Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2018 Október

31.10.2018 19:48

Havarí á miðunum

Ottó N Þorláksson VE 5 lenti í smávegis havarí á miðunum í dag og kom Bergey VE 544 til aðstoðar. Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó sendi mér þessar myndir sem og fleiri sem má skoða hér.

Kallarnir á Ottó lýsa þessu svo á Fésbókarsíðu þeirra:

Síðustu dagar um borð í Ottó hafa verið viðburðaríkir, svo ekki sé nú meira sagt. Þetta er túr nr 13 eins og kom fram í færslunni þegar við lögðum úr höfn siðastliðinn föstudag. Það hefur reyndar fiskast ljómandi vel, svona fyrir utan siðustu klukkutimana aður en aðalvelin byrjaði að hiksta, við hifðum i skyndi til að ná trollinu inn ef vera kynni að vélin myndi drepa á sér. Lagt var af stað og veiðum hætt eftir að trollið var komið um borð, öll viðvörunarljós og hljóð létu til sin taka??

Svo kom að þvi, vélin drap á sér... Skömmu seinna var hun komin aftur i gang en þo með herkjum. Akveðið var að taka stefnuna heim til eyja og eftir sma siglingu þa drap velin aftur á sér. Þá voru góð ráð dýr og haft var samband við Bergey VE sem var i tæplega 30 milna fjarlægð. Upp úr hádegi var Bergey komin að okkur og skutu þeir taug yfir sem var siðan vel fest og sigling hófst í átt til Eskifjarðar.

Þegar um það bil 30 min voru eftir til Eskifjarðar var velstjorinn búinn að laga vandamálið svo hægt væri að sleppa tauginni og sigla fyrir eigin vélarafli heim á leið. 

Nokkur önnur vandamal hafa komið upp en þau verða löguð i landi.

Við þökkum útgerð og áhöfn Bergeyjar VE kærlega fyrir aðstoðina, eða eins og maðurinn sagði... Ottó þakkar Bergey fyrir dráttinn ??????

Heyrst hefur að nokkrir áhafnarmeðlimir séu nú þegar búnir að biðja um frí í túr númer 13 á næsta ári.

 

2744. Bergey VE 544 kemur að Ottó N Þorlákssyni VE 5 í dag. © H.A.

 

2744. Bergey VE 544. © Hólmgeir Austfjörð 2018.

 

Bergey VE tekur Ottó N í tog. © Hólmgeir Austfjörð.

 

Bergey VE tekur Ottó N Þorláksson í tog í dag. © Hólmgeir Austfjörð 2018.

 

 

30.10.2018 09:09

Ísleifur VE 63

Gundi á Kaldbak sendi mér þessar myndir sem hann tók af Ísleifi VE 63 í gær. 

Smíðaður í Asmarskipasmíðastöðinni í Chile árið 2000.

 

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK. © Gundi 2018.

 

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK. © Gundi 2018.

 

 

29.10.2018 11:22

Litlanes ÞH 3

Hér liggur Litlanes ÞH 3 við bryggju í Grindavík og löndun í fullum gangi. Myndin tekin 19. mars sl. 

2771. Litlanes ÞH 3 ex Muggur HU. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

 

28.10.2018 09:12

Röst SK 7

Röstin frá Sauðárkróki á toginu fyrir allöngu síðan.

Röst hét upphaflega Sóley ÍS 225 frá Flateyri og kom ný til heimahafnar í lok maímánaðar 1966.

Morgunblaðið sagði svo frá 1. júní 1966:

Síðasta föstudagskvöld fögnuðu Örnfirðimgar nýju og glæsilegu fiskiskipi. Skip þetta heitir Sóley, ÍS 225 og er 245

brúttórúttólestir. Eigandi skipsins er Hjallanes hf. Flateyri en aðaleigandi þess er Kaupfélag Önfirðinga.

Skipið er búið Wichmann-vél 600 hö. Hjálparvéiar eru tvær af M.W.M. gerð og knýr hvor þeirra riðstraumsraf að stærð 31,5 kw.

Það sem vekur sérstaka athygli í þessu skipi er ný gerð og kraftblökk sem er norsk og heitir Hov/Notringvinsj, 8 tonna. Skipið er búið öllum nýjustu siglinga-

og fiskileitartækjum. Þá er það nýjung að kortaklefi er staðsettur bakborðsmegin fyrir aftan stýrishús, sem gefur meina rými fyrir blökkina og

nótina á bátalþilfari.

Teikningar og fyrirkomlag á innréttingu skipsins gerði Ágúst G. Sigurðsson skipatæknifræðingur, en teikningin af skipinu er norsk. Skipið gekk í reynsluför

12,4 sjómílur. Skipstjóri er Ari Kristjánsson frá Hafnarfirði og sigldi hann skipinu heim.

Skipinu var hleypt af stokkunum 7. maí sl. hjá Lindstöls skipasmíðastöðinni í Risör í Noregi.

Skipinu var vel fagnað hér og fór héðan til síldveiða á hvítasunnunni.

 

1009. Röst SK 17 ex Kristbjörg ÞH. © Olgeir Sigurðsson.

 

26.10.2018 08:42

Blikur

Hér er flutningaskipið Blikur að fara frá Húsavík í síðustu viku.

Blikur. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

26.10.2018 08:31

Þórsnes II SH 109

Þórsnes II SH 109 var smíðað í Slippstðöinni á Akureyri árið 1975 fyrir samnefnda útgerð í Stykkishólmi.

Fór í pottinn fyrir nokkru sem Steini Sigvalda GK 526.

1424. Þórsnes II SH 109. © Hafþór Hreiðarsson 2007.

25.10.2018 21:55

Þórunn Sveinsdóttir VE 401

Hólmgeir Austfjörð tók þessa mynd í dag þegar Þórunn Sveinsdóttir VE 401 hélt til veiða frá Vestmannaeyjum.

Hún var smíðuð hjá Karstensens Skibsværft A/s í Skagen árið 2010.

2401. Þórunn Sveinsdóttir VE 401. © Hólmgeir Austfjörð 2018.

25.10.2018 18:13

Havstal

Baldur Sigurgeirs tók þessa mynd af Havstal M-300-A frá álasundi í Egersund á dögunum.

Þetta glæsilega skip hét áður Serene LK 297 og var frá Hjaltlandseyjum. Smíðað árið 2009 og með heimahöfn í Leirvík.

Það er 71 metrar á lengd og 15 metrar á breidd. Mælist 2.943 GT að stærð.

Havstal M-300-A ex Serene LK 297. © Baldur Sigurgeirsson 2018.

24.10.2018 21:39

Heimstím og útstím

Hér er mynd sem ég tók í gær og sýnir Karólínu ÞH 100 á heimstími til Húsavíkur og flutningaskipið Eems River á útstími út Skjálfandaflóa. Ef menn rýna í myndina má seinnig sjá hvalaskoðunarbátinn  Sylvíu á heimstími.

2760. Karólína ÞH 100 - Eems River. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

 

23.10.2018 22:19

Björg EA 7 - Myndir frá Gunda

Gundi á Frosta tók þessar myndir í dag þegar Björg EA 7 lét úr höfn á Akureyri. 

Þar um borð var Hörður sonur hans og í fyrsta skipti á hans 15 ára sjómannsferli eru þeir feðgar ekki samskipa. En þeir hafa verið á Frosta ÞH 229 sem eins og kunnugt er, er úr leik um tíma, eftir bruna þar um borð.

Gundi fer sjálfur um borð í Kaldbak EA 1 á morgun og ef kallinn nær einhverjum myndum í túrnum handa okkur skipa- og bátaáhugamönnum verða þær frá Gunda á Kaldabk.

2894. Björg EA 7. © Gundi 2018.

 

2894. Björg EA 7. © Gundi 2018.

23.10.2018 19:01

Eems River

Flutningaskipið Eems River losaði kvarsfarm á Húsavík í dag en skipið kom með hann frá Helguvík.

Eems River var smíðað árið 2012

Það siglir undir fána Hollands með heimahöfn í Delfzilj. 

Það er 90 metra langt og 13 metra breitt. Mælist 2,767 GT að stærð.

Þessa mynd tók ég þegar skipið lagði úr höfn um kaffileytið.

Eems River. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

22.10.2018 21:45

Kristey ÞH 25

Kristey ÞH 25 nýkominn niður úr skveringu í slippnum á Húsavík. Upphaflega Kristbjörg ÞH 44, smíðuð fyrir Korra h/f á Húsavík árið 1975.

Báturinn var sá sjöundi, og jafnframt næstsíðasti, sem Skipavík h/f í Stykkishólmi smíðaði eftir þessari teikningu Egils Þorfinssonar.

Keilir SI 145 í dag en var áður GK 145 og þar áður Atlanúpur ÞH 270.

1420. Kristey ÞH 25 ex Kristbjörg ÞH. © Hafþór Hreiðarsson.

22.10.2018 21:25

Bjössi Sör

Hvalaskoðunarbáturinn Bjössi Sör var smíðaður árið 1975 í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri og hét upphaflega Sólrún EA 251.

Á vefnum aba.is segir að framleiðsla Skipasmíðastöðvar KEA hafi lagðst af með smíði Sólrúnar EA-251 og mun höfuðorsök þess hafa verið harðnandi samkeppni og þverrandi eftirspurnar eftir eikarskipum. 

Á þessari mynd sem ég tók í ágústmánuði 2012 er pabbi heitinn að sigla Bjössa til hafnar eftir hvalaskoðun á Skjálfanda.

1417. Bjössi Sör ex Breiðdælingur SU. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

22.10.2018 21:16

Sylvía

Hér kemur mynd af hvalaskoðunarbátnum Sylvíu í ágústmánuði 2012. Fallegur bátur Sylvía, sem smíðuð var hjá Bátasmiðjunni Vör h/f á Akureyri 1976. Hét upphaflega Sigrún ÞH 169 frá Grenivík.

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

22.10.2018 18:07

Ocean Star

Baldur Sigurgeirsson vélstjóri tók þessa mynd af skoska uppsjávarveiðiskipinu Ocean Star í dag. Baldur er á norskum dráttarbát og voru þeir að sigla fram hjá Egersund netagerðinni.

Ocean Star er glænýtt skip, 87 metra langt og 18 metra breitt. Afhent frá Nautaskipasmíðastöðinni á þessu ári.

Ocean Star FR 77. © Baldur Sigurgeirsson 2018.
Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399629
Samtals gestir: 2008173
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 12:41:15
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is