Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2018 Febrúar

12.02.2018 08:49

Hannah Kristina

Þessu skipi mætti Svafar Gestsson á dögunum við Noregsstrendur en það heitir Hannah Kristina.

Smíðað 1999 og hét upphaflega Parida. Síðan Korsoer og Cfs Parida áður en það fékk núverandi nafn 2013.

Þetta er svokallað Ro Roskip, eða ekjuskip upp á íslenskuna,  101 metra langt og 18 metra breitt.

Mælist 5.801 Gt að stærð og siglir undir fána Noregs með heimahöfn í Bergen.

Hanna Kristina ex Cfs Parida. © Svafar Gestsson 2018.

 

11.02.2018 20:29

Bíldudalshöfn

Hér kemur mynd  af bátum við bryggju á Bíldudal sem Ágúst Guðmundsson tók á sínum tíma. Þarna má sjá báta sem horfnir eru sjónum okkar í dag. En samt er eitthvað þarna innan um sem enn er til í misjöfnu ástandi þó.

Efst við bryggjuna liggja Pétur Þór BA 44 og Elías BA 23.

Fyrir aftan þá eru Dröfn BA 28 innst við bryggjuna og því næst Bátalónsbátur með skipaskrárnúmerið 1198 og er BA 2. Þá tvær trillur sem ekki sjást nöfnin á.

Síðan þekki ég ekki innsta bátinn í fremstu röðinni en utan á honum liggja Þröstur BA 48 og Pilot BA 6.

Bátar við bryggju á Bíldudal. © Ágúst Guðmundsson.

11.02.2018 19:55

Gunnbjörn

Rækjutogarinn Gunnbjörn ÍS 302 er hér að koma til hafnar á Húsavík sumarið 2013. Þetta var síðasta árið sem hann var gerður út undir þessu nafni. 2015 fékk hann nafnið Arnarborg ÍS 260 og var í eigu útgerðarfélagsins Sólberg ehf. á Ísafirði. Seldur til Dubai 2016 þar sem hann fékk nafnið Ara og er undir Mongólísku flaggi. Upphaflega Framnes 1 ÍS 708, smíðaður í Flekkefjörd 1973. 

1327. Gunnbjörn ÍS 302 ex Framnes ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

11.02.2018 14:27

Nyksund

Svafar Gestsson vélstjóri á Martin H tók þessa mynd af flutningaskipinu Nyksund á dögunum við strendur Noregs.

Nyksund er 80 metra langt og 20 metra breitt, smíðað 2017 og siglir undir norskum fána. Heimahöfn þess er Myre.

Nyksund. © Svafar Gestsson 2018.

10.02.2018 17:13

Pálína Ágústsdóttir

Togbáturinn Pálína Ágústsdóttir EA 85 er hér að færa sig til í Dalvíkurhöfn eftir löndun í morgun.

1674. Pálína Ágústsdóttir EA 85 ex Sóley SH. © Haukur Sigtryggur 2018.

 

10.02.2018 10:57

Faldur í slipp

Hér er Faldur ÞH 153 í slipp á Húsavík. Faldur hét upphaflega Votaberg ÞH 153 og var smíðaður í Vestmannaeyjum 1973 fyrir Sveinbjörn Joensen á Þórshöfn. Votabergið kom til Þórshafnar í marsmánuði en 1. desember 1973 kaupa Þorbergur og Níels Jóhannssynir bátinn og nefna Fald.

Faldur er í dag hvalaskoðunarbátur á Húsavík, í eigu Gentle Giants.

1267. Faldur ÞH 153 ex Votaberg ÞH. © Hreiðar Olgeirsson.

09.02.2018 17:32

Ærling

Svafar Gestsson tók þessa mynd í gær af Ærling M-2-AE frá Kristiansund. Ærling þessi var smíðaður árið 2017 og er 10,99 metra langur netabátur og 4,45 metrar á breidd.

Um hann sagði á fiskerforum.dk í fyrra:

Jemar Norpower has delivered a new 10.99m Sjark to owners Jørgen Torset and Terje Oldervik.

The new Ærling is rigged for netting, measures 10.99 metres with a 4.45 metre beam and has an 18 cubic metre fishroom. The wheelhouse offers a 360° view and the mess area is in the wheelhouse, along with a galley equipped with a ceramic hob. There are cabins and a toilet and shower below the wheelhouse.

Ærling’s main engine is a 305hp, 6.70 litre Cummins QSB driving a 4-bladed Nogva propeller via a Nogva HC 168 reduction gear at a 4.16:1 ratio, giving a working speed of around nine knots. The gearbox also has a PTO. The SP300 side thruster is from Sleipnir hydraulics.

Ærling has an extensive working deck area, with a shelter along the whole of the boat’s port side. The pounds for the boat’s fishing gear are located at the stern.

Deck equipment is from Lorentzen Hydraulics, with a 1200kg LHG1200 net hauler fitted on the starboard side and a net stacker aft. Lorentzen also supplied the winches for the landing boom. A Troldmyr Møbelfabrikk HIAB crane is also fitted aft over the deck area.

Electronics are supplied by ProNav and Oddstøl Elektronikk, and include a Furuno CH-270BB sonar.

 

Ærling M-2-AE. © Svafar Gestsson 2018.

09.02.2018 16:43

Ný Cleopatra 36 til Stavanger

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Ombo í nágrenni Stavanger í Noregi.

Kaupandi bátsins er Odd-Cato Larsen sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum.

Báturinn hefur hlotið nafnið Prince.  Báturinn mælist 14brúttótonn.  Prince er af gerðinni Cleopatra 36.

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C13 650hp tengd ZF V-gír.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC.

Báturinn er einnig útbúin með tveimur vökvadrifnum hliðarskrúfum sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til netaveiða.

Veiðibúnaður kemur frá Noregi.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Rými er fyrir 15stk 380lítra kör í lest.  Fullkomin eldunaraðstaða auk borðsals er staðsett í brúnni.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.  Salerni með sturtu er í lúkar. 

Báturinn hefur þegar hafið veiðar.

Prince R-7-HM. © trefjar.is 2018.

09.02.2018 11:54

Silver River

Þessa mynd af flutningaskipinu Silver River tók Svafar Gestsson við strendur Noregs í gær.

Skipið, sem áður hét Langfoss, var smíðað árið 2007. Það er 82 metrar að lengd, 16 metra breitt og mælist 3.538 GT að stærð.

Silver River er með heimahöfn í St. John´s og siglir undir fána  Antigua & Barbuda.

Silver River ex Langfoss. © Svafar Gestsson 2018.

09.02.2018 11:30

Artic Wolf

Articc Wolf heitir togarinn sem er á þessari mynd sem ég tók í Reykjavík 2004. 

Smíðaður 1982 og er 51 meter á lengdina en 12 á breidd. Mælist 1216 GT að stærð. Upphaflega Illimaasaq frá Grænlandi en seldur 1991 til Færeyja þar sem hann fékk nafnið Rán TG 752.

Hefur heitið nokrum nöfnum s.s Russian Viking, Sea Fox og þá Artic Wolf. Síðan Volk Arctiki og aftur Artic Wolf.

Er með heimahöfn í Murmansk. Hefur legið í höfn í Vladivostok síðan í október 2017 og hafði þar áður legið í Murmansk eftir því sem mér sýnist á ShipsPotting.com

Artic Wolf ex Sea Fox. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

 

 

 

 

08.02.2018 16:07

Green Frost

Flutningaskipið Green Frost er hér að koma til Húsavík í aprílmánuði árið 2004. Þetta 33 ára skip er með heimahöfn í Nassau á Bahamas.

Það er 86 metra langt, 16 metra breitt og mælist 3398 GT að stærð.

Hét upphaflega Olavur Gregersen og síðar Nidaros en frá því í desember 1993 hét það Green Frost þangað til það fékk nafnið Samskip Frost annað hvort 2016 eða 2017.

Green Frost ex Nidaros. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

08.02.2018 15:35

Hrafn

Hér kemur mynd síðan 1. mars árið 2004 og sýnir hún frystitogarann Hrafn GK 111 koma að landi í Hafnarfirði. Upphaflega Sléttanes ÍS 808 sem smíðað var í Slippstöðinni á Akureyri og afhent snemma árs 1983.

Þorbjörn hf. í Grindavík keypti togarann, sem var lengdur 1993, af Ingimundi hf. í Reykjavík haustið 1999. Ingimundur hafði fyrr á árinu keypt hann af Básafelli.

Þorbjörninn seldi Hrafn GK 111 til Rússlands í maímánuði 2015 og þar fékk hann nafnið Nera og er með heimahöfn í Vladivostok.

1628. Hrafn GK 111 ex Sléttanes ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

08.02.2018 08:46

Stykkishólmur um 1990

Hér koma myndir sem Ágúst Guðmundsson tók í Stykkishólmi um 1990. Horft yfir hafnarsvæðið þar sem m.a má sjá Gretti SH, Sigurvon SH og Smára SH innann við hana. Utan á Sigurvoninni liggur Gísli Gunnarsson II SH. Þá má sjá Breiðafjarðarferjuna Baldur á einni mynd sem og Arnar SH.

Stykkishólmur um 1980. © Ágúst Guðmundsson.

 

Stykkishólmur um 1980. © Ágúst Guðmundsson.

 

Stykkishólmur um 1980. © Ágúst Guðmundsson.

 

Stykkishólmur um 1980. © Ágúst Guðmundsson.

07.02.2018 17:57

Fjölnir

Jón Steinar tók þessa mynd af Fjölni GK 157 koma til hafnar í Grindavík í gær. Báturinn var með fullfermi, eða um 360 kör sem gerir um 120 tonna afla.

1136. Fjölnir GK 157 ex Ocean Breezer. © Jón Steinar 2018.

07.02.2018 12:42

Holmfoss

Svafar vinur minn, vélstjóri á norska skipinu Martin H, tók þessa mynd af Holmfossi kl. 12:30 í dag rétt við bæinn Nesna, en Martin H er á leið suður með ströndum Noregs.

Holmfoss var smíðaður 2007 og er með heimahöfn í St. John´s og siglir undir fána  Antigua & Barbuda.

Holmfoss er 82 metra langur, 16 metra breiður og mælist 3538 GT að stærð.

Holmfoss. © Svafar Gestsson 2018.
Flettingar í dag: 451
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396787
Samtals gestir: 2007661
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:06:47
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is