Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2018 Ágúst

29.08.2018 22:50

Guðrún Ragna HU 162

Guðrún Ragna HU 162 rataði fyrir linsuna hjá mér á Skagaströnd um daginn en hún var á strandveiðum. Hún var smíðuð hjá Bátahöllinni á Hellisandi árið 2010 og var upphaflega BA 162. Hefur  alla tíð verið í eigu Sveinunga ehf. samkvæmt vef Fiskistofu.

7670. Guðrún Ragna HU 162 ex BA. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

29.08.2018 22:03

Sighvatur GK 57

Jón Steinar tók þessar myndir í vikunni þegar línuskipið Sighvatur GK 57 kom til Grindavíkur. Hann var á Ísafirði þar sem þar sem að verið var að setja niður búnað á millidekkið í honum.

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Jón Steinar 2018.

 

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Jón Steinar 2018.

28.08.2018 20:54

Atlantic Star

Eiríkur á Reval Viking sendi mér þessa mynd af Atlantic Star í dag. Upphaflega Helga RE 49, smíðuð í Noregi fyrir Ingimund hf. árið 1996.

Seld til Grænlands árið 1999 þar sem hún fékk nafnið Polar Arfivik. Seld til Noregs  2002 þar sem hún fékk núverandi nafn og heimahöfn í Vardo. Togarinn hefur verið lengdur og mælist nú 74,72 metrar að lengd. Var 60,4 metrar.

LMBG. Atlantic Star M-111-G ex Polar Arfivik. © Eiríkur Sigurðsson 2018.

27.08.2018 16:09

Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Hér er önnur mynd frá því um daginn þegar Vilhelm Þorsteinsson EA 11 kom siglandi inn Eyjafjörð og fór beint upp í flotkvínna á Akureyri.

2411. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

27.08.2018 15:57

Albanyborg

Flutningaskipið Albanyborg kom til Húsavíkur á dögunum með hráefni fyrir kísilver PCC á Bakka.

Albanyborg siglir undir hollensku flaggi með heimahöfn í Delfzijl.

Skipið var smíðað árið 2010 og er 142 metra langt. Breiddin er 21 meter.

Albanyborg ex CCNI Tolten. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

 

25.08.2018 23:58

Akraberg FD

Eiríkur skipstjóri á Reval Viking sendi mér þessa mynd sem hann tók af færeyska togaranum Akrabergi FD 10 í dag. Við þekkjum þennan vel, var gulur í upphafi en fékk síðan þennan rauða lit eins og frægt er. 

Akraberg FD 10 ex Odra. © Eiríkur Sigurðsson 2018.

25.08.2018 16:38

Serene gefið nafn í Skagen

Uppsjávarveiðiskipinu Serene LK 297 var gefið nafn í Skagen í dag.  Það er í smíðum hjá Karstensen Skibsværft A/S þar í bæ fyrir  Serene Fishing Co. Ltd. á Shetlandseyjum. Skrokkur þess var smíðaður í Póllandi

Serene er 82 metrar að lengd og 17,2 metrar á breidd og kemur í stað eldri skips með sama nafni sem selt var til Noregs 2017.

Skipamyndasíðan á sinn fulltrúa í Skagen ein sog víða og tók hún þessa mynd í dag en mikið fjölmenni var við athöfnina.

Serene LK 297. © Anna Ragnarsdóttir 2018.

25.08.2018 12:30

Kågtind II

Björn Valur Gíslason skipstjóri tók þessa mynd af norska togaranum Kågtind II í Barentshafi. Við þekkjum hann sem Oddeyrina EA 210 en þar áður hét hann Andenesfisk II.

Kågtind T-19-H ex Oddeyrin EA. © Björn Valur Gíslason 2018.

24.08.2018 22:12

Djúpfari

Djúpfari kemur hér að landi í Djúpavík á Ströndum sem er hans heimahöfn. Smíðaður 1988 hjá Trefjum í Hafnarfirði.

 

7132. Djúpfari ex Kotey RE. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

22.08.2018 07:39

Málmey

Skuttogarinn Málmey SK 1 við bryggju á Sauðárkróki á dögunum.

Málmey var smíðuð í Flekkefjord í Noregi 1987 fyrir Sjólaskip hf. í Hafnarfirði. Skipið , sem hlaut upphaflega nafnið Sjóli HF 1, var keypt til Sauðárkróks 1995 og hlaut þá nafnið Málmey SK 1.

1833. Málmey SK 1 ex Sjóli HF. © Hafþór Hreiðarsson2018.

21.08.2018 16:42

Ottó N á landleið

Hólmgeir Austfjörð skipverji á skuttogaranum Ottó N Þorlákssyni VE 5 tók þessa mynd áðan um borð í togaranum sem er á landleið í blíðskaparveðri.

1578. Ottó N Þorláksson VE 5 ex RE. © Hólmgeir Austfjörð.
 

20.08.2018 20:49

Láki II

Tók þessa mynd á Hólmavík fyrir skömmu og sýnir hún hvalaskoðunarbátinn Láka II leggja upp í ferð út á Steingrímsfjörðinn.

Láki II var smíðaður í Noregi árið 1978 en keyptur hingað til lands árið 2007.

2738. Láki II ex Brimrún. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

20.08.2018 20:14

Áskell EA 749

Jón Steinar tók þessa mynd í gær þegar togbáturinn Áskell EA 749 kom til hafnar í Grindavík eftir túr á Vestfjarðarmið.

2749. Áskell EA 749 ex Helga RE. © Jón Steinar 2018.

19.08.2018 19:34

Elín ÞH 82

Strandveiðibáturinn Elín ÞH 82 frá Grenivík kemur hér að landi á Skagaströnd í sl. viku.

Upphaflega Inga Hrund ÁR 388, smíðaður hjá Trefjum árið 2000. Lengdur 2004.

Elín ÞH 82 ehf. er eigandi og útgerðaraðili bátsins.

2392. Elín ÞH 82 ex Særós GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

18.08.2018 12:20

Herja ST 166, aflahæsti makrílveiðibáturinn

Á vef Landsambands smábátaeigenda segir 37 smábátar hafa hafið makrílveiðar.  Aflinn var kominn yfir þúsund tonn, 1.062 tonn þegar löndunartölur voru skoðaðar í gærmorgun.

"Veiðisvæðin eru þau sömu og undanfarin ár, við Reykjanes, Snæfellsnes og í Steingrímsfirði. Herja ST er aflahæst með 105 tonn.  Aflinn hefur fengist á Steingrímsfirði og verið landað á Hólmavík.  Mestu hefur verið landað í Keflavík 765 tonnum.

Að sögn sjómanna er makríllinn brellinn, stundum gýs upp veiði og bátarnir fylla sig á örskömmum tíma þess á milli sem menn verða ekki varir klukkutímunum saman". Segir í fréttinni.

 

Þegar ég átti leið um Hólmavík fyrir viku var Herja ST 166 að veiðum við hafnarkjaftinn og tók ég þessar myndir þá. 

2806. Herja ST 166. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2806. Herja ST 166. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2806. Herja ST 166. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2806. Herja ST 166. © Hafþór Hreiðarsson 2018.
Flettingar í dag: 588
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399682
Samtals gestir: 2008177
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:46:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is