Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2018 Janúar

13.01.2018 17:41

Herjólfur

Þessar myndir tók Jón Steinar í dag þegar Herjólfur lagði úr höfn í Þorlákshöfn áleiðis til Vestmannaeyja.

2164. Herjólfur við bryggju í Þorlákshöfn. © Jón Steinar 2018.

 

2164. Herjólfur. © Jón Steinar 2018.

 

2164. Herjólfur. © Jón Steinar 2018.

 

2164. Herjólfur. © Jón Steinar 2018.

 

2164. Herjólfur. © Jón Steinar 2018.

13.01.2018 14:57

Guðmundur Ólafur

Hér koma tvær myndir Hreiðars Olgeirssonar af Guðmundi Ólafi ÓF 91. Þarna var hann á rækju og er að toga. Upphaflega Börkur NK 122, smíðaður í Florö 1966 fyrir Síldarvinnsluna á Neskaupsstað.

1020. Guðmundur Ólafur ÓF 91 ex Krossanes SU. © Hreiðar Olgeirsson.

 

1020. Guðmundur Ólafur ÓF 91 ex Krossanes SU. © Hreiðar Olgeirsson.

13.01.2018 13:38

Happasæll

Happasæll KE 94 í slippnum í Njarðvík, upphaflega Heimir SU 100 og Grímsnes GK 555 í dag. Á neðri myndinni sést einnig í Þuríði Halldórsdóttur GK 94 sem upphaflega var Sóley ÍS 225.

Báðir bátarnir smíðaðir í Noregi fyrir Íslendinga. Heimir í Flekkufirði 1963 og Sóley í Risør 1966.

89. Happasæll KE 94 ex Árni Geir KE. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

1009. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 -89. Happasæll KE  94. © Hreiðar Olg.

13.01.2018 11:35

Ringaskjær

Eiki tók þessa mynd í Kaldfjørd í gær og sýnir hún Ringaskjær sem smíðaður var 1966 og hefur heitið mörgum nöfnum. Hann er í dag notaður til fiskflutninga þarna norður frá.

Ringaskjær ex Vitoria G. © Eiríkur Guðmundsson 2018.

11.01.2018 22:59

Vörður

Vörður fór til veiða frá Grindavík í gær. Það var ennþá frekar þungur sjór í honum eftir síðasta lægðarhvell eins og ljósmyndarinn Jón Steinar Sæmundsson orðaði það svo vel.

2748. Vörður EA 748. © Jón Steinar 2018.

 

2748. Vörður EA 748. © Jón Steinar 2018.

 

2748. Vörður EA 748. © Jón Steinar 2018.

 

2748. Vörður EA 748. © Jón Steinar 2018.

 

11.01.2018 21:14

Ísleifur og Ísleifur II

Eyjaskipin Ísleifur VE 63 og Ísleifur II VE 336 eru hér á myndum sem Óskar Franz tók 28 júlí 2015 þegar sá nýi kom til heimahafnar í fysrta skipti.

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK. © Óskar Franz 2015.

 

1610. Ísleifur II VE 336 ex Ísleifur VE. © Óskar Franz 2015.

11.01.2018 18:45

Ísborg

Hún speglast flott sú gamla í höfninni á Ísafirði. Gundi á Frosta tók myndina í gærkveldi.

78. Ísborg ÍS 250 ex Vatneyri BA. © Gundi 2018.

10.01.2018 21:13

Dagfari

Dagfari GK 70 á loðnumiðunum. Þessa mynd tók Baldur Sigurgeirsson að mig minnir en ef svo er ekki var það Svafar vinur hans Gestsson. Þeir eru saman í umslagi hjá mér vélameistarnir. Þ.e.a.s myndir frá þeim.

Dagfari var smíðaður fyrir Barðann hf. á Húsavík í Boizenburg 1967 og ég held að saga hans hafi komið oft og mörgu sinnum hér á síðunni.

Frá komu hans til Húsavíkur sagði svo frá í Verkamanninum þann 19. maí 1967:

Nýi Dagfari kom til Húsavíkur aðfaranótt 17. þ. m. Þetta er glæsilegt 268 tonna veiðiskip,sem útgerðarfélagið Barðinn á, stoðir þess félags eru bræðurnir Stefán og Þór Péturssynir.

Dagfari er smíðaður í Austur-Þýzkalandi og er systurskip Náttfara, sem kom til landsins á sl.vetri.

Verkamaðurinn óskar eigendum, skipshöfn og byggðalagi til,hamingju með þetta glæsilega atvinnutæki.

Á myndinni sem er tekin tæpum 30 árum síðar má sjá að búið er að lengja, yfirbyggja og skipta um brú á bátnum sem hét Stokksey ÁR 40 síðustu árin en hann fór í brotajátn árið 2005.

1037. Dagfari GK 70 ex ÞH. © Baldur Sigurgeirsson 1995.

 

 

10.01.2018 21:00

Una í Garði

Hér kemur mynd sem Svafar Gestsson tók er hann var bátsverji á Aroni ÞH 105. Ég ímynda mér að þeir séu á útleið og í humátt fylgir Una í Garði GK 100.

1207. Una í Garði GK 100 ex Geiri Péturs ÞH. © Svafar Gestsson.

10.01.2018 20:37

Gissur

Rækjutogarinn Gissur ÁR 6 kemur hér á mynd Olgeirs Sigurðssonar, sem var skipstjóri á Geira Péturs ÞH 344 sem einnig var rækjutogari, þegar hann tók myndina.

Í 8. tbl. Ægis 1987 sagði m.a: 

Nýtt fiskiskip bættist í fiskiskipastólinn 18. mars s.I., er Þorgeir & Ellert h.f., Akranesi, afhenti m/s Gissur ÁR 6 sem er nýsmíði stöðvarinnar nr. 37. Skip þetta er smíðað sem skuttogari og er sérstaklega búið til rækjuveiða með frystingu um borð.

Skipið er hannað í samvinnu milli skipasmíðastöðvar Þorgeirs & Ellerts h.f., og Slippstöðvarinnar h.f., í framhaldi af „Samstarfsverkefni um hönnun og raðsmíði fiskiskipa", sem Félag Dráttarbrauta og Skipasmiðja stóð fyrir á árunum 1980-81. Hafnarey SU, smíðað hjá Þorgeir & Ellert h.f, var fyrsta skipið sem afhent var í hinu svonefnda raðsmíðaverkefni stærstu stöðvanna, afhent f mars '83, Oddeyrin EA (afhent í des. '86) var annað skipið, og Nökkvi HU (afhentur í febr. '87) hið þriðja í röðinni, en bæði þessi skip voru smíðuð hjá Slippstöðinni h.f.

Gissur ÁR er smíðaður eftir sömu frumteikningu og Oddeyrin og Nökkvi, en er 3.0 m lengri (smíðalengd), og 6.6 m lengri en frumútgáfan, Hafnarey SU. Ýmiss frávik eru í fyrirkomulagi og búnaði frá því sem er í tveimur fyrrnefndu skipunum, sem einnig eru sérstaklega útbúin til rækjuveiða.

Eigandi skipsins er Ljósavík s.f., Þorlákshötn, aðaleigendur þess eru Unnþór Halldórsson Guðmundur Baldursson. Skipstjóri á skipinu er Guðmundur Guðfinnsson og yfirvélstjóri Jón Gunnsteinsson. 

 

Gisssur hét síðar Flatey ÞH 383 en heitir í dag Brynjólfur VE 3.

 

1752. Gissur ÁR 6. © Olgeir Sigurðsson 1994.

10.01.2018 15:06

Tjaldanes í Þingeyrarhöfn

Hér birtist mynd sem Ágúst Guðmundsson tók á Þingeyri laust fyrir 1990 og sýnir báta við bryggju í kvöldsólinni. Lengst til vinstri er Tjaldanes ÍS 522 sem upphaflega hét Bjarnveig RE 98. 

16. júní1988 afhentiSlippstóðinhf. á Akureyri nýtt 23ja rúmlesta eikarfiskiskip,sem ber smíðanúmer 49 hjá stöðinni. Skip þetta sem hlaut nafnið Bjarnveig RE 98 og var upphaflega í eigu Fiskrétta hf., Reykjavík, var selt til Þingeyrar í mars s.l. og heitir nú Tjaldanes ÍS 522. Eigandi skipsins er Hólmgrímur Sigvaldason á Þingeyri, og er hann jafnframt skipstjóri.  (Ægir 1. tbl. 1990)

Báturinn átti eftir að bera eftirtalin nöfn áður en hann var seldur til Danmerkur árið 2004: Tjaldanes II ÍS 552, Von SF 1, Von SF 101, Afturelding KÓ 2, og Aðalvík BA 109. (Fiskisstofa.is)

Bátalónsstálbáturinn sem snýr stefninu að ljósmyndaranum hét Máni ÍS 54.

1944. Tjaldanes  ÍS 522 ex Bjarnveig RE. © Ágúst Guðmundsson.

09.01.2018 20:11

Baldur Árna

Hér kemur mynd úr seríu sem ég hef áður birt myndir úr og sýnir hún Baldur Árna ÞH 50 koma til hafnar á Húsavík sumarið 2003.

Báturinn smíðaður í Garðabæ 1971 fyrir Fiskiðjuna Freyju hf.á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann hét upphaflega Trausti ÍS 300 og er 123 brl. að stærð. 1973 er Trausti seldur til Keflavíkur, kaupendur er Magnús Þórarinsson, Jónas Þórarinsson og Þórarinn Þórarinsson og nefna þeir bátinn Valþór KE 125. Hann er síðan seldur til Þormóðs Ramma hf. á Siglufirði 1978 þar sem hann fékk nafnið Sævík SI 3. 1979 kaupir Hraðfrystihús Breiðdælinga á Breiðdalsvík bátinn og nefna hann Andey SU 150. 1983 er hann svo enn seldur, að þessu sinni til Stykkishólms, hann heldur nafninu en fær einkennistafina SH og númerið 242.

Báturinn er í Stykkishólmi 1988 þegar Íslensk skip eru gefin út en þaðan eru þessar heimildir. Frá Stykkishólmi er báturinn seldur til Patreksfjarðar og enn heldur hann nafninu en fær BA 123. Eftir það heitir hann Skúmur GK 111, Óseyri GK,Bervík SH, Klettsvík SH og 2003 fær hann nafnið Baldur Árna ÞH 50.

Baldur Árna er svo seldur til Bolungarvíkur þar sem hann fær nafnið Páll á Bakka ÍS 505. Hann var rifinn í brotjárn í Krossanesi árið 2007.

1170. Árni á Bakka ÞH 50 ex Klettsvík SH. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

08.01.2018 15:04

Swami

Flutningaskipið Swami kom upp ða bryggju á Húsavík eftir hádegi í dag eftir að hafa beðið frá því í gærkveldi eftir að Vaasaborg færi frá en skipin eru  með hráefnisfarma fyrir PCC á Bakka.

Swami er 90, 46 metra langt og 13,2 metra breitt og mælist 2839 GT að stærð. Siglir undir fána Bahamas og var smíðað 1995.

Swami á Skjálfanda - Flatey í fjarska. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Swami leggst að  Bökugarðinum og Vaasaborg siglir sína leið. © HH 2018.

07.01.2018 13:17

Normørshav

Hér er mynd síðan 1988 að ég held og sýnir norska skipið Normørshav M-45-AE við slippkantinn á Akureyri. Það sama ár fékk skipið nafnið Kristian Ryggefjord. Upphaflega hét skipið Warwick Bay var smíðaður árið 1968 í Þrándheimi, systurskip Devonshire Bay sem síðar varð Börkur NK.

Normørshav M-45-AE ex Havstal. © Hafþór Hreiðarsson.

07.01.2018 00:49

Auðbjörg

Þarna hefur fundist bryggjupláss fyrir Auðbjörgina EA 22 frá Hauganesi í slippnum á Akureyri. Fyrir aftan hana liggur Jón Vídalín ÁR 1 og framan við sést í skutinn og gálgana á þeim Þorláki ÁR 5 og Snæfelli EA 740.

Auðbjörgin heitir í dag Garðar ÍS og eftir því sem fregnir herma er hún komin heim í Skipavík þar sem hún var smíðuð og afhent sem Auðbjörg HU 6 árið 1973.  Þar stendur til að gera hana upp.

Þegar Auðbjörg var seld frá Hauganesi fór hún til Keflavíkur þar sem hún fékk nafnið Ósk KE 5. Því næst Ósk II KE 6 og síðan Björgvin GK 26, Björgvin á Háteigi GK 26, Benni Sæm GK 26 og loks núverandi nafn Garðar og einkennisstafina GK 53.

Sá á mynd um daginn sem tekin var í Stykkishólmi að það stendur ÍS 275 á honum í dag. Minnir mig.

1305. Auðbjörg EA 22 ex HU. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9395824
Samtals gestir: 2007453
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 01:53:56
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is