Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2017 September

20.09.2017 19:02

Dagur ÞH 110 nýr bátur á Þórshöfn

Það er alltaf gaman þegar það kemur nýr bátur í sjávarplássið og í vikunni fór Dagur ÞH í sína fyrstu róðra frá Þórshöfn. Báturinn er í eigu Fles ehf. en skipstjóri er Jóhann Ægir Halldórsson.  Dagur hét áður Bára II SH 227 ex Bára SH 27.

7243. Dagur ÞH 110 ex Bára II SH. © langanesbyggd.is 2017.

18.09.2017 21:21

Jón skólastjóri

Hér koma myndir af Jóni skólastjóra sem nafni hans Steinar tók fyrir ári síðan.

1396. Jón skólastjóri GK 60 ex Gulley KE. © Jón Steinar 2016.

 

1396. Jón skólastjóri GK 60 ex Gulley KE. © Jón Steinar 2016.

17.09.2017 19:37

Dala Rafn

Dala Rafn VE 508 var smíðaður í Póllandi árið 2007 fyrir samnefnt útgerðarfélag. Þá var hann grænn en Ísfélag Vestmannaeyja keypti bátinn 2014 og með tímanum varð hann rauður.

2758. Dala Rafn VE 508. © Óskar Franz 2016.

15.09.2017 23:34

Þórunn Sveinsdóttir

Þórunn Sveinsdóttir VE 401 er glæsilegur skuttogari sem smíðaður var í Danmörku fyrir Ós ehf. í Vestmannaeyjum árið 2010. Skrokkurinn reyndar smíðaður í Póllandi en skipið fullklárað í Skagen.

2401. Þórunn Sveinsdóttir VE 401. © Óskar Franz 2016.

12.09.2017 15:08

Fisk Seafood kaupir Soffanías Cecilsson hf.

Samkomulag hefur verið gert um kaup Fisk Seafood ehf., sem er m.a  með starfsemi  í Grundarfirði og á Sauðárkróki um kaup á öllum hlutabréfum í Soffaníasi Cecilssyni hf., sem er með starfsemi í Grundarfirði. Samkomulagið er með fyrirvörum, m.a. um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynning frá FISK Seafood ehf. og Soffaníasi Cecilssyni hf.

Með þessu hyggst Fisk Seafood ehf. styrkja sig í sessi sem eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og treysta enn frekar fjölbreyttan rekstur í útgerð, fiskvinnslu og sölu sem byggst hefur upp á undanförnum árum.  Ef af kaupunum verður mun starfsemi félagsins skipulögð með það að markmiði að tryggja áframhaldandi öfluga starfsemi í Grundarfirði.

Soffanías Cecilsson hf. hefur frá stofnun verið með starfsemi  í Grundarfirði.   Það er mat eigenda félagsins að rétt sé og tímabært að koma fyrirtækinu í hendur aðila sem hefur það að markmiði að tryggja áframhaldandi öfluga starfsemi fyrirtækisins í Grundarfirði. 

1019. Sigurborg SH 12. © Hafþór Hreiðarsson.

 

11.09.2017 16:32

Kaldbakur

Haukur tók þessa mynd af Kaldbak þegar hann kom til löndunar á Dalvík í dag.

2891. Kaldbakur EA 1. © Haukur Sigtryggur 2017.

10.09.2017 17:50

Solundoy

Jón Steinar tók þessa mynd í dag af írska brunnbátnum Solundoy koma til Þorlákshafnar. Hann var smíðaður 1997 og hét áður Oystrand.

Solundoy ex Oystrand. © Jón Steinar Sæmundsson 2017.

09.09.2017 21:53

Ópal við borgarísjaka í Scoresbysundi

Hér kemur ein mynd til viðbótar sem ég tók af skonnortunni Ópal við borgarísjaka í Scoresbysundi. Á heimasíðu Norðursiglingar segir að Ópal var smíðað af skipasmíðastöðinni Bodenwerft í Damgarten, Þýskalandi árið 1951 sem togari og var við veiðar á Eystrarsalti, í Norðursjó og Barentshafi. Árið 1973 hófu nýjir eigendur endurbyggingu skipsins. Á 8 árum (1973-1981) var Opal breytt í þá glæsilegu tveggja mastra skonnortu sem hún er í dag. Skipið hefur siglt um allan heim, t.d. siglt yfir Atlantshaf nokkrum sinnum og alltaf einstaklega vel viðhaldið. Opal var í eigu sömu aðila allt frá endurbyggingu til ársins 2013 er hún bættist við flota Norðursiglingar. 

2851. Ópal við ísjaka í Scoresbysundi. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

 

09.09.2017 00:12

Ópal við borgarísjaka

Þessa mynd tók ég í mynni Gæsafjarðar í Scoresbysundi á dögunum og sýnir hún skonnortuna Ópal við borgarísjaka sem við sigldum fram á.

2851. Ópal. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

 

08.09.2017 14:45

Tuugaalik

Tók þessa mynd á dögunum af grænlenska togaraanum Tuugaalik þar sem hann lá við olíubryggjuna í Örfirisey. Smíðaður 2001 og hét áður Hopen og var frá Noregi. Fékk nafnið Tuugaalik árið 2013.

Tuugaalik GR 6-10 ex Hopen. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

07.09.2017 22:44

Donna Wood

Hér siglir Donna Wood út Øfjord í Scoresby sem umlukinn er háum fjöllum á báða vegu. Hæsti tindurinn 1800 metrar minnir mig. Fékk upplýsingar um að fjallið Grundvigskirken er 1882 metrar  en lengra frá sjó eru þrír tindar yfir 2000 metrar, sá hæsti 2220 metrar.

Donna Wood. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

07.09.2017 20:39

Ocean Nova

Ég fór í ferð með skonnortunni Opal um Scoresbysund og kom heim í dag með eitthvað af myndum í handraðanum. Hér er ein þeirra og sýnir hún farþegaskipið Ocean Nova sigla að þorpinu Ittoqqortoormiit þar sem við lágum við akkeri í lok ferðar. Ocean Nova var smíðað 1992 og siglir undir fána Bahamaseyja. Hét áður Sarpik Ittuk og er 2183 tonn að stærð. Sigldi áður sem ferja við Vestur- Grænland.

Ocean Nova ex Sarpik Ittuk. © Hafþór Hreiðarsson 2017.
Flettingar í dag: 491
Gestir í dag: 133
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396827
Samtals gestir: 2007668
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:40:10
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is