Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Fréttir af mér og mínum.

1. febrúar 2008.
Þessi mynd var tekin á þeim gömlu góðu dögum þegar maður hafði eitthvað um það að segja hvernig stelpurnar höguðu sér. Þær héldu svo himinsælar með Newcastle allt þar til þær urður fyrir áhrifum af skólafélögum sínum og fóru að falla inn í fjöldann. Það mætti halda að það væri í skólanámsskrá að börnin eigi að halda með 4liða mafíunni. Alla vega fór það svo að Halla Marín heldur með Liverpool og Heiðdís með Arsenal. Ég held í vonina með Leu mína, hún heldur enn með Newcastle. En djöfull hlakka ég til þegar barnabörnin koma því þá skal verða keypt og keypt Newcastledót, í alla afmælispakka, alla jólapakka og oft þar á milli. Ha ha ha.20. janúar 2008.
Við Ella fórum í vikuskíðaferð til Ítalíu og komum heim í dag. Við flugum til Verona og þaðan var ekið í rútu til skíðabæjarins Madonna di Campiglio. Halla Marín beið okkar á flugvellinum og fór með upp eftir og dvaldi með okkur í tvo daga. Það var gaman að sjá frumburðinn sem við höfðum ekki séð síðan í júnílok á síðasta ári. Það er skemmst frá því að segja að þessi ferð var frábær. Þrátt fyrir að hafa ekki stigið á skíði síðan um páska 1984 tókst mér að komast sæmilega frá þessu. Datt bara einu sinn og fór í allar brekkurnar, jafnt auðveldar sem erfiðar.


Við Ella fyrsta kvöldið í Madonna.

Við feðginin á veitingastað eftir skemmtilegan dag í fjallinu þar sem skíðað var á milli fjögurra skíðasvæða.

Þarna erum við að fylgja Höllu Marín í rútuna til Trento en þaðan tók hún lest til Milano.


Ég upp á Pradalago, Madonna di Campiglio kúrir fyrir neðan.

Ella í fjallinu.

Eggert Marínósson, Snorri Aðalsteinsson, Hafþór Hreiðarsson, Steinunn Garðarsdóttir og Elín K. Sigurðardóttir.

Fleiri myndir verða sett í albúm síðar.23. desember 2007.
Frumburðurinn Halla Marín er nú önnur jólin í burtu frá okkur og til gamans set ég hér inn mynd af henni sem ég fann í fjölskyldumyndunum. Þarna er hún í kaupfélaginu okkar sáluga sitjandi hjá Bjúgnakræki.


Halla Marín og Bjúgnakræki. © Hafþór.


16. desember 2007.
Í gær renndum við fjölskyldan sem leið lá í Eyjafjörðinn að ná í jólatré hjá ömmu Rósu. Það gekk með ágætum enda marautt og fínt. Síðan var farið á Akureyri og verslað til jólanna......


Feðginin með tréð á leið til byggða.


8. desember 2007.
Þessa stundina er verið að gera laufabrauð í Sól29 og var Lea Hrund verulega virk í fyrstu en eitthvað hefur nú dregið úr því. Unglingurinn á heimilinu er enn í koju þegar þetta er skrifað svo það er best að halda áfram að skera út laufabrauðið.


Lea Hrund var nú ekkert hress fyrir myndatöku í byrjun...

..þannig að hún lét ljósmyndarann heyra það........

......nánast óþvegið en...

..svo var allt í einu svo fyndið hvað ég tók margar myndir meðan hún var að pikka í laufabrauðið.2. desember 2007.
Í gær 1. desember voru ljósin tendruð á jólatré húsvíkinga sem stendur að venju í miðbænum, sunnan samkomuhússins. Þetta fór fram með hefðbundnum hætti, Lúðrasveit Borgarhólsskóla flutti jólalög, Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings flutti ávarp og skólakórinn söng jólalög við undirleik Lisu McMaster.  Þá flutti séra Sighvatur Karlsson hugvekju og að sjálfsögðu mættu nokkrir jólasveinar úr Dimmuborgum á staðinn með glaðning sem reyndist vera kerti og mandarínur.  Á meðan á dagskránni stóð seldu konur úr Soroptimistaklúbbnum kleinur og kakó. Það var sunddeild Völsungs sem stóð að dagskránni. Við fórum á samkomuna fjölskyldan og tók ég þessa mynd af Leu Hrund með mömmu sinni.


Lea Hrund með mömmu sinni að horfa á jólasveinana.
Ég hitti Kristel Evu frænku mína sem var nýkomin frá Akureyri þar sem hún fékk göt í eyrun og ef vel er að gáð má sjá eyrnalokk í eyra hennar.

Annars eru komnar myndir í albúmfrá þessari samkomu.21. nóvember 2007.
Þær mæðgur Lea Hrund og Ella drifu sig í piparkökubakstur síðdegis í gær og í kvöld var komið að því að mála kökurnar.


Lea Hrund að baka piparkökur.

Lea Hrund að mála piparkkökur.

Lea Hrund enn að mála..18. nóvember 2007.
Í fyrrakvöld fóru þær mæðgur í frænkupartý til Guðrúnar Brynjars. Þar komu saman afkomendur Hallgríms og Önnu í Sultum í kvenlegg, þó ekki allar, ásamt tengdadætrum í ættinni. 


Heiðdís og Lea Hrund í frænkupartýinu.

Setið að ............

Fleiri myndir eru í albúmi sem nefnist Frænkukvöld.

 

17. nóvember 2007.
Hef verið að fá hvatningar utan úr heimi þess efnis að ég ætti að vera duglegri að segja fréttir af mér og mínum. Það er svo sem ekki mikið að frétta, þó ýmislegt smálegt í hinu daglega lífi okkar geti sosum verið fréttnæmt fyrir þá sem fylgjast með okkur. Hérer t.d. ein lítil saga af Leu Hrund. Hún kom með þau tíðindi heim af leikskólanum nú í vikunni að hún þyrfti að nota Lambaklósettpappír þegar hún væri búin að  pissa. Hún væri nefnilega með ofnæmi fyrir svona grófari og óvandaðri pappír sem fjölskyldan hefur brúkað að undanförnu. (Keyptur í góðri trú af útskriftarnemum FSH). Vonandi verður útskriftarferðin ánægjuleg. En böggull fylgir þó skammrifi því sú stutta vill helst fara með Lambapappír með sér ef hún fer í önnur hús og svo bæri við að hún þyrfti að létta á sér.


Lea Hrund með Lamba.31. október 2007.
Við Lea Hrund erum heima í dag þar sem sú stutta er með ælupest. Hún var í sveitinni hjá ömmu sinni frá því á sunnudag og þangað til seinnipartinn í gær. Hún var með mömmu sinni sem var að mála eldhúsið á Höskuldsstöðum. Hún byrjaði að æla í gærmorgun og fram eftir morgni en svo var allt í góðu lagi þar til í morgun hún byrjaði að æla aftur. Hún hefur dormað í sófanum og horft á Línu Langsokk en nú rétt í þessu fór hún að leira eins og sjá má á myndinni.


Lea Hrund að  leira.26. október 2007.
Í dag er eitt ár liðið frá því tengdafaðir minn, Sigurður Snæbjörnsson á Höskuldsstöðum, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Sigurður var mikill hestamaður og hrossaræktandi og þessa mynd hér að neðan tók ég fyrir rúmum tuttugu árum. Blessuð sé minning hans.


Sigurður Snæbjörnsson F.23.04.1934. D.26.10.2006.


Þessa mynd tók Halla Marín af afa sínum fyrir margt löngu.21. október 2007.
Í dag fór fjölskyldan í Sól29 til guðþjónustu í Húsavíkurkirkju. Frúin söng með kirkjukórnum að venju en Heiðdís, sem á að fermast í vor, las ritningarlestur. Það gerðu líka þær Jóney Ósk og Helga G en þetta er hluti af femingarundirbúningi þeirra.


Heiðdís les hér ritningu.

Lea Hrund blaðaði í sálmabókinni um tíma og missti hana ekki nema einu sinni í gólfið.


18. október 2007.
Þar sem lítið er að frétta af mér og mínum þessa dagana ákvað ég að henda hér inn einni mynd sem ég fann í fórum mömmu og pabba. Myndina tók pabbi og á henni er ég ásamt þeim föðurbræðrum mínum Begga og Bjössa í Skálabrekku.


Kristján Bergmann, Hafþór og Björn.


7. október 2007.
"Ég ætla sko að sofna í alvörunni" sagði Lea Hrund við mig í dag þegar hún lagði sig á dýnu í stofunni meðan ég horfði á mína menn í Newcastle vinna Everton 3-2. Hún stóð við það og steinsofnaði, enda búin að koma sér vel fyrir á dýnunni með Millý sér við hlið sem og spiladósina sem Anna Heba gaf henni einhvern tímann. Hún er farin að sakna mömmu sinnar sem dvalið hefur í hinni tékknesku borg Prag frá því á föstudag en er væntanleg heim á morgun. Það sem brennur helst á henni er hvort mamma hennar verði komin tímanlega heim til að ná í hana á leikskólann. Ef svo verður segist hún ætla hlaupa til hennar og stökkva upp um háls hennar og faðma hana og kyssa. Það er best að fara vekja gullið svo hún sofni tímanlega í kvöld.


Gott að hvíla sig með Millý.


Sofandi á stofugólfinu með Millý sem Olga Hrund gaf henni og spiladósin frá Önnu Hebu sá um að spila hana í svefn.


Það er komið inn stutt myndband frá siglingu sem Lea Hrund fór í á Gövkaflóa í sumar.

16. september 2007.
Í gærmorgun fórum við Lea Hrund i leikskólann á grænuvöllum en verið var að taka hann formlega í notkun.
Sveitarstjórinn klippti á borða ásamt börnum af Grænuvöllum sem komin eru í skólahóp. Lea Hrund er ein af þeim en hún vildi ekki klippa með hinum, fylgdi mér sem fastast en ég var að mynda atburðinn. Sjá frétt á mbl.is 
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1291573
Á eftir fórum við Lea Hrund að skoða leikskólann og þá tók ég þessar myndir af henni.
11. september 2007.
Hér koma nokkrar myndir af Leu Hrund sem teknar voru á dögunum austur í Ásbyrgi og í Eyjafirði.


Lea Hrund klifrar í trjánum.

Steinarnir inn í botni heilluðu.

Svo var pósað.

Meira pós.

Svo voru nokkur bláber týnd áður en farið var niður í Sultir.

Við vorum þarna á ferð í Kelduhverfi með Roselien, skiptinemanum sem dvaldi hjá okkur um árið, og föður hennar og veiðifélaga hans.


Ella og Roselien í Ásbyrgi.


Eli Beerten og Gerald Veeckmans.
Þeir voru hér í um vikutíma við veiðar í Brunná og Laxá í Mývatnssveit. Þaðan héld þeir suður á bóginn til veiða í Rangá og Varmá. En áður fórum við með þá Eyjafjörðinn þar sem þeir fylgdust með réttum í Þverárétt í Eyjafjarðarsveit.

 Gerald Veeckmans í réttum.

Eli Beerten.

Leu Hrund þótti öruggast að halda sér til hlés meðan mestu lætin voru í réttinni en þegar dró að lokum hætti hún sér inn í almenninginn.

Lea Hrund í heita pottinum við sumarbústaðinn.

Við dvöldum í sumarhúsi í Kjarnarskógi þessa helgi og Lea Hrund var dugleg að fara í heita pottin sem þar var.

Halla Marín ! Lea Hrund er komin með göt í eyrun og ef grannt er skoðað sjást eyrnalokkarnir.

30 ágúst 2007.
Þar sem ekkert Barnaland, og já ekkert internet var til þegar ég var minni birti ég hér eina mynd sem pabbi tók af mér 1965. Hún er tekin um borð í Kristbjörginni fyrstu og ljóst er að maður hefur snemma fengið að fara með niður í bát.
 


Ég.28 ágúst 2007.
Kristel Eva og Lea Hrund á trampólíni.
Lea Hrund tók frænku sína hana Kristel Evu með sér heim af leikskólanum og fóru þær beint að hoppa á trampólíninu.


Frænkur á trampólíninu.


Kristel Eva Gunnarsdóttir.22 ágúst 2007.
Sundkennsla hjá Heiðdísi 2002.
Það alltaf gaman að líta aðeins til baka í myndasafninu og hér dró ég eina mynd upp af bekknum hennar Heiðdísar í sundkennsku haustið 2002.20 ágúst 2007.
Lea Hrund á Grænuvöllum.
Frá því Lea Hrund byrjaði á leikskóla hefur hún verið á leikskólanum í Bjarnahúsi og líkað vel. Á dögunum varð breyting á því leikskólarnir á Húsavík, Bjarnahús og Bestibær, hafa verið sameinaðir. Byggt var við Bestabæ og honum gefið nafnið Grænuvellir. Leu líkar breytingarnar ágætlega, hana hlakkar til á sunnudögum því það er leikskóli daginn eftir. Þarna kynnist hún líka nýjum börnum og fóstrum auk þess sem hún hefur nú báðar frænkur sínar, þær Kristel Evu og Hugrúnu Ósk, á sama leikskóla.


Frænkurnar Brynja Ósk og Lea Hrund hafa nú fært sig um set, úr miðbænum á torgið.
Hér eru þær á nýja leikskólanum sínum, Grænuvöllum.


19 ágúst 2007.
Lea Hrund missir fyrstu tönnina.

Lea Hrund sem er 5 ára hefur verið með lausa tönn undanfarið og loksins kom að því í kvöld að hún missti hana. 
Hún setti hana að sjálfsögðu undir koddann og býður spennt eftir að sjá í fyrramálið hvort einhver peningur verði komin í tannarinnar stað. Hún var svo spennt yfir þessu og ég leyfði henni að hringja í Heiðdísi til að segja henni þetta. Þá vildi sú stutta einnig hringja í Höllu Marín sem dvelur á Ítalíu um þessar mundir en það var nú orðið helst til framorðið til þess. Vona bara að Halla Marín sjái þessa færslu.


Lea Hrund
Ég er fæddur á Húsavík þann 29 júní 1963 og hef átt hér heima nánast alla mína tíð. Foreldrar mínir heita Hreiðar Ófeigur Olgeirsson og Halla Hallgrímsdóttir. Ég á fjögur yngri systkyni, Hallgrím f. 1964, Ragnheiði f. 1966, Olgu Hrund f. 1976 og Önnu Hebu f. 1985.

Kona mín heitir Elín K. Sigurðardóttir og saman eigum við þrjár dætur, þær heita Halla Marín f. 1988. Heiðdís f. 1994 og Lea Hrund f. 2002.

Flettingar í dag: 568
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399662
Samtals gestir: 2008174
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:12:35
 


clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is