Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2018 Nóvember

27.11.2018 23:06

Ný skipamyndasíða

Ég hef undanfarna daga verið að setja upp nýja síðu fyrir skipamyndirnar mínar og allra þeirra sem lána mér myndir á hana. 

Var komin með leið á hve þessi er úrelt að ýmsu leyti. Mun betri myndgæði á þeirri nýju og hægt að skoða myndirnar í stærri upplausn.

NÝJA SÍÐAN ER Á SLÓÐINNI www.skipamyndir.com

Læt nú samt eina mynd fylgja færslunni sem ég tók í dag.

Kveðja, HH

P.s Ég er búinn að borga fyrir þessa næstu 12 mánuði svo hún er ekki að fara neitt.

Hægt að skoða hana eins og áður þó minna verði af nýju efni.

Hafborgin og síðuhaldari á Húsavík í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

25.11.2018 13:54

Eskey ÓF 80

Hér kemur mynd úr syrpu sem ég tók af Eskey ÓF 80 koma til hafnar á Siglufirði í ágúst sl.

2905. Eskey ÓF 80. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

25.11.2018 13:25

Von GK 113

Von GK 113 kemur hér til hafnar í Grindavík vorið 2016.

Von var smíðuð hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2007.

2733. Von GK 113. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

25.11.2018 11:22

Þorsteinssynir við Oddeyrarbryggjuna

Nú er vika í fyrsta sunnudag í aðventu og ég var að renna í gegnum myndasafnið og skoða myndir teknar  á þessum tíma.

Hér er ein frá því á jóladag árið 2003 tekin á stafræna Minoltavél. Þarna liggja þeir saman Baldvin og Vilhelm Þorsteinssynir við Oddeyrarbryggjuna.

2212. Baldvin Þorsteinsson EA 10 - 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. © H

24.11.2018 13:27

Happasæll KE 94

Happasæl KE 94 kemur hér til hafnar í Keflavík í marsmánuði 2013. Hann hét upphaflega Árni Þorkelsson KE smíðaður í Austur-Þýskalandi 1961. Hét síðan Andvari KE, Blátindur VE, Snætindur ÁR, Gulltoppur ÁR, Litlaberg ÁR, Búddi KE og loks Happasæll KE.

13. Happasæll KE 94 ex Búddi KE. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

21.11.2018 17:30

Karólína ÞH 100

Línubáturinn Karólína ÞH 100 kemur hér að landi á Húsavík nú síðdegis.

2760. Karólína ÞH 100. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

20.11.2018 22:44

Hafborg EA 152 kemur til Húsavíkur

Það var fallegt síðdegið þegar Hafborg EA 152 kom að landi á Húsavík í gær.

2940. Hafborg EA 152. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

19.11.2018 23:04

Salka komin með jólaljósin upp

Þá eru menn byrjaðir að setja upp jólaljósin á bátana hér á Húsavík, Sölkumenn skreyttu sína tvo í dag.

 

1470. Salka í Húsavíkurhöfn síðdegis í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

19.11.2018 18:25

Hafborg EA 152 á Húsavík

Hafborgin frá Grímsey er búin að vera að veiðum á Skjálfanda undanfarna daga og tók ég þessa mynd nú undir kvöld þegar kallarnir voru að landa.

2940. Hafborg EA 152. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

18.11.2018 18:41

Hásteinn ÁR 8

Hásteinn ÁR 8 kemur hér að landi í Þorlákshöfn en báturinn var smíðaður í Skipavík árið 1969.

Sagt var frá komu hans til heimahafnar á Stokkseyri í Tímanum 4. febrúar 1969.

Um helgina kom til heimahafnar, Stokkseyrar, vélbáturinn Hásteinn ÁR 8, en hann er annar af tveim bátum sem skipasmíðastöðin Skipavík í Stykkishólmi, og Vélsmiðja Kristjáns Rögnvaldssonar, smíðar fyrir Stokkseyringa.

Þetta er eikarbátur, og mun vera fyrsti báturinn, sem er smíðaður hér á landi, og er sérstaklega fúavarinn. Áður hefur verið sagt frá smíði bátsins og sjósetningu hér í blaðinu, en myndirnar af honum voru teknar á Stokkseyri.

Á annarri myndinni er báturinn við bryggju á Stokkseyri, en á hinni er Henning Frederiksen skipstj. í brúnni á hinum nýja bát. Bætast þarna tveir myndarlegir bátar í flota Stokkseyringa. 

Báturinn er 49 tonn, búinn 240 ha. Kelvin vél og kostaði um 7,4 millj. kr. Eigendur eru Hraðfrystihúsið á Stokkseyri og Stokkseyrarhreppur. Hinn báturinn á að afhendast eftir tvo mánuði.

 

1075. Hásteinn ÁR 8. © Hafþór Hreiðarsson.

18.11.2018 18:16

Sóley SH 124

Jón Steinar tók þessa mynd fyrir nokkrum árum af Sóley SH 124 koma til hafnar í Grindavík. Báturinn hét upphaflega Harpa GK 111 og var smíðaður á Seyðisfirði 1985. Hét síðar Hrísey SF 48 og Silfurnes SF 99 áður en hann varð Sóley SH 124. Í dag heitir hann Pálína Ágústsdóttir EA 85 og er gerður út frá Hrísey.

1674. Sóley SH 124 ex Silfurnes SF. © Jón Steinar.

17.11.2018 15:38

Haförn ÁR 115

Haförn ÁR 115 kemur að landi í Þorlákshöfn en hann var í eigu Marvers hf. á Stokkseyri árin 1988-1995.

Upphaflega Hoffell SU 80, smíðað í Noregi árið 1959. Síðar Fagurey SH 237, Jórunn ÁR 237, Jón Jónsson SH 187, Haförn ÁR 115, Haförn SK 17 og að lokum SkálafellÁR 50.

Fór í brotajárn 2014.

100. Haförn ÁR 115 ex Jón Jónsson SH. © Hafþór Hreiðarsson.

17.11.2018 13:20

Tjaldur II SH 370

Línuskipið Tjaldur II SH 370 lætur hér úr höfn í Reykjavík fyrir löngu síðan. Mig minnir að Tryggvi Sig hafi sent mér myndina en ef ekki man ég ekki hver tók hana.

Tjaldur II og er eins og margir vita systurskip Tjalds SH 270. Þeir voru smíðaðir í Noregi fyrir KG fiskverkun á Rifi árið 1992.

Tjaldur II var seldur til Noregs árið 1987 þar sem hann fékk nafnið Kamaro SF-8-S og síðar Vestkapp SF-8-S og var með heimahöfn í Måløy.

Hraðfrystihús Hellisands keypti skipið aftur til landsins og kom hann til landsins í janúar 2008. Fékk hann nafnið Örvar SH 777.

2159. Tjaldur II SH 370. © Tryggvi Sig.

 

17.11.2018 12:58

Wilson Sky á Skjálfandaflóa

Tók þessa mynd af flutningaskipinu Wilson Sky í hádeginu þar sem það sigldi út Skjálfandaflóa.

Wilson Sky. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

17.11.2018 12:05

Anna HF 39

Anna HF 39 kemur hér að landi í Þorlákshöfn um árið. Smíðuð árið 1961 í Slippstöðinni á Akureyri fyrir Guðmund Ólafsson, Halldór Kristinsson og Þorleif Sigurbjörnsson, Ólafsfirði.

Anna var 20 brl. að stærð búin 207 hestafla Scania.

Hét síðar Dröfn SI 67, Haförn GK 120, Knútur RE 22 og loks Sólrún RE 22.

 

284. Anna HF 39 ex Anna ÓF. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 568
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399662
Samtals gestir: 2008174
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:12:35
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is