170 brl. að stærð. 10. febrúar 1975 var Þorri seldur Pólarsíld h/f á Fáskrúðsfirði, hét áfram Þorri en var nú SU 402. Þorri SU 402 sökk austan við Ingólfshöfða þann 18. október 1979. Áhöfnin, 10 menn bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát og síðan um borð í Gunnar SU 139 frá Reyðarfirði. Heimild Íslensk skip. 


156.Náttfari ÞH 60.

Í sögu Húsavíkur, IV bindi kemur fram að Þorri ÞH 10 hafi verið seldur vestur á Patreksfjörð og þaðan til Pólarsíldar h/f á Fáskrúðsfirði.

Náttfari ÞH 60 var fyrsti stálbátur þeirra bræðra Stefáns og Þórs Péturssona sem áttu Barðann h/f.

Hvar í Noregi var Náttfari smíðaður ? 
Hver eru systurskip hans ?
6.8.2007

Bátur vikunnar var síðast gerður út frá Þórshöfn.

Bátur vikunnar var síðast gerður út frá Þórshöfn og hét þá Geir ÞH 150. Hann var smíðaður í Danmörku 1953 fyrir Jón Þórarinsson í Reykjavík. Báturinn hét Þórarinn RE 42. 1956 kaupir Halldór Jónsson í Ólafsvík bátinn og nefnir Glað SH 67. Glaður er seldur samnefndu fyrirtæki í Keflavík 1965, hann heldur nafninu en fær einkennisstafina KE 67. 1968 er báturinn seldur til Húsavíkur, kaupandinn var Norðurborg h/f sem nefndi hann Glað ÞH 150 og átti hann til ársins 1973. Þá var hann seldur Jóhanni Jónassyi á Þórshöfn sem nefndi bátinn Geir ÞH 150. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá árið 1983.  Heimild Íslensk skip.


459.Geir ÞH 150 ex Glaður ÞH 150.31.7.2007

Bátur vikunnar var í tunnuflutningum árið 1981.

Hér er mynd úr safni Hreiðars Olgeirssonar frá árinu 1981 og sýnir hún bát vikunnar. Um er að ræða vélbátinn Þrym BA 7 sem er þarna er að koma til Húsavíkur þegar hann var í tunnuflutningum fyrir Guðmund G. Haldórsson hrognakaupmann.
Þrymur BA 7 var smíðaður 1966 í Garðarbæfyrir Hraðfrystihús Patreksfjarðar h/f og var alla tíð í eigu fyrirtækisins. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 1986. Heimild Íslensk Skip.


999.Þrymur BA 7.24.7.2007

Bátur vikunnar hét eitt sinn Sæborg.

Bátur vikunnar var smíðaður árið 1919 í reykjavík og hét upphaflega Sæfari GK 491 í eigu Elíasar Þorsteinssonar í Keflavík. 1936 var eigandi skráður Guðný Guðmundsdóttir Keflavík en 1943 er hann seldur. kaupendur voru Ágúst Pálsson, Guðmundur Ágústsson, Lárus Elíasson, Sigurður Steindórsson og Gunnar Jónatansson Stykkishólmi og Jón Halldórsson Reykjavík. Báturinn hét Sæborg SH 7. Upphaflega var báturinn mældur 14 brl. en 1945 var hann lengdur og mældist þá 17 brl. að stærð. Ólafur Aðalsteinsson á Húsavík kaupir bátinn 1949, hann heitir áfram Sæborg en fær einkennisstafina TH 55. 1959 eða 1960 breytast þeir í ÞH 55. Sæborg ÞH var talinn ónýt og tekin af skrá 1969.
Upphaflega vélin í bátnum var 30 hestafla Alpha en 1929 var sett í hann 40 hestafla Skandia vél.1946 var sett í hann 75 hestafla Bolinder vél og loks 1961 var sett í hann 134 hestafla Scania díeselvél. Heimild Íslensk skip eftir Jón Björnsson.

                                                                  823.Sæborg ÞH 55 ex Sæborg TH 55.

Í Sögu Húsavíkur segir að 1949 hafi þeir bræður Ólafur og Karl Aðalsteinssynir keypt í félagi við þriðja bróðirinn Hermann á Hóli og Baldur Árnason frá Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi sautján tonna bát frá Stykkishólmi. Þetta varð Sæborg TH 55, síðar ÞH 55 og var með 75 hestafla Bolinder vél. Árið 1961 skiptu þeir um vél í bátnum og settu í hann 134 hestafla Scania Vabis vél. Ólafur keypti fljótlega hlut Baldurs  og Hermann seldi bræðrum sínum sinn hlut nokkru síðar og áttu þá Karl og Ólafur sinn helminginn hvor. Árið 1968 keyptu synir Karls, Óskar og Aðalsteinn hlut Ólafs og árið eftir tók Aðalsteinn við skipstjórn af föður sínum. Seinna sama ár var Sæborgin talin ónýt og ný Sæborg smíðuð á Akureyri og kom hún til Húsavíkur 1970.
                                                                                   Heimild Saga Húsavíkur IV bindi.

 18.7.2007

Bátur vikunnar hét upphaflega Sigrún ÞH.

Bátur vikunnar hét upphaflega Sigrún ÞH 169 og var einn af eikarbátunum sem skipasmíðastöðin Vör á Akureyri smíðaði fyrir grenvíkinga. Eigandi bátsins,sem smíðaður var 1976, var Sævar h/f en 1978 er báturinn skráður á Siglufirði. Þar hét hann Rögnvaldur SI 77, sami eigandi skráður og áður. 1980 er Rögnvaldur SI seldur til Reykjavíkur þar sem hann fær nafnið Reykjaborg RE 25 sem hann bar lengi. Haraldur og Júlíus Ágústssynir ásamt Reykjaborgu h/f voru skráðir eigendur bátsins en 1983 er Haraldur einn skráður eigandi.  Uppl. íslensk skip eftir Jón Björnsson.
Þegar ný Reykjaborg var smíðuð á Ísafirði, afhent 1998, var Reykjaborgin seld til Patreksfjarðar þar sem hún fékk nafnið Von BA 33. Síðan hét báturinn  Hrímnir ÁR 51, Harpa GK 40 og loks Björgvin ÍS 468 frá Þingeyri. En fyrir nokkru festi Stefán Guðmundsson hvalaskoðunarútgerðarmaður á Húsavík kaup á bátnum og kom hann til heimahafnar á Húsavík þann 07.07.07. Fékk hann nafnið Sylvía í höfðið á einni dóttur útgerðarmannsins.


1468.Sylvía ex Björgvin ÍS 468.

Hvað smíðaði Vör marga báta fyrir grenvíska útgerðarmenn ?28.6.2007

Bátur vikunnar var smíðaður í Skipavík árið 1972.

Bátur vikunnar var smíðaður í Skipavík árið 1972 fyrir Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. sem gerði bátinn út alla tíð. Hann hét Jósep Geir ÁR 36 og var 47 brl. að stærð með heimahöfn á Stokkseyri. Báturinn sökk að morgni 26. marz 1991 suðaustur af Þorlákshöfn. Áhöfninni, sjö mönnum, var  bjargað um borð í Fróða ÁR 33 .


1266.Jósep Geir ÁR 36.22.6.2007

Bátur vikunnar var eitt sinn síldarbátur.

Bátur vikunnar að þessu sinni var smíðaður fyrir Guðmund Jónsson í Garði árið 1965, í Noregi. Hann hét Jón Garðar GK 475 og mældist upphaflega 317 brl. að stærð. 1975 var báturinn seldur Hilamri Rósmundssyni og Theódóri Ólafssyni Vestmannaeyjum og nefndu þeir hann Sæbjörgu VE 56. Skipið var lengt og yfirbyggt 1978. Sæbjörgin strandaði austan við Stokksnes þann 17 des. 1984  og eyðilagðist. Áhöfnin, 14 manns, bjargaðist í land með hjálp björgunarsveitarinnar á Hornafirði.  Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson, 1. bindi.


989.Jón Garðar GK 475.

Hvar í Noregi var Jón Garðar smíðaður ?
Voru fleiri skip smíðuð eftir sömu teikningu fyrir íslendinga ?13.6.2007

Bátur vikunnar er smíðaður í Garðabæ

Bátur vikunnar er smíðaður í Garðabæ 1971 fyrir Fiskiðjuna Freyju hf.á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann hét upphaflega Trausti ÍS 300 og er 123 brl. að stærð. 1973 er Trausti seldur til Keflavíkur, kaupendur er Magnús Þórarinsson, Jónas Þórarinsson og Þórarinn Þórarinsson og nefna þeir bátinn Valþór KE 125. Hann er síðan seldur til Þormóðs Ramma hf. á Siglufirði 1978 þar sem hann fékk nafnið Sævík SI 3. 1979 kaupir Hraðfrystihús Breiðdælinga á Breiðdalsvík bátinn og nefna hann Andey SU 150. 1983 er hann svo enn seldur, að þessu sinni til Stykkishólms, hann heldur nafninu en fær einkennistafina SH og númerið 242. Báturinn er í Stykkishólmi 1988 þegar Íslensk skip eru gefin út en þaðan eru þessar heimildir. Frá Stykkishólmi er báturinn seldur til Patreksfjarðar og enn heldur hann nafninu en fær BA 123. Eftir það heitir hann Skúmur GK 111, Óseyri GK,Bervík SH, Klettsvík SH og loks 2003 heitir hann Baldur Árna ÞH 50 en þá er myndin af honum sem fylgir þessum texta tekin. Baldur Árna er svo seldur til Bolungarvíkur þar sem hann fær nafnið Páll á Bakka ÍS 505 og heitir hann það í dag.


1170.Baldur Árna ÞH 50 ex Klettsvík SH.

Hvað voru smíðaðir margir svona bátar í Stálvík ?

Hvar eru þeir í dag ?4.6.2007

Bátur vikunnar var seldur til Rússlands á dögunum.

Bátur vikunnar var seldur til Rússlands á dögunum. Hann hét upphaflega Héðinn Valdimarsson og var smíðaður fyrir Olíuverzlun Íslands í Noregi 1966. Hann er sem sagt ekki fiskibátur heldur 81 brl. olíuflutningabátur. Sjóferðir Arnars á Húsavík keyptu bátinn fyrir allnokkrum árum og fékk hann nafnið Héðinn. Héðinn hefur legið við festar í Húsavíkurhöfn þar til fyrir nokkru að hann var seldur til Rússlands. Báturinn fór frá Húsavík 1. maí og það síðasta sem ég vissi af honum var að nokkrum dögum síðar var hann dreginn til Vopnafjarðar vegna bilunar á gír.1010.Héðinn ex Héðinn Valdimarsson.

 28.5.2007

Bátur vikunnar er Stapavík SI 5.

Bátur vikunnar er skuttogari, Stapavík SI 5 sem var í eigu Þormóðs Ramma hf. Upphaflega hét skipið Dagný SI 70, þ.e.a.s. á íslenskri skipaskrá og var í eigu Togskips hf. á Siglufirði frá árinu 1970. Dagný var 385 brl. og smíðuð í Hollandi 1966. Í bókinni Íslensk skip eftir Jón Björnsson segir að 1980 hafi Dagný verið seld til Hafnarfjarðar. Kaupandinn var Ársæll hf. og fékk skipið nafnið Ársæll Sigurðsson HF 12. Það var selt 1983 Þorleifi Björnssyni í Hafnarfirði sem gaf því nafnið Þorleifur Jónsson HF 12. 1986 var skipið skráð á Siglufirði aftur, bar sama nafn en einkennisstafina SI 80. 1987 var skipinu gefið nafnið Stapavík SI 5 en sami eigandi og áður. Skipið er skráð á Siglufirði 1988.


1121.Stapavík SI 5 ex Þorleifur Jónsson SI 80.

Hver urðu örlög þessa skips ?20.5.2007

Bátur vikunnar er úr Grímsey.

Bátur vikunnar að þessu sinni er dragnóta- og netabátur úr Grímsey. Hann er 57,7 Bt að stærð, Hafborg EA 152 heitir hann og er í eigu samnefnds fyrirtækis á Akureyri. Hafborgin, sem upphaflega hét Stapavík AK 132, var smíðuð á Ísafirði 1998. Guðlaugur Óli Þorláksson skipstjóri og útgerðarmaður keypti hann árið 2005 og af því tilefni birtist eftirfarandi frétt á vef grímseyinga, www.grimsey.is :

"Stærri Hafborg EA til eyjarinnar
Guðlaugur Óli Þorláksson kom á nýrri og stærri Hafborg EA 152 til eyjarinnar 20. júní ásamt bróður sínum Sigurði Þorlákssyni sem á hlut í bátnum. Nýja Hafborgin tekur 48 tonn og því verður hægt að róa mun meira en á minni bátnum. Þess má geta að synir Guðlaugs Óla, þeir Birkir og Guðlaugur fóru með pabba sínum og frænda að sækja bátinn á Akranes og stóðu sig eins og hetjur í erfiðri sjóferð".


2323.Hafborg EA 152 ex Stapavík AK 132.

Guðlaugur Óli Þorláksson.15.5.2007

Bátur vikunnar hét upphaflega Reykjanes GK 50.

Bátur vikunnar hét upphaflega Reykjanes GK 50, smíðaður í Hafnarfirði 1954 fyrir Íshús Hafnarfjarðar hf., og var 56 brl. að stærð. Hann var seldur í Garðinn 1963 þar sem hann fékk nafnið Stafnes GK 274. Báturinn skipti svo all oft um eigendur á næstu áratugum en m.a. hét hann Stafnes KE 38, Stafnes EA 14, Hafliði ÁR 20, Sigmundur ÁR 20, Helgi Jónasson ÁR 20, Helguvík ÁR 20 og Narfi ÁR 20. Báturinn er í Þorlákshöfn 1988 eftir því sem kemur fram í Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Myndina hér að neðan tók ég í Þorlákshöfn 1982, Suðurlandið liggur þarna við bryggju og Sigmundur ÁR kemur að landi.


                                                                     784.Sigmundur ÁR 20 ex Hafliði ÁR 20.

Ég man að þessi bátur endaði fyrir vestan, á Þingeyri held ég og sökk ?
Ég hef ekki tíma í augnablikinu til að finna þessar upplýsingar en mig minnir að hann hafi heitið Litlanes !
Ef einhver viskubrunnur er með þetta endilega koma með það í áliti hér að neðan.
Hvað hét hann áður en hann var seldur vestur ?7.5.2007

Bátur vikunnar er smíðaður í Kína.

Bátur vikunnar er togbátur, smíðaður í Kína árið 2000. Björn RE 79 hét hann og eigandi var Dynjandi ehf. Björn var síðar seldur til Vestmannaeyja, kaupandi Bergur-Huginn ehf. Báturinn, sem er 326,6 BT að stærð, fékk nafnið Smáey VE 144.


2433.Smáey VE 144 ex Björn RE 79.


2433.Björn RE 79.1.5.2007

Bátur vikunnar er frambyggður...

Bátur vikunnar að þessu sinni var smíðaður á Ísafirði 1970, 29 brl. að stærð og hét upphaflega Símon Olsen ÍS 33. Eigandi Ernir hf. á Ísafirði. Báturinn var seldur 1974 norður á Blönduós, kaupendur Jón Gestur Sveinbjörnsson og Guðmundur Einarsson. Nefndu þeir bátinn Nökkva HU 15. 1987 var hann seldur aftur á Vestfirði, til Bíldudals þar sem hann fékk nafnið Konráð BA 155. Hann var síðan seldur aftur norður á Blönduós þar sem hann fékk nafnið Húni HU 62 sem hann og gerði þangað til hann var seldur suður,2002 eða 2003, og fékk Reginsnafnið og ýmist HF eða ÁR sem einkennisstafi.

                                                                              Reginn HF 228 ex Reginn ÁR 228.

Reginn HF komst í fréttir á dögunum þegar hann fékk 43 tonn í netin á einum sólahring og man Ingimundur Árnason útgm. Regins ekki önnnur eins aflabrögð. Hann sagði í viðtali við Fiskifréttir að hann teldi að það þyrfti að fara allt aftur til 1969 til að finna dæmi um samskonar afla.


1102.Húni HU 62 ex Konráð BA 155.
Eins og sést hefur bátnum verið breytt talsvert og í dag mælist hann 34,8 brl.
21.4.2007

Bátur vikunnar er Sómi..

Bátar vikunnar þessa vikuna er Sómabátur frá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði. Báturinn er sá stærsti sem þeir hafa afhent , a,m,k, til fiksveiða, til þessa og heitir Anna GK 540. Anna GK er í eigu Festi útgerð ehf. og hefur að mestu verið gerð út frá Djúpavogi. Anna GK var afhent vorið 2005 og fór Óskar hjá Bátasmiðju Guðmundar í sýningaferð á hafnir landsins við annan mann. Þeir komu við á Húsavík og þá tók ég þessar myndir.


2641.Anna GK 540.

Anna GK 540 er 14.9 bt. krókaaflamarksbátur.11.4.2007

Bátur vikunnar er smíðaður í Póllandi 1988.

Bátur vikunnar er smíðaður í Póllandi 1988, hét upphaflega Skálavík SH 208 og var gerð út frá Ólafsvík. Báturinn sem er í dag 113 bt. (86 brl.), hann var lengdur 1994, var seldur til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Sigurbára VE 249. Þaðan var hann seldur til Þorlákshafnar, eigandi Hafnarnes, og fékk nafnið Sæfari ÁR 117. Eigandi bátsins í dag er Sæmundur og synir ehf. og heitir báturinn Hafnarberg RE 404.


1855.Hafnarberg RE 404 ex Sæfari ÁR 117.

1855.Sæfari ÁR 117 ex Sigurbára VE 249.1.4.2007

Þorsteinn GK 15 er bátur vikunnar.

Bátur vikunnar að þessu sinni hefur heitið Þorsteinn alla tíð, eða allt frá því að hann var byggður árið 1946 fyrir Aðalstein Loftsson á Dalvík. Þorsteinn EA 15 var sænsk smíði, 50 brl. að stærð.  1956 var hann seldur Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða h/f í Grindavík og fékk einkennisstafina GK 15 en hélt sama nafni. 1960 kaupir Önundur Kristjánsson í Vestmannaeyjum bátinn ásamt Jóni Einarssyni á Raufarhöfn bátinn. 1973 er Önundur, þá á Raufarhöfn, einn skráður eigandi bátsins sem hefur alla tíð haldið Þorsteinsnafninu og einkennisstöfunum GK 15. Í dag er Önundur ehf. skráður eigandi bátsins.
926.Þorsteinn GK 15 kemur að landi á Raufarhöfn þann 31.03.2007.
Önundur Kristjánsson                               
Kristján Önundarson


 

Skrifað 1.4.2007 kl. 22:13 af HH27.3.2007

Bátur vikunnar fékk 30 tonn í netin í dag.

Bátur vikunnar að þessu sinni er Gunnar Hámundarson GK 357 úr Garðinum. Hann var smíðaður árið 1954 í Ytri Njarðvík og er enn í eigu sömu fjölskyldu en fyirtækið heitir í dag Gunnar Hámundarson ehf. Báturinn er 53 brl. að stærð og með 360 hestafla GM aðalvél.

500.Gunnar Hámundarson GK 357.

 

Gunnar Hámundarson GK  var í fréttum á vef Víkurfrétta í kvöld en þar sagði frá mokfiskeríi sem báturinn lenti í í dag. Svona er fréttin af www.vf.is :

Kjaftfylltu bátinn af vænum þorski við Garðskaga
Bræðurnir á Gunnari Hámundarsyni GK frá Garði hafa verið í þægilegu fiskeríi síðustu daga. Þeir hafa verið að koma með örfá tonn á land um miðjan dag og gert sjálfir að aflanum.

Dagurinn í dag varð hins vegar mjög frábrugðinn síðustu dögum því þegar netin voru dregin út af Garðskaga í dag reyndust vera um 30 tonn af vænum þorski í netunum. Það var því ekki komið í landi fyrr en á tíunda tímanum í kvöld og má búast við andvökunótt í aðgerðinni úti í Garði. Báturinn var kjaftfullur af fiski.

Einn af reyndustu skipsstjórum Suðuresja var á bryggjunni í Keflavík í kvöld þegar Gunnar Hámundarson GK kom að landi og sagði hann að ástandið í sjónum nú hafi ekki verið svona gott í ein 30-40 ár.

Gunnar Hámundarson GK er með um 100 tonna kvóta og því hefði veiðiferðin í dag þýtt að um 30% aflaheimilda hafi veiðst á einum degi. Kvótinn er hins vegar löngu búinn og því þarf að leigja kvóta fyrir ævintýri eins og í dag. Þegar ljóst var hvert stefndi í dag var tekið upp og ekki verður róið á morgun.

Skrifað 27.3.2007 kl. 23:15 af HH20.3.2007

Bátur vikunnar er nýr togbátur.

Bátur vikunnar er nýr togbátur sem kom til heimahafnar í Vestmannaeyjun á dögunum. Vestmannaey VE 444 heitir hann og er í eigu Bergs-Hugins hf. Myndirnar tók Guðmundur Alfreðsson útgerðarstjóri fyrirtækisins og kann ég honum bestu þakkir fyrir lánið.

                                              2444.Vestmannaey VE 444.  

Vestmannaey VE 444 er smíðuð í Póllandi og telst vera svokallað 3ja mílna skip, þ.e.a.s. skipið má veiða upp að þrem sjómílum frá landi .   Bergur-Huginn hf. á annað svona skip í smíðum, Bergey VE og svo er Gjögur hf. með einn svona, Vörð EA, í smíðum. 

Frétt frá komu skipsins á eyjavefnum eyjar.net :http://www.eyjar.net/?p=101&id=8936Skip Bergs-Hugins hf, Smáey VE og frystitogarinn Vestmannaey VE fóru til móts við nýju Vestmannaey VE og fylgdu henni síðasta spölinn til hafnar eftir siglinguna frá Póllandi.
Skrifað 20.3.2007 kl. 22:42 af HH13.3.2007

Bátur vikunnar er skuttogari og var í fréttum í dag.

Bátur vikunnar er skuttogari sem var í fréttum í dag. Þetta er Sóley Sigurjóns GK 200 í eigu Nesfisks í Garði.


                                                      1481.Sóley Sigurjóns GK 200 ex Eldeyjar Súla KE 20.

Sóley Sigurjóns GK strandaði á sandrifi þegar það mætti öðru skipi er það var að sigla inn í Sandgerðishöfn á sjöunda tímanum í morgun. Skipstjórinn brá skjótt við þegar hann sá Sigurfara GK 138, sem einnig er í eigu Nesfisks koma út úr höfninni, og bakkaði á fullu líkt og skipstjóri Sigurfara og með því forðuðu þeir árekstri skipanna. Við þetta fór togarinn af leið og tók niðri en giftusamlega tókst að losa hann af strandstað.
 Fréttir af strandinu náðu til athygli fréttavefsins dagur.net á Dalvík eins og hér segir:


Þriðjudagur 13. mars 2007 10:51
Togari strandar í Sandgerðishöfn.
Farsælt skip sem keypt var til Dalvíkur fyrir 30 árum.

Sagt hefur verið frá því í fréttum að snemma í morgun strandaði togarinn Sóley Sigurjónsdóttir GK í innsiglingunni við Sandgerðishöfn. Giftusamlega gekk að losa togarann af starndstað. Strandið í Sandgerðishöfn náði eyrum okkar hér á Degi sérstaklega fyrir það að þessi togari var eitt sinn gerður út frá Dalvík og hét þá Dalborg EA 317. Af þessu tilefni ætlum við að fara í smá sögulega upprifjun.


1481.Dalborg EA 317 ex Lucia Garrau.

 

Um þessar mundir eru liðin 30 ár frá því Dalborg EA 317 lagði af stað frá Italíu nánar tiltekið frá Caglíarí á Sardeiníu þaðan sem skipið var keypt. Á Ítaliu hét skipið Lucia Garrau og var byggt árið 1971  í Genua og þá sem rækjutogari. Skipið hafði verið á veiðum við strendur Senegals. Söltunarfélag Dalvíkur hf sem þá rak rækjuvinnsluna á Dalvík var kaupandi skipsins.

Frá Ítalíu fór skipið til Fridrikshavn í Danmörku þar sem vinnsluvélar fyrir rækju voru settar um borð og það endurbyggt að nokkru. Hingað til lands kom svo skipið í enda júní þetta ár (1977) fyrsti rækjutogari í eigu Íslendinga. Snorri Snorrason var skipstjóri á skipinu við rækjuveiðarnar en hann er viðurkenndur frumkvöðull á sviði úthafsveiða á rækju og Dalborg EA 317 allatíð verið samofin sögu hans og þessara veiða. Dalborg sem nú heitir sem sagt Sóley Sigurjónsdóttir GK hefur alla tíð verið hagkvæmt skip í rekstri og útgerð þess mjög farsæl til dæmis má geta þess að enn er sama aðalvélin í togaranum og var í upphafi, sem sagt 35 ára gömul 1000 hö Deutz vél.

www.dagur.net

Myndina hér að ofan tók ég á Akureyri eftir að togarinn fór í breytingar í Slippstöðinni þar sem ma. var skipt um brú á því. Held að þetta hafi verið 1987.
Síðar var Dalborgin seld Eldey hf. í Keflavík þar sem skipið fékk nafnið Eldeyjar Súla KE 20 og nokkrum árum seinna keypti Nesfiskur hf. skipið og hefur það farið í gegnum miklar breytingar eins og sjá má á myndunum.


                                                                    1481.Eldeyjar Súla KE 20 ex Dalborg EA 317.3.3.2007

Bátur vikunnar #8 2007 er færeyskur.

Bátur vikunnar að þessu sinni er færeyska nótaskipið Saksaberg frá Götu.


Saksaberg FD 125 ex Saksaberg FD 86.

Saksabergið er smíðað 1973 í Volda í Noregi. Skipið er nú í eigu Gulenni Sp/v en elsta nafn á skipinu sem kemur upp í skibslistanum færeyska er Kings Cross, síðar Research 1987 og loks Saksaberg 1996 þá TG 381, heimahöfn Vagur.


18.2.2007

Bátur vikunnar var seldur til Grænlands.

Bátur vikunnar var smíðaður fyrir Gísla Val Einarsson skipstjóra og útgerðarmann í Vestmannaeyjum 1988. Það var gert í Svíþjóð og mældist báturinn, sem hét Björg VE 5, 123 brl. og kom hann í stað eldri trébáts með sama nafni. Útgerð Bjargar VE var síðan sameinuð Vinnslustöðinni 2002 og Björgin seld til Breiðdalsvíkur í framhaldi af því. Björgin fékk einkennisstafina SU 3 og var gerð út á rækju en var síðar seld til Grænlands.

1935.Björg SU 3 ex Björg VE 5.


13.2.2007

Bátur vikunnar #6 2007 er skuttogari.

Bátur vikunnar er skuttogari, Oddeyrin hin fyrsta sem Samherjamenn gerðu út. Oddeyrin var smíðuð á Akureyri 1986 og var annað tveggja raðsmíðaskipa sem Slippstöðin smíðað á þessum tíma. Hitt var Nökkvi HU 15. Sigurður Ágústsson hf. í Stykkishólmi keypti Oddeyrina seinna og nefndi Hamra -Svan SH 201. Hamra-Svanur var síðan seldur til Færeyja þar sem hann er nú gerður út undir nafninu Kallsevni TN 330. Systurskipið Nökkvi HU var einnig seldur til Færeyja og heitir nú Grímur Kamban TN 320, hann er í eigu sama aðila og Kallsevni.

1757.Oddeyrin EA 210 á rækjuveiðum.

Í bókinni Íslensk Skip 1. bindi eftir Jón Björnsson er sagt að skipsnafnið Oddeyrin hafi verið til hér áður fyrr. Erlendur maður að nafni O. Housken hafi gert hana út hér við land á árunum 1885-1890.

Í færeysku skipaskránni www.skipalistin.fo er saga skipanna tveggja og vitnað í frétt af komu þeirra. Gaman er að lesa þetta og hér smá sýnishorn :

"Longdin av teimum nýggju skipunum liggur um 40 ávikavist 39 metrar meðan og breiddin liggur um góðar 8 metrar. Grímur Kamban hevur svínarygg og er tí umleið ein metur longri enn Kallsevni. Skipini eru bygd á Akureyri í 1986 ávikavist 1987 og eru skrásett til 502 ávikavist 472 bruttu tons".

 


6.2.2007

Bátur vikunnar #5 2007

Bátur vikunnar er einn af þeim síldarbátum sem smíðaðir voru fyrir íslendinga í Boizenburg A-Þýskaland. Þetta er 1035 Heimaey VE 1 sem upphaflega hét Náttfari ÞH 60 og var í eigu Útgerðarfélagsins Barðans hf. á Húsavík. Náttfari kom til landsins 1967. 1978 var hann skráður Náttfari RE 75 og Útgerðarfélagið Barðinn staðsett í Kópavogi. 1980 er Náttfari seldur Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, nú Ísfélagið, og fær nafnið Heimaey VE 1. Ef ég man rétt var um skipaskipti að ræða, Útgerðafélagið Barðinn hf. fékk Heimaey VE 1 (1213) upp í en sá bátur var smíðaður hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri.

1035.Heimaey VE 1 ex Náttfari RE 75.

Ég átti nú enga nýrri mynd af Heimaey enda ekki komið til Vestmannaeyja nema einu sinni og þá til að fara á Þjóðhátíð. Það er talsvert búið að breyta bátnum, m.a. komin pera, nýr skutur og brúnni breytt.

Heimaey er í fréttum í vikunni þar sem Ísfélagið hefur lagt bátnum eins og kemur fram á heimasíðu félagsins 5.2.2007 :

Heimaey VE kveður

Heimaey VE 1 kom til Eyja síðastliðin fimmtudag úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Ísfélag Vestmannaeyja. Afli veiðferðarinnar var um 40 kör. Fyrr í vetur var tekin sú ákvörðun að leggja Heimaey VE. Skipið hefur verið gert út frá Vestmannaeyjum í hartnær 30 ár en það var keypt til Hraðfrystistöðvar Vestmannnaeyja árið 1980 sem síðar var eitt þeirra fyrirtækja sem myndaði sameinað Ísfélag Vestmanneyja hf.

Það verða viðbrigði fyrir þá sem stunda bryggjurnar í Eyjum að sjá enga Heimaey VE lengur. Skipið sem var byggt árið 1967 í Þýskalandi hefur reynst gott aflaskip í gegnum tíðina og hefur verið gert út á margskonar veiðiskap, meðal annars fiskitroll, net, nót og flottroll. Síðustu árin hefur Heimaey VE aðallega verið á ísfiskveiðum og landað aflanum til vinnslu í frystihúsi Ísfélagsins. Ekki er langt síðan Heimaey var gerð út á vetrarloðnuvertíð. Heimaey hefur ávallt verði mikið aflaskip og þess má m.a. geta að Hörður heitinn Jónsson var fiskikóngur Vestmannaeyja með Heimaey VE árið 1983, en í þá daga var sá fiskikóngur sem afli best í tonnum talið á hefðbundinni vetrarvertíð. Af öðrum skipstjórum á Heimaey VE má nefna Sigurð Georgsson sem var með skipið frá 1991 til loka árs 2000 og síðan Sigurjón Ingvarsson sem tók við skipinu af Sigurði og hefur stýrt því síðan.

1.2.2007

Bátur vikunnar #4 2007

Bátur vikunnar, í síðustu viku, er stálbátur smíðaður á Neskaupsstað og Stykkishólmi 1979 (skrokkurinn á Neskaupsstað1978 ?) Gullfaxi SH 125 hét báturinn í upphafi og eigandi Kristinn Arnberg Sigurðsson í Grundarfirði. Gunnar Jónasson í Garðabæ kaupir bátinn 1980. 1981 er hann seldur norður á Árskógssand, til feðganna Konráðs Sigurðssonar, Gunnlaugs Konráðssonar og Sigurðar Konráðssonar og nefndu þeir bátinn Særúnu EA 251. Síðar seldur til Patreksfjarðar þar sem hann fékk nafnið Brimnes BA 800. Skutlengdur í Slippstöðinni á Akureyri.

1527.Brimnes BA 800 ex Særún EA 251.

1527. Særún EA 251 og 1417. Sólrún EA 151 við bryggju á Árskógssandi.

1527.Særún EA 251 ex Gullfaxi SH 125.

Þann 20 nóvember 1999 var frétt í Morgunblaðinu sem sagði frá því er Brimnesið var tekið inn í Slippstöðvarhúsið á Akureyri til breytinga. Þar kom m.a. þetta fram

"LÍNU- og dragnótaskipið Brimnes BA-800 frá Patreksfirði var dregið af sjó inn í nýsmíðaskemmu Slippstöðvarinnar á Akureyri í fyrrakvöld en þetta er í fyrsta skipti sem skip er tekið þá leið inn í skemmuna. Áður hafði mörgum skipum sem smíðuð voru í Slippstöðinni verið rennt út úr skemmunni og í sjó. Síðasta skipið sem fór þá leiðina var skuttogarinn Þórunn Sveinsdóttir VE".

Þá kom einnig fram að báturinn yrði skutlengdur um tvo metra, skipt um aðalvél auk fleiri minniháttar verka.


19.1.2007

Bátur vikunnar #3 2007

Bátur vikunnar að þessu sinni er löngu farinn úr íslenska skipaflotanum, hvað varð um hann veit ég ekki. Þessi bátur hét upphaflega og lengst af Sigurbjörg ÞH 62 og var smíðaður fyrir þá Björgvin Pálsson, Jóhannes Jóhannesson, Hall Jóhannesson og Guðlaug Jóhannesson  Flatey á Skjálfanda. Sigurbjörgin var smíðuð á Akureyri 1959, 10 brl. að stærð með 52 hestafla Petters díselvél. 1965 var sett í hann Perkins díselvél. Báturinn var seldur Sætra hf. á Drangsnesi 1987 og skráður þar á Drangsnesi 1988. (Heimild Íslensk skip eftir Jón Björnsson 4 bindi).

739.Sigurbjörg ÞH 62.

Þessa mynd tók ég einhvern tímann á árunum 1984-6 á Skjálfanda þegar ég var á Kristbjörginni ÞH 44. Þegar þarna var komið við sögu í útgerð Sigurbjargarinnar minnir mig að Hafsteinn Esjar Stefánsson útgm. og skipstjóri á Hornafirði hafi átt bátinn, að minnsta kosti gert hann út, og verið sé að draga grásleppunet á myndinni. Kannski einhver viti betur um þetta og skrifi um það í álit hér að neðan. Hver saga bátsins er eftir að hann fer frá Drangsnesi er ég ekki klár á en veit þó að það var á honum HF í einhvern tíma.

Í Sögu Húsavíkur, IV bindi, segir m.a. frá útgerð á Húsavík og þar kemur fram að Jóhannes Jóhannesson hafi verið einn eigandi að bátnum frá árinu 1970.


10.1.2007

Bátur vikunnar nr.2 2007

Bátur vikunnar að þessu sinni er skip, fjölveiðiskip eins og fram kom í fréttum í dag. Þarna er um að ræða Guðmund Ólaf ÓF 91 sem veiddi fyrstu loðnuna sem veiðst hefur við ísland um nokkurt skeið. Guðmundur Ólafur er smíðaður í Noregi 1990 og hét uppphaflega Torson, síðar Talbor. 1999 er hann keyptur til Íslands af SR-Mjöl og fékk hann nafnið Sveinn Benediktsson SU 77. Garðar Guðmundsson hf. í Ólafsfirði og SR-Mjöl fara síðan saman og fær skipið þá nafnið Guðmundur Ólafur ÓF 91. Hægt er að lesa sér til meiri fróðleiks um þessa útgerð á síðu Garðars Guðmundssonar hf. http://frontpage.simnet.is/gardargud/

2329.Guðmundur Ólafur ÓF 91 ex Sveinn Benediktsson SU 77.


6.1.2007

Bátur vikunnar nr.1 2007

Bátur vikunnar að þessu sinni er Sævík GK 257 sem í dag heitir Valur ÍS 82. Sævíkin var smíðuð í Boizenburg A-Þýskalandi árið 1965 fyrir Miðfell h/f í Hnífsdal og hét Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102.  í lok árs 1972 var umdæmisstöfum skipsins breytt í ÍS 364. Skipið var selt Páli Friðbertssyni Suðureyri 1973 og ári síðar kaupir Boði s/f í Keflavík það og nefnir Boða KE 132. Halldór A.Brynjólfsson Keflavík kaupir skipið 1976 og selur það Fiskverkun Garðars Magnússonar h/f 1982. Þá verður það Boði GK 24 sem það heitir allt tl ársins 1988 er útgerðarfélagið Eldey h/f kaupir skipið og nefnir það Eldeyjarboða GK 24. Eldeyjarboði fór í gagngera endurbyggingu í Noregi 1991, var m.a. yfirbyggður og sett á hann ný brú ofl. auk þess sem skipið var búið línubeitningavél. Svo kom að því að Íslenskir Aðalvertakar fóru í útgerð og keyptu  Eldeyjarboða og Eldeyjar Hjalta GK 42 og nefndu þau Aðalvík KE 95 og Njarðvík KE 93. Eitthvað hefur það gengið brösulega því eitthvað kom Landsbankinn með Sverri Hermannsson i broddi fylkingar að málum og skipin eru seld norður í land, til Útgerðafélags Akureyringa hf.  Vísir hf. í Grindavík kaupir Aðalvíkina í árslok af Útgerðarfélagi Akureyringa og nefnir Sævík GK 257.  Skipið var selt til Súðavíkur árið 2004 og fékk nafnið Valur ÍS 82, eigandi Guðjón Kjartansson ehf.

 

971.Sævík GK 257 ex Aðalvík KE 85 nú Valur ÍS 82.

971 Boði GK 24 ex Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 364.

Heimildir Íslensk Skip, Morgunblaðið og www.visirhf.is


27.12.2006

Bátur vikunnar er smíðaður á Neskaupsstað

Bátur vikunnar að þessu sinni er smíðaður á Neskaupsstað 1972 fyrir Hafölduna h/f á Eskifirði. Báturinn hét Hafalda SU 155 en 1974 var hann seldur suður í Garð og fékk hann þá núverandi nafn. Þorkell Árnason GK 21. Eigendur vorur Þórhallur og Ægir Frímannssynir,síðar Þorkell Árnason ehf. Eitthvað hefur nú bátnum verið breytt í gegnum tíðina, yfirbyggður 1991 og þá væntanlega skipt um brú um leið. Þá var skipt um aðalvél 1984.

1231.Þorkell Árnason GK 21 ex Hafalda SU 155.

1231.Þorkell Árnason GK 21.


18.12.2006

Þingey ÞH er bátur vikunnar

Þingey ÞH 51 er bátur vikunnar en Sjóferðir Arnars á Húsavík festu kaup á bátnum fyrir skömmu og kom hann til Húsavíkur í nótt. Þingey er 11,9 brl./13,5 bt. að stærð smíðuð á Akureyri 1983 fyrir Auðun Benediktsson á Kópaskeri sem m.a. stundaði á honum rækjuveiðar í Öxarfirði. Síðar var Nakkur ehf. í eigu Auðuns skráður eigandi bátsins allt þar til að á þessu ári kaupir Geir ehf. á Þórshöfn kaupir hann ( uppl. Fiskistofa) og flytur kvóta hans á Geir ÞH. Sjóferðir Arnars ehf., sem nýlega seldi Hafrafell ÞH til Siglufjarðar, kaupa hann svo nú af Geir ehf.

1650.Þingey ÞH 51.

Bátnum hefur verið breytt aðeins frá því þessi mynd er tekin m.a. skutlengdur.

Hvaða skipasmíðastöð á Akureyri smíðaði Þingey ?

Myndir sem Hreiðar Olgeirsson þá skipstjóri á 1420.Kristbjörgu ÞH 44 tók á rækjuveiðum í Öxarfirði fyri þó nokkru síðan.

Þingey að toga.

Þingey ÞH 51 og Már NS 87 (1470) mætast á toginu.


11.12.2006

Bátur vikunnar er skuttogari

Bátur vikunnar er skuttogari, Bylgja VE 75 í eigu Matthíasar Óskarssonar í Vestmannaeyjum. Bylgjan er 277 brl./451 bt. smíðuð á Akureyri 1992.

2025.Bylgja VE 75.

Bylgja VE við bryggju á Húsavík 30júlí 2005.


25.11.2006

Bátur vikunnar er nótaskipið Súlan EA.

Bátur vikunnar að þessu sinni er nótaskipið Súlan EA 300. Súlan var 354 brl. að stærð, smíðuð í Fredrikstad í Noregi 1967 fyrir Leó Sigurðsson á Akureyri. Skipið var lengt í Hollandi 1974 og mældist þá 393 brl. og yfirbyggt 1975 og mældist þá 391 brl. 1983 er skráður eigandi Súlur h/f á Akureyri.                                                                                                                                                          Heimild Íslensk skip 1. bindi.

1060.Súlan EA 300.

Súlan hefur genngið í gegnum nokkrar breytingar frá því myndin að ofan var tekin, upp úr 1990 minir mig. Þær eru helstar að sett var ný brú á skipið ásamt bakka. Í dag mælist skipið 458 brl./651 BT. að stærð. Eigandi skipsins er Súlan ehf. en það hefur verið selt Síldarvinnslunni h/f og verður afhent að lokinni vetrarloðnuvertíð 2007.

1060.Súlan EA 300.

 


15.11.2006

Bátur vikunnar hefur alla tíð heitið sama nafni

Bátur vikunnar hefur alla tíð heitið sama nafni, einkennisstafirnir breyttust þó fyrir nokkrum árum úr GK 444 í ÁR 444. Þetta er togbáturinn Jón Gunnlaugs sem er í eigu Humarvinnslunnar ehf. í Þorlákshöfn. Báturinn var smíðaður í Reykjavík 1972 fyrir Miðnes h/f í Sandgerði þaðan sem báturinn var gerður út allt til þess að hann var seldur til Þorlákshafnar. Jón Gunnlaugs var yfirbyggður árið 1988 en er að öðru leyti óbreyttur.

1204.Jón Gunnlaugs ÁR 444.

1204.Jón Gunnlaugs GK 444.


8.11.2006

Bátur vikunnar var smíðaður á Akureyri

Bátur vikunnnar að þessu sinni, Sindri GK 42, var smíðaður á Akureyri árið 1972 fyrir Sigurð Georgsson skipstjóra og Hraðfrystistöð Vestmannaeyja h/f. hét þá Heimaey VE 1 og mældist 105 rl. að stærð. Skipið var lengt árið eftir mældist þá 126 brl. 1976 var Hraðfrystistöð Vestmannaeyja orðinn eini eigandi bátsins og árið 1979 er hann styttur og yfirbyggður og mældist þá 112 brl. Báturinn var seldur Útgerðarfélaginu Barðanum h/f í Kópavogi árið 1981 og fékk hann nafnið Náttfari RE 75. Hann er svo seldur aftur til Eyja og nefndur Sigurfari VE 138, eigendur Bjarni Sighvatsson og Haraldur Gíslason. 1985 kemst báturinn aftur í eigu Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja h/f og nefndur Stefnir VE 125. Eftir það hefur hann heitið Þröstur GK, Látravík BA, Hafsúlan HF, Jói Bjarna SF, Sindri GK og loks Sindri SF en báturinn var afskráður árið 2005 (að ég held).

1213.Sindri GK 42 ex Jói Bjarna SF.

Þetta er það síðasta sem ég sá af þessum bát, lá á Hornafirði.

 


22.10.2006

Bátur vikunnar.........

Bátur vikunnar var seldur úr landi fyrir nokkrum árum, hvert hann fór man ég ekki, held þó til Mexíkó ? Þetta er Ágúst Guðmundsson sem upphaflega hét Viðey RE 12 og var smíðaður í Noregi 1964 fyrir Hraðfrystistöðina í Reykjavík. 1972 var báturinn seldur til Bíldudals þar sem hann fékk nafnið Árni Kristjánsson BA 100. 1974 var nafni skipsins breytt, Andri BA 100 hét hann og sömu eigendur og áður, Sókn hf. 1975 kaupir Meitillinn hf. í Þorlákshöfn bátinn sem fær nafnið Klængur ÁR 2 og er hann gerður út frá Þorlákshöfn til ársins 1982 er Valdimar hf. í Vogum kaupir hann. Þar fær hann nafnið Ágúst Guðmundsson GK 95, Valdimarsmenn láta m.a. byggja yfir hann, skipta um brú og aðalvél meðan hann er í þeirra eigu. Eftir að Valdimar hf. sameinaðist Þorbirni-Fiskanesi hf. í Grindavík varð hagræðing í flota þeirra og Ágúst Guðmundsson GK var einn þeirra báta sem var seldur. Hann hét Thor í skipaskrá árið sem hann var seldur úr landi sem er einhverntímann á árunum 2002-3.8.10.2006

Bátur vikunnar er Von ÞH 54

Bátur vikunnar að þessu sini er Von ÞH 54, smíðaður í Neskaupsstað árið 1975. Von, sem er 6 brl. að stærð, hét upphaflega Þórey NK 13, þá Þórey ÞH 11 gerður út frá Þórshöfn á Langanesi og loks Vilborg ÞH 11 gerð út frá Húsavík. Núverandi eigandi er Sigurður Kristjánsson á Húsavík.

1432.Von ÞH 54 ex Vilborg ÞH 11.


30.9.2006

Bátur vikunnar er löngu farinn...

Gamli báturinn að þessu sinni er löngu horfinn úr flotanum, þetta er Fanney ÞH 130,17 brl. eikarbátur, sem upphaflega hét Byr NK 77. Byr var smíðaður árið 1955 á Ísafirði en í árslok 1960 kaupir Sigurbjörn Kristjánssynir ásamt fleirum bátinn og nefna þeir hann Fanney. Þeir eiga bátinn allt til ársins 1975 er þeir selja Pálma Karlssyni hann en í stað hans kom nýsmíði, Fanney ÞH 130, 22 brl. eikarbátur smíðaður á Akureyri.

398.Fanney ÞH 130 ex Byr NK 77.

Þegar Pálmi Karlsson kaupir bátinn fær hann nafnið Helga Guðmundsdóttir ÞH 133 og síðar hét hann Húni HU 2, Haftindur HF 123 og loks Gísli Gunnarsson II SH 85 (SH 285 í lokin). Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 1987. Heimild: Íslensk skip 2. bindi.

 

 

21.9.2006

Bátur vikunnar er smíðaður í Póllandi...

Þá er ég mættur aftur og bátur vikunnar er fyrstur á dagskránni. Að þessu sinni er hann smíðaður í Póllandi árið 1976 en keyptur frá Færeyjum til Íslands árið 1981. Þetta er línuskipið Núpur BA 69 sem er í eigu Odda hf. á Patreksfirði. Þetta 237 brl./358 BT stálskip hefur alltaf heitið Núpur frá því það var keypt til Patreksfjarðar(hét reyndar Nupur í Færeyjum). Fyrst BA 4, þá í eigu Skjaldar hf. og síðar Þórsbergs hf. á Tálknafirði. Þaðan var það selt til Grenivíkur og fékk einkennisstafina ÞH 3 og loks til Eskifjarðar þar sem einkennistafirnir voru SU 3 (minnir mig) Eftir að Núpur komst í eigu Odda hf. hefur það borið einkennisstafina BA 69. Skipið var lengt árið 1998, á Spáni held ég, og eftir að það strandaði síðla árs 2001 við Patreksfjörð, var sett ný brú á það árið 2002 .

1591.Núpur BA 69.

 

 

11.9.2006

Bátur vikunnar hefur verið seldur úr landi...

Bátur vikunnar að þessu sinni hefur verið seldur til Englands,þar sem nota á hann til krabbaveiða með gildru. Þetta er Eyrún ÁR 66, 108 BT að stærð, sem áður hér Sparkiling Line og var smíðaður í Skotlandi árið 1989. Útgerðafyrirtækið Ævarr ehf. í Þorlákshöfn keypti hann til landsins árið 2000 og hefur gert hann út til netaveiða fram til þessa.

2476.Eyrún ÁR 66.

 

6.9.2006

Bátur vikunnar er Strákur....

Bátur vikunnar að þessu sinni er smíðaður 1970 hjá skipasmíðastöði Þorgeirs og Ellerts á Akranesi og hét upphaflega Siglunes SH. Siglunesið sem er á annað hundrað tonn á stærð (101 brl.) hét síðar þessum nöfnum: Siglunes SH, Siglunes HU, Siglunes ÞH, Siglunes SH, Siglunes HF, Erlingur GK, Sigurbjörg Þorsteins BA, Strákur ÍS  og  loks Strákur SK.

1100.Strákur SK 126 ex Strákur ÍS.

 

1.9.2006

Bátur vikunnar er úr Grímsey...

Bátur vikunnar að þessu sinni kemur frá Grímsey og heitir Þorleifur EA 88 og mælist 73 brl. að stærð eða 77 bt. Upphaflega var þessi bátur miklu mun minni eða 30 brl. að stærð,smíðaður á Seyðisfirði 1975. Hildur Stefánsdóttir ÞH 204 hét hann með heimahöfn á Raufarhöfn allt til ársins 1979 að hann er seldur til Dalvíkur og fær nafnið Tryggvi Jónsson EA 26. Síðar er hann seldur til Þorlákshafnar þar sem hann heitir Kristín ÁR 101 og þaðan til Hólmavíkur þar sem hann fær nafnið Ásdís ST 37. Eigandi hans á Hólmavík var Bassi hf. og lætur fyrirtækið endurbyggja bátinn í Ósey 1997 og eftir það mælist hann 73 brl./77bt. að stærð. Aðalsteinn Einarsson, eða Alli á Hringnum, kaupir svo bátinn til Hafnarfjarðar þar sem hann fær að sjálfsögðu nafnið Hringur GK 18 og þaðan kaupa þeir Sigurbjarnarmenn í Grímsey bátinn og nefna hann Þorleif.

1434.Þorleifur EA 88 ex Hringur GK 18.

1434.Ásdís ST 37 ex Kristín ÁR 101.

 

 

24.8.2006

Bátur vikunnar er smíðaður 1954

Bátur vikunnar að þessu sinni er smíðaður úr eik  í Svíþjóð árið 1954, nánar tiltekið í Halmstad. Það voru Hornfirðingar sem keyptu hann þaðan og fékk hann nafnið Sigurfari SF 58. Síðar hét hann Farsæll SH 30, Örninn KE 127 og loks Kári GK 146 en það nafn bar hann í tæp 40 ár allt þangað til hann var seldur til Dalvíkur vorið 2005 og fékk hann þá nafnið Aggi Afi EA 399.

399.Aggi Afi EA 399 ex Kári GK 146.

12.8.2006

Bátur vikunnar er hálfrar aldar gamall.

Bátur vikunnar að þessu sinni er 199 brl. að stærð, smíðaður í Haugasundi 1956, og er því hálfrar aldar gamall um þessar mundir. Hann er í dag gerður út frá Hornafirði og er í eigu Skinneyjar-Þinganess  hf. Þetta er að sjálfsögðu Þórir SF 77 sem upphaflega hét Vaco en þegar hann var keyptur til landsins 1958 fékk hann nafnið Haförn og einkennisstafina GK 321. Eigandi Jón Kr. Gunnarsson Hafnarfirði. Hann seldi Ingimundi hf. í Reykjavík bátinn árið 1961 og fékk hann þá nafnið Helga  RE 49 sem hann bar allt til fram til þess að Þinganes hf. á Hornafirði keypti hann árið 1996.

91.Þórir SF 77.

 

3.8.2006

Skip vikunnar er smíðað í Póllandi

Skip vikunnar er togari, smíðaður í Póllandi árið 1974 fyrir Ísfell hf. í Reykjavík og hét þá Engeyr RE. Í dag heitir togarinn Kleifaberg ÓF 2 og er í eigu Þormóðas-Ramma hf. í Fjallabyggð.

1360.Kleifaberg ÓF 2

Björn Valur Gíslason er stýrimaður og og afleysingaskipstjóri á Kleifaberginu og á heimasíðu sinni www.bvg.is segir hann m.a. sögu skipsins á sem sjá má hér http://www.simnet.is/kleifaberg/skipid/saga_klb.htm

 

 

24.7.2006

Bátur vikunnar er úr Ólafsvík......

Bátur vikunnar er gamall eikarbátur, byggður í Danmörku 1964. Sveinbjörn Jakobsson SH 10 hefur verið gerður út frá Ólafsvík alla tíð og verið í eigu Dvergs hf.

260.Sveinbjörn Jakobsson SH 10.

Sveinbjörn Jakobsson SH 10 var upphaflega mældur 109 brl. en var endurmældur 1969 og mældist þá vera 103 br. Upphafleg aðalvél bátsins var 495 hestafla Lister en árið 1983 var sett í það 495 hestafla Mirrles Blackstone. (heimild Íslensk skip eftir Jón Björnsson)

Nú hefur orðið breyting á því samkvæmt vef Fiskistofu er einkennisstafir bátsins nú SH 104 og nýr Sveinbjörn Jakobsson SH 10 er væntanlegur til heimahafnar í Ólafsvík innan tíðar. Þar er á ferðinni 101 brl. stálbátur sem að stofninum til telst vera smíðaður 1967 á Akranesi og hét upphaflega Drífa RE. Báturinn gekk undir ýmsum nöfnum en hét síðast Sæbjörg ST 7 og var endurbyggður hjá Ósey í Hafnarfirði 1997. Skipt var um aðalvél árið 2001 en þá var sett í hann 632 hestafla Caterpillar.

1054.Sæbjörg ST 7 nú Sveinbjörn Jakobsson SH 10.

 

19.7.2006

Skip vikunnar er Sigurður VE 15

183.Sigurður VE 15.

Bátur vikunnar er skip, nótaskip Sigurður VE 15. Sigurður hefur verið á síldveiðum að undanförnu og hefur gengið vel hjá Bóba og áhöfn hans að ná síldinni. Sigurður er smíðaður 1960 í Bremenhaven þýskalandi og bar upphaflega einkennisstafina ÍS 33, síðar RE 4 og loks VE 15.

Það alltaf gaman þegar jólasveinar koma fram á ritvöllinn með visku sína eins og t.d. sá sem skrifar álit hér að neðan (sjá álit) þar virðist hann eitthvað hafa út á fréttaflutning, eða skort á honum, af síldveiðum Sigurðar VE að segja. Morgunblaðið stendur sína vakt með ágætum og þann 9. júlí sl. (fyrir 10 dögum) birtist þessi frétt af gangi síldveiða Sigurðar VE:

Sunnudaginn 9. júlí, 2006 - Innlendar fréttir

Sigurður VE kominn með tæp 8.000 tonn af síld

NÓTASKIPIÐ Sigurður VE er búið að fá tæp 8.000 tonn af síld frá því úthaldið byrjaði um 20. maí. Undanfarið hefur síldin veiðst djúpt norðaustur af Kolbeinsey.

Sigurður VE kominn með tæp 8.000 tonn af síld - mynd
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Sigurður VE hefur fengið norsk-íslenska síld norðan við Kolbeinsey.

NÓTASKIPIÐ Sigurður VE er búið að fá tæp 8.000 tonn af síld frá því úthaldið byrjaði um 20. maí. Undanfarið hefur síldin veiðst djúpt norðaustur af Kolbeinsey.

"Það hefur gengið ágætlega hjá okkur," sagði Kristbjörn Árnason, skipstjóri á Sigurði VE, í samtali við Morgunblaðið. "Þetta er mjög stór og falleg síld. Hún verður ekki stærri held ég."

Kristbjörn taldi engan vafa leika á að síldin væri úr norsk-íslenska stofninum og sagði að hún hefði öll veiðst í íslensku lögsögunni. "Þetta byrjaði Íslandsmegin við miðlínuna milli færeysku smugunnar og Jan Mayen-línunnar. Svo barst þetta vestar og þar hvarf hún skyndilega og fannst svo hér upp við landið."

Búið er að leita mjög stóru svæði fyrir norðan land en ekkert hefur fundist þar af síld. Kristbjörn sagði að dýpra væri kaldari sjór. Síldin virðist því hafa haldið sig á ákveðnu belti.

"Ég held að hún sé á svipuðum slóðum og hún gekk á á árum áður. Kannski heldur lengra frá landi. Við vorum síðast 40-50 mílur norðaustur úr Kolbeinseynni. Þar var svolítið af síld, en svo hvarf hún þegar gerði norðanáttina." Kristbjörn minntist þess að fyrir nokkrum árum hefðu Færeyingar verið að veiða síld djúpt út af Norðausturlandinu. Þá hefði hann verið á loðnuveiðum og vitað af Færeyingunum ekki langt frá að veiða síld.

Sigurður VE hefur landað nær allri síldinni í sumar í Krossanesi við Eyjafjörð. Farið var með einn farm til Vestmannaeyja fyrir sjómannadag og landað í heimahöfn. En á að halda áfram?

"Við ætlum að skoða þetta núna þegar norðanáttin gengur niður. Þá er meiningin að fara út og vita hvort við finnum eitthvað. Það er óvíst að það verði neitt. Síldin fór oft í leiðindaástand þegar hún var orðin svona feit."

Svo mörg voru þau orð í Morgunblaðinu og www.skip.is hafði reyndar birt frétt um sama efni byggt á viðtali við Bóba í Fiskifréttum þrem dögum fyrr, eða þann 6. júlí sem er svohljóðandi:

12.7.2006

Bátur vikunnar er smíðaður 1963

Bátur vikunnar að þessu sinni er smíðaður árið 1963 í Noregi, þetta er Faxi GK 44 eigandi Einar Þorgilsson & co h/f. í Hafnarfirði.

Einar Þorgilsson & co h/f gerði skipið út til ársins 1985 er Júlíus Stefánsson kaupir það og nefnir Snæfara RE 76, síðar HF 186. Skipið var selt Langanesi h/f. á Húsavík og hét þá Björg Jónsdóttir ÞH 321en fljótlega kaupir Júlíus það aftur. Skipið er síðan selt Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum þar sem það fær nafnið Styrmir VE 82. Síðan heitir skipið Styrmir KE, Styrmir ÍS , aftur Styrmir KE og loks Hera Sigurgeirs BA og eftir nokkuð langa legu í höfn var það selt erlendis í brotajárn.

4.7.2006

Bátur vikunnar vekur athygli ferðamanna

Bátur vikunnar hefur verið í slipp frá árinu 2002, á Húsavík. Hann heitir Reynir GK 177 og var smíðaður 1970 í Stykkishólmi. Hann hét upphaflega Jón Helgason ÁR en hefur borið þó nokkur nöfn síðan þá. Var m.a. hér fyrir norðan og hét á þeim tíma Bliki EA, þá Guðrún Jónsdóttir SI og loks Þorleifur EA.

1105.Reynir GK 177 í sinni hinstu siglingu, frá bryggjunni í slippinn.

Þessi langi tími Reynis í slippnum á Húsavík er tilkominn vegna þess að menn uggðu ekki að sér á leið sini til hafnar á Húsavík og sigldu á fullri ferð á brimvarnargarð sem var verið að gera framan við höfnina á Húsavík. Við það skemmdist báturinn og var tekinn upp í slipp til að kanna skemmdirnar og þar er hann ennþá. Báturinn reyndist svo illa skemmdur að ekki þótti borga sig að gera við hann og síðan hefur hann drabbast þarna niður.

Reynir GK hefur verið hið ágætasta módel þarna í slippnum og hafa oft sést ferðamenn, ljósmyndarar og aðrir listamenn á vappi við hann og hér hefur hann vakið áhuga litstamanns sem dró upp þessa fínu mynd af honum. 

30.5.2006

Bátur vikunnar

Bátur vikunnar að þessu sinni er 22 brl. eikarbátur byggður árið 1934 í Danmörku. Hann hét upphaflega Ægir GK 8 en þegar myndin er tekin heitir hann Kristbjörg ÞH 44, sú fyrsta af 4.

541.Kristbjörg ÞH 44 ex Hallsteinn EA 130.

21.5.2006

Bátur vikunnar er rækjubátur

Bátur vikunnar að þessu sinni er rækjubáturinn Sigurborg SH 12.

1012.Sigurborg SH 12.

Sigurborgin er eina skipið sem stundar rækjuveiðar við Ísland um þessar mundir og hafa kallarnir verið að mokfiska fyrir vestan nú í maí. Þann 13. maí voru þeir komnir með yfir 120 tonn í þremum löndunum. Sigurborgin er smíðuð í Noregi árið 1966 og hét upphaflega Sveinn Sveinbjörnsson NK frá Neskaupsstað, því næst Freyja RE 38 en hefur síðan heitið Sigurborg og borið einkennisstafina AK, KE, VE, HU og SH.

Hörður Harðarson  vinur minn og félagi er skipverji á Sigurborginni og því upplagt að birta þessa mynd af honum.

 

13.5.2006

Bátur vikunnar er Sæborg ÞH 55

Bátur þessarar viku er Sæborg ÞH 55 í eigu Hraunútgerðarinnar ehf. á Húsavík. Sæborgin er 40 brl. eikarbátur smíðaður hjá Gunnlaugi og Trausta á Akureyri 1977 fyrir Karl Aðalsteinsson og syni hans, þá Aðalstein  og Óskar. Sæborgin var seld suður til Keflavíkur og fékk nafnið Eyvindur KE en Karl Óskar Geirsson og Úlfhildur Sigurðardóttir, eigendur Hraunútgerðarinnar, keyptu hann aftur til Húsavíkur. Á meðan Sæborgin var á Suðunesjunum breyttist hún talsvert í útliti þegar hvalbaku var settur á bátinn.

1475.Sæborg ÞH 55 ex Eyvindur KE 37.

2.5.2006

Bátur vikunnar er...línuskip

Bátur vikunnar þessa vikuna er línubáturinn Kristín GK 157 í eigu Vísis hf. en báturinn var aflahæsti bátur flotans í mars. Svo segir á http://www.visirhf.is/ :

Í marsmánuði bar Kristín GK höfuð og herðar yfir aðra báta á landinu hvort sem horft er til troll-, neta- eða línuveiða.  Hún náði þeim árángri að vera með 522 tonn. Næst á eftir henni kom Jóhanna Gísladóttir ÍS með 469 tonn og þar á eftir Sturla GK með 451 tonn. Páll Jónsson vermdi svo fjórða sætið með 440 tonn.

972.Kristín GK 157.

22.4.2006

Bátur vikunnar...er togari

Bátur vikunnar að þessu sinni er togari, skuttogari sá fyrsti er smíðaður var fyrir húsvíkinga. Hann hét Júlíus Havsteen,nefndur eftir fyrrverandi sýslumanni þingeyinga, og hafði einkennistafina ÞH 1. Hann var í eigu Höfða hf. allt þar til nýr og stærri Júlíus Havsteen var keyptur frá Grænlandi . Júlíus Havsteen ÞH 1 var tæplega 300 brl. að stærð, smíðaður á Akranesi árið 1976 og var Benjamín Antonsson skipstjóri á honum þar til Kolbeinsey ÞH 10 bættist í togaraflota Höfða hf. Þá tók við skipstjórn Jóhann Gunnarsson sem var með hann allt þar til togarinn var seldur. Þá tók Jóhann við nýja Júlíusi, stóð áfram í brúnni á honum er hann varð Rauðunúpur ÞH 160 og gerir enn á skipinu sem nú heitir Sólbakur EA 7.

 

Þegar nýji Júlíus var keyptur frá Grænlandi var þessi seldur Guðmundi Eiríkssyni sem nefndi hann Þórunni Havsteen ÞH 40. Guðmundur seldi hann síðar  til Noregs.

14.4.2006

Bátur vikunnar er Frosti II ÞH 220

Bátur vikunnar að þessu sinni er Frosti II ÞH 220 frá Grenivík. Báturinn sem er með stærri eikarbátum sem smíðaðir voru á Íslandi (Hafnarfirði 1969) hét upphaflega Arney SH 2 og mældist 132 brl. Síðar, eða árið 1973, kaupa þeir Óskar Þórhallsson frá Húsavík og Dagur Ingimundarson bátinn sem hélt nafni sínu en fékk einkennisstafina KE 50. 1977 er báturinn seldur til Húsavíkur og fékk hann nafnið Jón Sör ÞH 220 eigandi Norðurborg hf. 1978 kaupir Frosti hf. á Grenivík bátinn sem fékk nafnið Frosti II en var áfram með sömu einkennistafi. Þegar þeir Frostamenn snéru sér að togaraútgerð (Með kaupum á Hjalteyrinni EA ssknr. 1630) seldu þeir Frosta II til Hríseyjar þar sem hann fékk nafnið Eyrún, einkennistafirnir EA 155 eigandi Rif ehf.

1094.Frosti II ÞH 220 að draga netin á Breiðafirði. 

3.4.2006

Bátur vikunnar

Bátur þessarar viku er smíðaður í Kína, einn svokallaðra "Kínabáta" sem smíðaðir voru fyrir íslendinga og fluttir hingað til lands með flutningaskipi.

Þessi bátur heitir Ársæll Sigurðsson HF 80 og var eini báturinn af níu sem var eingöngu útbúinn til netaveiða. Hann var yfirbyggður í fyrra en hefur nú verið seldur, sá síðasti af níu sem skiptir um eigendur. Það er Ingimundur hf. sem keypt hefur bátinn og verður hann afhentur í september nk.

2468 Ársæll Sigurðsson HF 80

Þessa mynd tók ég í Þorlákshöfn í gær.

En þessa hér að neðan í Hafnarfirði 2001 er bátarnir níu komu til landsins. Ársæll Sigurðsson er annar bátanna sem enn eru um borð í flutningaskipinu sem hét Wiebke.

27.3.2006

Bátur vikunnar

Bátur þessarar viku er neta- og dragnótabáturinn Geir ÞH 150 frá Þórshöfn á Langanesi. Báturinn er smíðaður (skrokkurinn fluttur inn frá Póllandi ) hjá Ósey  í Hafnarfirði árið 2000 og mælist 115,7 brl. að stærð. Eigandi hans er Geir ehf. á Þórshöfn.

2408.Geir ÞH 150.

21.3.2006

Bátur vikunnar

Bátur þessarar viku er ekki alveg nýr af nálinni, smíðaður í Þýkalandi, nánar tiltekið í Travemunde árið 1960 og er því 46 ára á þessu ári.

616.Stefán Rögnvaldsson EA 345

Stefán Rögnvaldsson er 68 brl. að stærð og hét upphaflega Jón Guðmundsson KE 4, hann hét síðan, Ísleifur ÁR, Askur,ÁR, Guðbjörg ST, Laufey ÍS, Dagur SI og Egill BA. Stefán Rögnvaldsson hf. keypti hann frá Patreksfirði 1987 og hefur hann verið gerður út frá Dalvík síðan.

Bátur vikunnar 13 -19 marz

Bátur vikunnar að þessu sinni er Erling KE 140 en hann var aflahæstur netabáta í febrúar með 270,5 tonn. (Heimild Gísli Reynisson/Fiskifréttir)

233.Erling KE 140 ex Óli á Stað GK 4

Erling KE hét upphaflega Akurey RE 6 og var smíðaður í Florö í Noregi 1964 fyrir Hraðfrystistöðina í Reykjavík. Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi keypti síðan skipið þaðan sem Rafn hf. í Sandgerði keypti það og gaf því nafnið Barðinn GK. Síðan hét báturinn Júlli Dan um tíma, einkennistafirnir GK, ÞH og ÍS þar til hann fékk nafnið Óli á Stað GK 4.

 

Skírnir AK 16

Bátur vikunnar 6-13 marz.

Sá bátur sem fær þann heiður að ríða á vaðið er 37 brl. eikarbátur, smíðaður í Stykkishólmi 1967,sem upphaflega hét Kristjón Jónsson SH 77, eigandi Útgerðarfélagið Korri hf . Síðar hét hann Kristbjörg ÞH 44 frá árinu 1971 þegarhlutafélagið Korri hf. var keypt til Húsavíkur. Þegar Korri hf. lét byggja nýja 50 brl. Kristbjörgu í Skipavík í Stykkishólmi fékk gamli báturinn nafnið Kristbjörg II ÞH 244. Það nafn bar hann þangað til í ársbyrjun 1980 að Egill og Aðalgeir Olgeirssynir kaupa hann og gefa honum nafnið Skálaberg, einkennisstafir þeir sömu. Ég ræðst í skipsrúm hjá þeim, Aðalgeir er skipstjóri og Egill sér um reksturinn í landi samhliða öðrum störfum. Aðrir sem voru í upphaflegri áhöfn voru Pétur Bjarnason frá Grafarbakka, Grímur Agnarsson Hrólfur Þórhallsson og Arnar Sigurðsson. Þarna var ég í þrjú ár og voru þeir margir mennirnir sem voru í áhöfn á þessum tíma og þegar ég hætti var ég sá eini sem byrjaði með Alla á bátnum. Það var róið með línu, þorskanet, dragnót og lagnet á síld auk þess sem prófað var að fara á handfæri, fiskitroll, rækjutroll (að mig minnir). 1985 er báturinn seldur til Flateyrar þar sem hann fær nafnið Jónína ÍS 93 og hefur hann síðan heitið Ver NS, Bára SH, Bára ÍS, Bára RE og í dag heitir hann Fanney RE 31, eigandi Byggðastofnun og hægt er að fá hann fyrir lítið. Eftir því sem ég veit best hefur hann legiðí höfn á Patreksfirði síðustu ár.

 

Flettingar í dag: 78
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394003
Samtals gestir: 2007199
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 01:19:18
 


clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is