Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2017 Október

31.10.2017 21:10

Björg EA 7 - Bak og stjór

Hér koma tvær myndir af Björgu EA 7 sem ég tók í dag.

Togarinn er 62,5 metra langur og 13,5 metra breiður. 

2894. Björg EA 7. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

2894. Björg EA 7. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

31.10.2017 20:37

Gadus Neptun

Hér er Gadus Neptun, einn þriggja togara sem Havfisk í Noregi lét smíða eins og kom hér fram í fyrradag. Þá birti ég mynd af Gadus Njord en á þessari mynd má sjá stefni Gadus Neptune hefur verið breytt. Og kannski hinna líka.

Gadus Neptun F-55-BO. © Eiríkur Sigurðsson.

31.10.2017 17:09

Björg

Samherjatogarinn Björg EA 7 kom til heimahafnar um hádegi í dag eftir siglingu frá Tyrklandi Hún er fjórða og síðust í röð systuskipa sem  smíðuð  voru í skipasmíðastöðinni Cemre í Istanbúl. Hin eru Kaldbakur, í eigu ÚA sem er dótturfélag Samherja, Björgúlfur, í eigu Samherja, og Drangey sem er í eigu FISK Seafood.

2894. Björg EA 7. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

30.10.2017 22:58

Steffano

Þenna ættu nú einhverjir að kannast við, Steffano heitir hann og er með heimahöfn í Tallinn. Upphaflega Pétur Jónsson RE 69 smíðaður í Notregi 1997. Hét í millitíðinni Steffen C og var frá Grænlandi. Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking tók myndina og gott ef það er ekki sama útgerðin sem gerir þessi skip út.

Steffano EK 1601 ex Steffen C. © Eiríkur Sigurðsson.

30.10.2017 15:16

Volstad

Norski togarinn Volstad frá Álasundi á toginu. Smíðaður í Tyrklandi árið 2013 og er 74,7 metrar að lengd og 15,4 metra breiður. 

Volstad M-11-A. © Eiríkur Sigurðsson.

29.10.2017 17:49

Gadus Njord

Hér koma tvær myndir af norska skuttogaranum Gadus Njord sem Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking tók.

Það er útgerðin Havfisk í Noregi sem á Gadus Njord en á árunum 2013 og 2014 fékk fyrirtækið afhenta þrjá nýja togara eftir sömu teikningu, Gadus Poseidon, Gadus Njord og Gadus Neptun. Og á næsta ári bætist nýr togari við flota Havfisk og er hann öllu stærri en þessir þrír sem áður voru nefndir. Gadus Njord og systurskipin tvö eru 69,8 metra löng og 15,6 metra breið en sá nýi  80 metra langur og 16 metra breiður. (Upl. fiskifrettir.is 23. feb. 2016)

Gadus Njord N-125-VV. © Eiríkur Sigurðsson.

 

Gadus Njord N-125-VV. © Eiríkur Sigurðsson.

29.10.2017 15:30

Gunnar Hámundarson

Gunnar Hámundarson GK 357 kemur hér til hafnar í Keflavík eftir netaróður. Smíðaður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1954 og hafði smíðanúmer 1. Seldur 2016 norður á Hauganes þar sem hann siglir nú með ferðamenn undir nafninu Whales EA 200.

500. Gunnar Hámundarson GK 357. © Hafþór Hreiðarsson.

 

29.10.2017 14:45

Votaberg

Hér er Votaberg SU 10 á leið til hafnar á Húsavík um árið. Upphaflega Óskar Halldórsson RE 157 smíðaður í Hollandi 1964.

962. Votaberg SU 10 ex Gestur SU. © Hafþór Hreiðarsson.

29.10.2017 11:06

Taurus

Skuttogarinn Taurus á togi í Hinlopenfirði við Svalbarða. Myndina tók Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking. 

Taurus hét áður Hvilvtenni og var smíðaður 1985.

Taurus EK 9914 ex Hvilvtenni. © Eiríkur Sigurðsson 2016.

 

 

27.10.2017 11:15

Cuxhaven

Það er ekki á vísan að róa með að taka myndskeið um borð í litlum bátum á sjó og ætla þeim að vera stöðug og fín. En ég lét nú samt vaða á Cuxhaven.

 

27.10.2017 09:25

Sigurbjörg ÓF seld til Noregs

Rammi hf. hefur selt frystitogarann Sigurbjörgu ÓF 1 til Noregs, nánar tiltekið til Álasunds. Þar með hefur fyrirtækið selt báða togarana sem Sólberg ÓF 12 leysir af hólmi en Mánabergið var selt sl. vetur.

Sigubjörg ÓF 1 var smíðuð 1979 í Slippstöðinni á Akureyri.

1530. Sigurbjörg ÓF 1. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

27.10.2017 09:02

Havborg

Eiki tók þessa mynd af færeyska togaranum Havborg í Noregi sl. vetur. Þennan þekkjum við best sem Bessa ÍS 410 frá Súðavík. Smíðaður 1989 í Flekkefjord en seldur til Færeyja í ársbyrjun 2002. Seldur til Rússlands í byrjun þessa árs og heitir hann Arctic Lion með heimahöfn í St. Pétursborg.

Havborg FD 1160. © Eiríkur Guðmundsson.

25.10.2017 16:07

Hákon og Venus

Þessar myndur tók Hilmar Örn Kárason skipverji á Venusi NS 150 í færeysku lögsögunni í dag en þar eru þeir að síldveiðum. Myndirnar sýna fyrrnefndan Venus og Hákon EA 148.

2881. Venus NS 150. © Hilmar Örn Kárason 2017.

 

2407. Hákon EA 148. © Hilmar Örn Kárason 2017.

24.10.2017 16:27

Helmer Hanssen

Eiríkur Guðmundsson tók þessa mynd af Helmer Hanssen í Noregi. Togarinn var smíðaður 1988 og hét Jan Mayen til ársins 2011 en er í dag rannsóknarskip að ég held. 

Helmer Hanssen ex Jan Mayen. © Eiríkur Guðmundsson.

23.10.2017 20:14

 
Cuxhaven-Myndasyrpa

Hér koma myndir frá því í gær þegar Cuxhaven NC 100 kom inn á Eyjafjörð á leið sinni til Akureyrar. Skipið var að grálúðu- og karfaveiðum við Grænland og kom til löndunar á Akureyri.

Haukur Sigtryggur á Dalvík hringdi í mig í gærmorgun og bauð mér með í siglingu til móts við Cuxhavenmog átti hann að vera út af Dalvík um kl. 17.

Ég var mættur tímanlega og var látið úr höfn á Dalvík um kl. 16:30 og siglt til móts við togarann og hann myndaður í bak og fyrir.

Það var Sigurjón Herbertson sem fór með okkur á báti sínum, Fanney EA, og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

En hér koma nokkrar myndi og eins og sjá má á efstu myndinni voru menn léttir á sér og spenntir fyrir verkefninu.

Læt eina mynd fylgja sem Þór Jónsson skipverji á Ljósafellinu tók af Fanney EA 82 og þeim sem þar voru um borð. 

Haukur vippa sér um borð í Fanney EA 82. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Cuxhaven NC 100. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Cuxhaven NC 100. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Cuxhaven NC 100. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Cuxhaven NC 100. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Cuxhaven NC 100. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Cuxhaven NC 100. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Sigurjón Herbertsson við bát sinn, Fanney EA 82. © Hafþór 2017.

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 588
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399682
Samtals gestir: 2008177
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:46:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is