Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2018 Febrúar

21.02.2018 16:00

Vésteinn GK 88 - Ný Cleopatra 50

Útgerðarfélagið Einhamar ehf í Grindavík fékk í síðustu viku afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 50 beitningavélarbáta frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Framkvæmdastjóri Einhamars er Stefán Kristjánsson.

Nýi báturinn heitir Vésteinn GK 88. Báturinn er 15metrar á lengd og mælist 30brúttótonn.  Vésteinn er systurskip Gísli Súrssonar GK 8 og Auðar Vésteins SU 88 sem útgerðin fékk afgreidda frá Trefjum 2014.  

Bátarnir eru gerðir út á krókaaflamarki.  Theodór Ríkharðsson verður skipstjóri Vésteini.  Óskar Sveinsson er útgerðastjóri Einhamars.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V222TI 880hö (22L) tengd frístandandi ZF 665 V-gír.

Rafstöð er af gerðinni Broadcrown 100hö frá Aflhlutum.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Raymarine frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til línuveiða.  Beitningavél, rekkakerfi og línuspil er frá Mustad í Noregi.

Búnaður á dekki er frá Stálorku.

Ísvél og forkælir er frá Kælingu ehf.

Löndunarkrani á er af gerðinni TMP frá Ásafli ehf.

 

Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir allt að 41stk 460lítra kör í lest.  Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla.  Stór borðsalur er í brúnni.  Svefnpláss er fyrir fimm í lúkar auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, bakarofni, örbylgjuofn, ísskáp og uppþvottavél.

Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.

2908. Vésteinn GK 88. © trefjar.is 2018.

21.02.2018 09:46

Wilson Heron

Flutningaskipið Wilson Heron við Þvergarðinn í Húsavíkurhöfn. Þetta var 1. apríl 2009 og stórhríðarveður á Húsavík.

Wilson Heron var smíðað 1994, er 91 metrar að lengd og 14 metra breitt. Stærð þess er 2.901 GT og það siglir undir fána Möltu.

Wilson Heron. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

 

20.02.2018 12:14

Christina E á Húsavík

Christina E, norska loðnuskipið, kom til Húsavíkur að kveldi sl. laugardags og fór aftur síðdegis á mánudag eftir að gert hafði verið við nótina.

Áhafnarmeðlimir nutu aðstoðar Kára Páls Jónassonar netagerðarmeistara hjá Ísfelli og Bjarka Helgasonar stýrimanns á Brimnesi RE 27 við saumaskapinn.

"Þetta glæsilega uppsjávarskip var smíðað af skipasmíðastöðinni Karstensens Skibsværft A/S og afhent eiganda sínum Rederiet Ervik & Sævik AS þann 30 Maí 2011, byggingarkostnaðurinn var um 300 milljónir Norskar. 

Skipið 80,40 metra langt, 16,60 metra breitt og tekur 2000 tonn. Aðalvélin er MaK og er 6200 hestöfl og kemur skkipinu upp á 17 mílna hraða, tvær ljósavélar eru um borð hvor um sig 1800Kw, einn ásrafall 3000Kw og neyðarrafall 315Kw. Tvær hliðarskrúfu eru framan og aftan, hvor um sig 1200Kw, skipið hefur heimahöfn í Fosnavåg Noregi".

Skrifar Áki Hauksson í júnímánuði 2015 en þá náði hann flottum myndum af þessu skipi í Måløy og birtust hér á síðunni.

 

Christina E M-150-HØ. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Christina E M-150-HØ. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Kári Páll og Bjarki gera við nótina ásamt áhafnarmeðlim © HH 2018

 

Christina E M-150-HØ. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Christina E M-150-HØ. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Christina E M-150-HØ. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Christina E M-150-HØ. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

20.02.2018 10:14

Wilson Plato

Hér er flutningaskipið Wilson Plato að koma til Húsavíkur vorið 2007. Sennilega með áburð. Wilson Plato var smíðað 1989 og er með heimahöfn í Bridgetown á Barbados.

Skipið er 89 metra langt og 14 metra breitt, mælist 1990 GT að stærð.

Wilson Plato. © Hafþór Hreiðarsson 2007.

 

19.02.2018 16:58

Hörður Björnsson

Línuskipið Hörður Björnsson ÞH 260 kom til hafnar á Húsavík í morgun en hann hefur verið að fiska vel á þessu kvótaári.

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Hafþór 2018.

 

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Hafþór 2018.

18.02.2018 22:25

Gunnar Langva

Norska loðnuskipið Gunnar Langva við loðnuveiðar á Skjálfanda í dag. Gunnar Langva er 75 metrar á lengd og 14 metrar á breidd, mælist 2.223 GT að stærð. Smíðaður 2003 og heimahöfn í Álasundi.

Samkvæmt upplýsingum frá Óskari Franz er þessi Gunnar Langva kominn á söluskrá þar sem útgerðin lætur byggja nýtt skip sem afhendast á 2019.

Gunnar Langva M-139-A. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

18.02.2018 15:56

Loðnuveiðar á Skjálfanda

Þessa mynd tók ég um miðjan dag af Gónhólnum út á Skjálfandaflóa þar sem norsk loðnuskip voru að veiðum. Og hvalurinn var þarna líka eins og Smaragd og Rogne sem hér sjást, Smaragd með nótina á síðunni.

Smaragd M-65-HØ -Rogne M-70-HØ. © Hafþór Hreiðarsson.

16.02.2018 20:10

Hringur

Hér er Hringur GK 18 koma til heimahafnar í Hafnarfirði um árið. Hringur hét upphaflega Þorlákur ÁR og  var smíðaður í Garðabæ 1972. Síðan hét hann Brimnes SH og Rita NS 13 áður en hann fékk Hringsnafnið. Í dag heitir hann Grundfirðingur SH 24 í eigu Soffaníasar Cesilssonar hf. í Grundarfirði.

1202. Hringur GK 18 ex Rita NS. © Hafþór Hreiðarsson.

15.02.2018 11:11

Fjölnir

Jón Steinar tók glæsilega myndasyrpu á dögunum þegar Fjölnir GK 157 hélt í róður frá Grindavík. Og þessi mynd er úr henni en farið var að skyggja og gekk á með éljum í sunnan fýlu eins og ljósmyndarinn orðaði það.

1136. Fjölnir GK 157 ex Ocean Breezer. © Jón Steinar 2018.

14.02.2018 18:34

Byr

Hér kemur mynd sem ég tók af Byr NS 192 á Húsavík um árið en hann var þá í eigu Hvítafells h/f á Bakkafirði. Samkvæmt bókinni Íslensk skip átti Hvítafell bátinn frá því í júlí 1984 til júnímánaðar 1985 er hann var seldur til Ólafsfjarðar.

Upphaflega Benedikt Sæmundsson GK 28 og í Alþýðublaðinu birtist eftirfarandi frétt þann 27. október 1965:

Í gær var hleypt af stokkunum nýjum báti hjá skipasmíðastöðinni Bátalón í Hafnarfirði. Báturinn, sem hlaut nafnið Benedikt Sæmundsson, er 35 lestir að stærð og er stærsti báturinn, sem Bátalón hefur smíðað.

Þorbergur Ólafsson framkvæmdastjóri Bátalóns skýrði blaðinu svo frá í gær, að tvö ár væru liðin síðan smíði bátsins hófst,  en verkið hefur að nokkru leyti verið ígripavinna, þegar önnur verkefni hafa ekki legið fyrir, og auk þess hefur rekstrarfjárskortur tafið smíðina nokkuð.

Þetta er stærsti báturinn sem Bátalón hefur smíðað, en hann er sem fyrr segir rúmlega 35 lestir að stærð. Smíðanúmer bátsins er 345, og er þá talið frá einum. 

Benedikt Sæmundsson GK 28 er eign hlutafélagsins BEN h.f. í Garðinum, og skipstjóri á honum verður Sveinn R. Björnsson. 

Í bátnum er 205 hestafla Scania Vabis vél, radar af gerðinni Kelvin Hughes, Simrad dýptarmælir og miðunarstöð af gerðinni Autozonia. 

Njáll Benediktsson, einn af eigendum bátsins gaf honum nafn, en allmargt manna var viðstatt er báturinn hljóp af stokkunum. 

Báturinn er smíðaður samkvæmt teikningu Egils Þorfinnssonar skipasmíðameistara. 

 

992. Byr NS 192 ex Fiskines GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

14.02.2018 10:36

Júlíus Havsteen

Júlíus Hvasteen ÞH 1 kemur til hafnar á Húsavík um árið. Smíðaður á Akranesi 1976 og hét lengst af þessu nafni en þegar nýr Júlíus kom þá var þessi seldur og fékk nafnið Þórunn Havsteen ÞH 40.

Seldur til Noregs 1999 þar sem hann fékk nafnið Bergstrål og síðar Solheimfisk. Seldur til Möltu þar sem hann fékk nafnið Sunfish.

1462. Júlíus Havsteen ÞH 1. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

14.02.2018 08:27

Sturla

Í gær var ég með mynd af norska loðnuskipinu Senior N-60-B frá Bodø. Hér kemur línuskipið Sturla GK 12 sem áður fyrr stundaði loðnuveiðar undir nafninu Guðmundur, RE og síðar VE. Upphaflega hét Sturla  Senior H-33 og var með heimahöfn í Bergen. Myndina tók Jón Steinar á dögunum þegar Sturla hélt í róður frá Grindavík.

1272. Sturla GK 12 ex Guðmundur VE. © Jón Steinar 2018.

13.02.2018 13:44

Senior á Skjálfanda

Norska loðnuskipið Senior hefur verið að lóna um Skjálfandaflóa í morgun og náði ég þessari mynd af því. Hún er töluvert kroppuð og óskýr eftir því.

Um fimmtán norsk loðnuskip eru á Öxarfirði og nokkur á Þistilfiði samkvæmt AIS-kerfinu.

Senior er 63 metra langur, 12 metra breiður og mælist 1693 GT að stærð. Smíðaður 1989 og með heimahöfn í Bodø.

Senior N-60-B ex Kvannoy.  © Hafþór Hreiðarsson 2018.

12.02.2018 22:42

Dettifoss

Jón Steinar tók þessa mynd af Dettifossi fyrir skömmu. Þarna öslar hann á 17 mílna ferð í Reykjanesröstinni með Eldey í bakgrunni.

Á heimasíðu Eimskips segir: Dettifoss var smíðaður í Danmörku árið 1995 og er fimmta skip Eimskips sem ber þetta nafn. Skipið kom í þjónustu Eimskips árið 2000, um leið og systurskip þess Goðafoss. Dettifoss siglir á bláu línunni til Íslands, Færeyja og Norður-Evrópu. Fyrsti Dettifossinn var í þjónustu Eimskips frá árinu 1930-1945.

Dettifoss er 165.6 metrar að lengd og 28.6 metra breiður. Mælist 14.664 GT að stærð. 

Siglir undir fána  Antigua & Barbuda með heimahöfn í St. John´s.

Dettifoss. © Jón Steinar Sæmundsson 2018.

12.02.2018 22:11

Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur kemur hér til hafnar á Brjánslæk að ég held. Aldrei komið þangað.

Baldur var smíðaður hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi 1989.  Hann var sjósettur laugardaginn 2. desember það ár við hátíðlega athöfn að viðstöddum fjölda gesta og starfesmanna stöðvarinnar eins og sagði í Morgunblaðinu 13 desember 1989.

 Baldur var nýsmíði nr. 38 hjá stöðinni og var smíðaður sem farþega- og bílferja fyrir Baldur hf. í Stykkishólmi. 

Breiðafjarðarferjan Baldur kemur til hafnar á Brjánslæk. © Ágúst Guðm.
Flettingar í dag: 491
Gestir í dag: 133
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396827
Samtals gestir: 2007668
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:40:10
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is