Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2018 Október

20.10.2018 13:44

Harðbakur EA 303

Harðabakur EA 303 var einn stóru Spánartogaranna sem smíðaðir voru fyrir íslendinga á Spáni um árið. Harðbakur kom til heimahafnar á Akureyri í marsmánuði 1975.

Hann var síðastur í röð sex togara sem smíðaðir voru eftir sömu teikningu. 

Harðbakur heitir í dag Posedon EA 303 og er rannsóknarskip. 

1412. Harðbakur EA 303. © Hafþór Hreiðarsson.

 

19.10.2018 17:13

Bjarni Ólafsson AK 70

Hér liggur Bjarni Ólafsson AK 70 við slippkantinn á Akureyri. Haustblíða á eyrinni í dag.

Bjarni Ólafsson AK 70 bar áður heitið Fiskeskjer og var keyptur frá Noregi árið 2015. Skipið var smíðað árið 1999 og er um 2000 brúttótonn að stærð, 67,4m að lengd og 13m að breidd.

Aðalvél er 7500 hestöfl af gerðinni Wartsila. Burðargeta skipsins er 1980 tonn og er unnt að kæla allan aflann. 

2909. Bjarni Ólafsson AK 70 ex Fiskeskjer. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

18.10.2018 15:37

Þorbjörn hf. kaupir Sisimiut

Undirritaður hefur verið kaupsamningur vegna kaupa Þorbjarnar hf. í Grindavík á frystitogaranum Sisimiut sem er í eigu Royal Greenland í Grænlandi.

Fréttavefurinn Trölli.is greinir frá þessu í dag.

Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1.

Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut.

Sisimiut er 67 metra langur og 14 metra breiður. Skipið er vel útbúið til flakavinnslu.

Þorbjörn hf. fær skipið afhent næsta vor og verður gert út á sama hátt og frystitogarar fyrirtækisins síðastliðin ár.

Royal Greenland er með tvo togara í smíðum á Spáni og leysir annar þeirra Sisimiut af hólmi.

Sisimiut GR6-500 ex Arnar HU. © KEÓ 2009.

 

Sisimiut GR6-500 ex Arnar HU. © Hafþór Hreiðarsson.

 

2173. Arnar HU 1. © Sigfús Jónsson.

18.10.2018 13:22

Wilson Astakos

Flutningaskipið Wilson Astakos kom að bryggju á Húsavík í hádeginu eftir að hafa lónað út á Skjálfandalóa meðan Blikur var afgreiddur.

Wilson Astakos siglir undir fána Möltu og með heimahöfn í Valletta. Smíðað 2010 og er 89 metra langt, 12 metra breitt og mælist 2.451 GT að stærð.

Wilson Astakos. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

17.10.2018 18:39

Breki VE 61

Skuttogarinn Breki VE 61 er hér nýlagstur að bryggju í Eyjum í dag með öll kör full af fiski.

2861. Breki VE 61. © Hólmgeir Austfjörð 2018.

16.10.2018 17:16

Sandfell SU 75 - Myndasyrpa

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók sl. laugardag þegar Sandfell SU 75 lét úr höfn á Húsavík.

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2841. Sandfell Su 75 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

15.10.2018 21:57

Guðbjörg Steinunn GK 37

Hér er mynd af Guðbjörgu Steinunni GK 37 sem tekin var um árið. Upphaflega Þórir GK 251.

1236. Guðbjörg Steinunn GK 37 ex Ólafur Magnússon HU. © Hafþór.

13.10.2018 12:57

Sandfell SU 75 á útleið

Tók heilan haug af myndum þegar Sandfell SU 75 lagði úr höfn frá Húsavík skömmu fyrir hádegið. Hér kemur sú fyrsta.

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

13.10.2018 10:14

Húsavíkurhöfn

Þessa mynd tók ég við Húsavíkurhöfn í gærkveldi.

Við Húsavíkurhöfn að kveldi 12. október 2018. © Hafþór Hreiðarsson.

12.10.2018 22:18

Sandfell SU 75 á Húsavík

Sandfell SU 75 frá Fáskrúðsfirði kom hingað til Húsavíkur síðdegis í dag og landaði um 7,5 tonna afla sem fékkst á línununa SA af Grímsey.

Tók myndir af köllunum við löndun og bátnum við bryggju.

Landað úr Sandfelli á Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Landað úr Sandfelli á Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Landað úr Sandfelli á Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Landað úr Sandfelli á Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Landað úr Sandfelli á Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Landað úr Sandfelli á Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

11.10.2018 20:26

Geiri Péturs ÞH 344

Þessa mynd tók ég 21. maí 1995 þegar Geiri Péturs ÞH 344, sá þriðji í röðinni, kom til heimahafnar á Húsavík í fyrsta skipti. Upphaflega Skúmur GK 22 en hafði í millitíðinni fengið einkennisstafina ÍS 322.

Morgunblaðið sagði frá kaupum á honum 20. apríl sama ár:

Sigurður Olgeirsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Húsavík hefur keypt skipið Skúm ÍS 322. sem er 240 tonn að stærð og ætlar hann að gera það út frá Húsavík.

Skipinu fylgir um 500 tonna þorskígildiskvóti og hyggst Sigurður gera það út á rækju og aðrar togveiðar. Hann tekur nú við skipinu og siglir því til Akureyrar, þar sem smávægilegar breytingar verða gerðar á skipinu. en stefnt er að því að veiðar geti hafist innan skamms.

Sigurður átti áður 180 tonna skip, Geira Péturs, sem hann hefur selt til Tromsö í Noregi. Þaðan keypti hann skipið fyrir nokkrum árum. Hinir norsku kaupendur koma hingað til um helgina til að sæka skipið.

1872. Geiri Péturs ÞH 344 ex Skúmur ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 1995.

08.10.2018 20:34

Kristinn SH 812

Jón Steinar tók þessa mynd af línubátnum Kristni SH 812 þann 30. mars árið 2014.

Kristinn var smíðaður í Trefjum í Hafnarfirði árið 2010 og er af gerðinni Cleopatra 50.

Báturinn var smíðaður fyrir útgerðarfélagið Rederij Dezutter í Belgíu en Útgerðarfélagið Breiðavík ehf. í Snæfellsbæ keypti bátinn til landsins árið 2013.

Heimahöfnin er Rif.

2860. Kristinn SH 812 ex Mayra~Lisa. © Jón Steinar 2014.

07.10.2018 21:45

Ármann ÞH

Hér hafa þeir bræður á Ármanni ÞH látið Yanmarinn finna fyrir því.  Tekið í maímánuði árið 2009 en þá var báturinn á grásleppuveiðum.

Á aba.is, síðu Árna Björns Árnasonar má lesa um sögu Ármann sem upphaflega hét Hrönn EA 36 og var smíðaður árið 1955 af Baldri Halldórssyni á Hlíðarenda við Akureyri.

 

5765. Ármann ÞH 103. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

07.10.2018 16:21

Óli á Stað GK 99

Óli á Stað GK 99 siglir til hafnar á Siglufirði í sumar. Sá sjötti að ég held með þessu nafni.

2842. Óli á Stað GK 99. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

04.10.2018 19:29

Sighvatur farinn í sína hinstu siglingu

Sighvatur GK 357 lagði upp í sína hinstu siglingu í dag þegar hann sigldi út úr Grindavíkurhöfn áleiðis til Belgíu. Þar bíður hans niðurrif eftir langa og dygga þjósnusti í íslenska flotanum.

Sighvatur hét upphaflega Bjartur NK 121 og kom nýr til landsins þann 14. maí 1965.

Þjóðviljinn birti eftirfarandi frétt daginn eftir:

Hingað kom í morgun nýtt skip Bjartur NK 121 eign útgerðar Síldarvinnslunnar h.f., smíðaður í A-Þýzkalandi. Er þetta annað skipið af sömu gerð sem Síldarvinnslan kaupir á þessu ári.

Hið fyrra, Barði, kom í marz. Bæði eru skipin 264 brúttótonn að stærð og búin fullkomnum tækjum.

Skipstjóri á Bjarti er Filip Höskuldsson, stýrimaður Lúðvík Ágústsson og fyrsti vélstjóri Björn Guðnason.

 

Fiskanes hf. í Grindavík keypti skipið í upphafi árs 1972 og fékk hann nafnið Grímseyingur GK 605. Í febrúar 1976 kaupa Benóný Þórhallsson og Reynir Jóhannsson Grímseying sem fær þá nafnið Víkurberg GK 1. Víkurbergið var selt  í Þormóði Ramma hf. á Siglufirði í árslok 1979. Í byrjun febrúar 1980 er skipið skráð í eigu Ríkissjóðs Íslands, skrá sem rannsóknarskip undir nafninu Bjartur. Vísir hf. í Grindavík kaupir Bjart í febrúar 1982 og fær hann þá nafnið Sighvatur GK 57 sem hann ber enn þann dag í dag. Heimild Íslensk skip. 

Þess má geta Sighvatur varð GK 357 síðustu mánuðina eftir að nýi Sighvatur fékk GK 57. 

 

Þegar Ríkissjóður keypti Víkurbergið 1980 fór það til Grænhöfðaeyja eftir að hafa fengið Bjartsnafnið aftur.

Í Morgunbalðinu 23. apríl 1980 sagði svo frá:

Áætlað hafði verið, að Víkurbergið GK legði af stað frá Hafnarfirði á laugardag áleiðis til Grænhöfðaeyja á vegum íslenzku þróunaraðstoðarinnar. Nú hefur brottför verið frestað og fer skipið síðari hluta næstu viku. 

Reyndar heitir skipið ekki lengur Víkurberg, heldur hefur því verið valið nafnið Bjartur. Það nafn bar skipið er það kom til landsins árið 1965 og var þá í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Síðan hét skipið Grímseyingur og þá Víkurberg, en nú er sama nafn komið á skipið og er það kom til landsins. 

Þrír Íslendingar verða með Bjart á Grænhöfðaeyjum eða Gap Verde þegar þangað kemur, þeir Magni Kristjánsson frá Neskaupstað, áður aflaskipstjóri á Berki, en hann verður útgerðarstjóri, Halldór Lárusson frá Keflavík verður skipstjóri og Árni Halldórsson frá Grundarfirði verður vélstjóri. Þeir fara með fjölskyldur sínar og verða 12 manns í íslendinganýlendunni á Grænhöfðaeyjum. 

Áætlað er að skipið verði 18—20 daga á leiðinni, en m.a. verður komið við í Neskaupstað til að taka veiðarfæri. Að sögn Magna Kristjánssonar verða ýmis veiðarfæri reynd og meðferðis verða nót, troll, lína og net svo eitthvað sé nefnt. Bjartur er rúmlega 208 tonn að stærð, smíðaður í A-Þýzkalandi 1965. 

—Það vill svo skemmtilega til, að ég fór fyrsta túrinn á Bjarti eftir að hann kom til landsins, sagði Magni í gær. — Ég var stýrimaður á togara, en var í siglingafríi og fór með þennan túr. Það var ýmislegt óklárt og við vorum með hamra og sagir á lofti á útleiðinni til að ganga frá ýmsu smálegu. Við vorum þó ekki nema sólarhring í túrnum og komum að landi með fullfermi af síld eða um 260 tonn, sagði Magni. 

Þess má geta að Magni var um tíma skipstjóri á skuttogaranum Bjarti, áður en hann tók við nótaskipinu Berki. 

 

975. Sighvatur Gk 357 ex GK 57. © Jón Steinar 2018.

 

975. Sighvatur Gk 357 ex GK 57. © Jón Steinar 2018.

 

975. Sighvatur GK 357 ex GK 57. © Jón Steinar 2018.
Flettingar í dag: 2149
Gestir í dag: 691
Flettingar í gær: 4476
Gestir í gær: 1913
Samtals flettingar: 8763180
Samtals gestir: 1929657
Tölur uppfærðar: 20.10.2018 13:47:43
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is