Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2017 September

29.09.2017 19:18

Donna Wood í slipp

Nú undir kvöld var skonnortan Donna Wood í eigu Norðursiglingar tekin upp í slipp á Húsavík. Er þetta í fyrsta skipti sem hún fer í slipp á Húsavík en þetta 99 ára fley er nýkomið frá Grænlandi þar sem það sigldi um Scoresbysundið.

Donna Wood. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

 

29.09.2017 16:02

Gunnar

Gunnar GK 501 er hér í Drafnarslippnum í Hafnarfirði. Gunnar var annar tveggja línubáta sem Útgerðarfélag Suðurnesja skráði á íslenska skipaskrá upp úr síðustu aldamótum. Hitt var Jóhanna GK 510. Gunnar fór aldrei á veiðar hér við land. 

Smíðaður í Noregi 1971 og hét upphaflega Værland SF 232-A

2526. Gunnar GK 501. © Hafþór Hreiðarsson.

29.09.2017 15:24

Nafnið Baldvin úr skipastól Samherja

Þau tímamót eiga sér stað í þessari viku að skipið Baldvin NC, sem áður hét Baldvin Þorsteinsson EA, verður afhentur nýjum eigendum. Á heimasíðu félagsins segir að þar með ljúki 25 ára farsælli sögu skipsins með Baldvins nafninu:

Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA kom til landsins sem fyrsta nýsmíði Samherja fyrir 25 árum, þann 20. nóvember 1992. Skipið var smíðað í Flekkefjord í Noregi, 66 metra langt og 1.500 tonn að stærð. Fyrsti skipstjóri þess var Þorsteinn Vilhelmsson en aðrir skipstjórar í þau 10 ár sem skipið var í eigu Samherja voru Arngrímur Brynjólfsson, Guðmundur Jónsson og Hákon Þröstur Guðmundsson.

Baldvin Þorsteinsson EA var afar farsælt fiskiskip og áhöfn þess sló ýmis aflamet. Árið 1999 var Baldvin EA t.d. fyrst íslenskra fiskiskipa til að ná aflaverðmæti upp á einn milljarð íslenskra króna.

Árið 2001 var skipið selt til Deutsche Fischfang Union (DFFU), dótturfélags Samherja í Þýskalandi, og var afhent í maí 2002. Skipið var nefnt Baldvin NC og hefur verið í rekstri hjá DFFU í rúm 15 ár. Skipstjórar Baldvins NC undanfarin ár voru þeir nafnar Sigurður Kristjánsson og Sigurður Hörður Kristjánsson.

Baldvin NC landaði afla öðru hverju hér á landi. Síðustu verkefni skipsins fyrir DFFU voru tveir góðir túrar á grálúðuveiðar við Austur-Grænland. Skipið hefur verið selt til Póllands og fær nafnið Polonus.

Mikil farsæld hefur fylgt nafninu

 

„Brotthvarf Baldvins NC markar ákveðin tímamót í sögu Samherja því í fyrsta sinn í 25 ár er ekkert skip í skipastól okkar sem ber Baldvins-nafnið,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Hann segir að markmiðið sé auðvitað að eignast nýtt skip með því nafni eins fljótt og kostur er.

„Nafninu hefur fylgt mikil farsæld öll þessi ár. Ég er líka mjög stoltur af því hversu vel skipið lítur út eftir þessi 25 ár. Það segir sína sögu um það hve áhafnir skipsins hafa verið góðar og jafnframt að vandað var til verka við hönnun og smíði skipsins á sínum tíma,“ segir Þorsteinn Már ennfremur.

Hann sagði vel við hæfi að kveðja skipið í góðu, dæmigerðu Akureyrarveðri, en glampandi sól og 20 stiga hiti var sl. sunnudag þegar starfsmenn Slippsins Akureyri unnu við að mála yfir Baldvins-nafnið á hliðum skipsins og setja nýja nafnið í staðinn.

DFFU fær nýtt skip í flota sinn í lok þessa árs og mun það leysa Baldvin NC af hólmi. Nýja skipið fær nafnið Berlín NC 105.

 

The ship name Baldvin exit the Samherji fleet

 

This week, there comes a parting of the ways for us and the vessel Baldvin NC, previously called Baldvin Þorsteinsson EA, when it is handed over to its new owners. This occasion marks the end of its 25 years of success with the Baldvin name.  

The freezer trawler Baldvin Þorsteinsson EA came to Iceland 25 years ago on November 20th 1992, and was Samherji’s first new built vessel. It was built in Flekkefjord in Norway, a 1,500 tonne ship and 66 metres long. The first captain to take command was Þorsteinn Vilhelmsson and other captains during the 10 years that the ship was part of the Samherji fleet were Arngrímur Brynjólfsson, Guðmundur Jónsson and Hákon Þröstur Guðmundsson.

Baldvin Þorsteinsson EA was a very successful vessel and its crew broke various catch records. In 1999, for example, Baldvin EA was the first Icelandic ship to push the catch value up to one thousand million ISK.

In 2001 the vessel was sold to Deutsche Fischfang Union (DFFU), Samherji’s subsidiary in Germany and was handed over in May 2002. The ship was named Baldvin NC and has been operated by DFFU for over 15 years. The captains of Baldvin NC in recent years were Sigurður Kristjánsson and Sigurður Hörður Kristjánsson.

The last tasks Baldvin NC undertook for DFFU were two successful trips fishing Greenland halibut off the shores of East Greenland.

The ship has now been sold to Poland and will be renamed Polonus.

 

Good fortune has been attached to the name.  

“The departure of Baldvin NC is a milestone in the history of Samherji, as now, for the first time in 25 years, there is no ship named Baldvin in our fleet”, says Þorsteinn Már Baldvinsson, CEO of Samherji. He also says that, of course, he is hoping to add another “Baldvin” to the fleet, sooner than later.

“This name has brought us good fortune all these years. I am also very proud of the the ship’s excellent condition after all these years. It is a clear indication that the vessel’s crews have been diligent in taking good care of the ship and also provides proof of high quality design and construction at the time of building” adds Þorsteinn Már.

He said that it was fitting to say farewell to the ship in typically pleasant Akureyri weather – the sun was shining brightly and the temperature 20°C last Sunday when employees of Slippurinn in Akureyri worked at painting over its old name on the side of the ship, replacing it with the new one.

DFFU will have a new ship in their fleet at the end of the year, Berlin NC 105, which will replace Baldvin NC. (samherji.is)

DFIA. Baldvin NC 101. © Haukur Sigtryggur 2017.

 

2165. Baldvin Þorsteinsson EA 10. © Hafþór Hreiðarsson 2000.

 

 

28.09.2017 19:05

Kristina EA seld til Rússlands

Fjölveiðiskipið Kristina EA hefur verið selt til Rússlands og verður afhent nýjum eigendum í næstu viku. Þar með lýkur ríflega 10 ára sögu þess í eigu Samherja.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins:

Kristina EA er um 7.000 tonn að stærð og 105 metra langt, smíðað á Spáni árið 1994. Það varð stærsta  skip íslenska fiskveiðiflotans þegar það kom hingað til lands í maí 2005 og bar þá nafnið Engey RE-1. Samherji keypti skipið í mars 2007 af HB-Granda hf. og nefndi það Kristina EA.

Skipið hefur reynst farsælt í rekstri þennan áratug. Það fór í sína síðustu veiðiferð á laugardaginn 16. september sl. og lagði upp frá Færeyjum. Það hóf veiðar daginn eftir í svokallaðri Síldarsmugu á alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands, Færeyja og Noregs. Kristina landaði 2.180 tonnum af frystum makríl í Hafnarfirði á þriðjudaginn eftir 6 sólarhringa á miðunum. Áhöfnin notaði tímann á siglingunni til Hafnarfjarðar til að klára að frysta aflann. Áætlað aflaverðmæti er um 300 milljónir króna. Síðasta veiðiferðin reyndist sú besta í 10 ára sögu skipsins hjá Samherja.

Skipin gerast ekki mikið betri

„Það má alveg orða það svo að skipið hafi endað sinn feril hjá okkur á toppnum,“ segir Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Kristinu EA. „Kristina er stórt og mikið skip sem fer afar vel í sjó auk þess sem aðbúnaður um borð er góður og vinnslan prýðileg. Það má eiginlega segja að skipin gerist ekki mikið betri en þetta. Það er því vissulega söknuður af Kristinu en á hinn bóginn er það staðreynd að allt hefur sinn tíma,“ segir Arngrímur.

Áhöfn skipsins mun sigla því til Álasunds en þar verður það afhent nýjum eigendum næstkomandi þriðjudag.

Þess má geta að Kristina EA er hið sjötta í röð systurskipa sem rússneska útgerðin hefur fest kaup á. Skipið verður gert út til veiða á alaska-ufsa í Beringshafi en þangað er um 2ja mánaða sigling frá Álasundi; yfir Atlantshafið, um Panamaskurðinn og Kyrrahafið. Skipið á því langt ferðalag framundan. (samherji.is)

2662. Kristina EA 410 ex Engey RE. © Óskar Franz 2016.

28.09.2017 18:50

Þorsteinn

Hér kemur mynd sem ég tók 23. janúar 2001 þegar Þorsteinn EA 810 kom til Akureyrar eftir breytingar í Póllandi.

Mogginn sagði svo frá daginn eftir:

ÞORSTEINN EA, fjölveiðiskip Samherja hf. á Akureyri, kom til heimahafnar frá Póllandi í gær, eftir umfangsmiklar breytingar og er skipið nú eitt það öflugasta í íslenska fiskiskipaflotanum. Skipið var lengt um 18 metra, stýrishús var fært fram um 11 metra, sett var 1.500 hestafla ljósavél um borð, auk ýmissa annarra breytinga. Með breytingunum eykst burðargeta Þorsteins EA um 75% og getur skipið nú borið um 2.000 tonn af loðnu, að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, framkvæmdastjóra útgerðar Samherja.

Þorsteinn hélt til Póllands hinn 1. október í haust en breytingar á skipinu fóru fram hjá skipasmíðastöðinni Grysia í Stettin. Kristján sagði að verkið í Póllandi hefði gengið ágætlega en á því urðu nokkrar tafir, m.a. þar sem ráðist var í meiri framkvæmdir en ráð var fyrir gert í upphafi. Þorsteinn hélt frá Póllandi seint á fimmtudag og tók siglingin heim því rúma fjóra og hálfan sólarhring. Kristján sagði að siglingin heim hefði gengið vel en ráðgert er að skipið haldi til loðnuveiða eftir 2-3 daga.

Í dag er skipið undir grænlensku flaggi og heitir Tuneq.

 

1903. Þorsteinn EA 810 ex Helga II RE. © Hafþór Hreiðarsson 2001.

27.09.2017 16:24

Haftindur

Haftindur HF 123 í slipp á Akureyri. Upphaflega Þróttur SH 4 smíðaður í Stykkishólmi. Hvalaskoðunarbáturinn Náttfari frá Húsavík í dag.

993. Haftindur HF 123 ex Halldóra HF. © Hafþór Hreiðarsson.

27.09.2017 16:09

Þórunn Sveinsdóttir og Bylgja

Hér liggja þær saman á Akureyri Þórunn Sveinsdóttir VE 401 og Bylgja VE 75. Slippstöðin var að smíða ný skip fyrir útgerðirnar og styttist í afhendingu þeirra.  Jón Kjartansson SU 111 og Árni ÓF 43 eru í slippnum.

1135. Þórunn Sveinsdóttir VE 401 - 1443. Bylgja VE 75. © Hafþór.

 

25.09.2017 15:16

Steinunn

Steinun SF 10 á toginu, myndina tók Gundi á Frosta ÞH 229.

2449. Steinunn SF 10 ex Helga RE. © Gundi 2017.

24.09.2017 11:08

Hjalteyrin

Gundi á Frosta sendi mér þessar myndir í morgun en þær sýna skuttogarann Hjalteyrina EA 306 á miðunum fyrir austan land í gær. Nánar tiltekið á Brettingsstöðum. Hjalteyrin hét áður Björgúlfur EA 312 og var smíðaður 1977.

1476. Hjaltyerin EA 306 ex Björgúlfur EA. © Gundi 2017.

 

1476. Hjalteyrin EA 306 ex Björgúlfur EA. © Gundi 2017.

 

1476. Hjalteyrin EA 306 ex Björgúlfur EA. © Gundi 2017.

23.09.2017 23:43

Bjargey

Gundi myndaði Bjargey ÍS 41 á dögunum en hún er að ég held notuð við fiskeldi. Smíðuð á Seyðisfirði 1989 og hét upphaflega Litlanes ÞH 52.

2019. Bjargey ÍS 41 ex Aldan ÍS. © Gundi 2017.

23.09.2017 21:46

Guðmundur í Nesi

Guðmundur í Nesi RE 13 á leið í flotkvínna á Akureyri í gær. Ekki veitir af en Mjölnir og Sleipnir sáu um að koma honum þangað.

2626. Guðmundur í Nesi RE 13 ex Hvilvtenni. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

23.09.2017 21:32

Ný Cleopatra 33 til Hjaltlandseyja

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði núna á dögunum nýjan Cleopatra bát til Whalsey sem er hluti af Hjaltlandseyjum. Að útgerðinni stendur Allister Irvine skipstjóri frá Whalsey sem jafnframt er skipstjóri á bátnum. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Spindrift en hann er 11brúttótonn.  Spindrift er af gerðinni Cleopatra 33.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan L086TIM 315hp tengd ZF 286IV gír.

Siglingatæki koma frá Furuno.  Báturinn er með uppsettar MaxSEA skipstjórnartölvu.

Hann einnig útbúin með hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til netaveiða og handfæraveiða.  Makrílkerfi er um borð.

Hýfingarbóma er um borð til að auðvelda löndun úr bátnum.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

Rými er fyrir 15stk 380lítra kör í lest.  Í vistarverum er, svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Whalsey allt árið, báturinn hefur þegar hafið veiðar.

 

Spindrift LK 39. © trefjar.is 2017.

23.09.2017 21:22

Tjaldur

Tjaldur SH 270 kemur hér til löndunar á Siglufirði á dögunum en margir línubátar landa þar þessa dagana. Gundi á Frosta ÞH tók myndina.

2158. Tjaldur SH 270. © Gundi 2017.

23.09.2017 10:42

Engey

Gundi á Frosta ÞH tók þessa mynd af Engey RE á Vestfjarðarmiðum þann 11. september sl.

2889. Engey RE 91. © Gundi 2017.

23.09.2017 10:31

Þórsnes

Þórsnes SH 109 kom til Raufarhafnar í gær og tók Gunnar Páll Baldursson hafnarvörður þessa mynd.

2936. Þórsnes SH 109 ex Veidar 1. © Gunnar Páll 2017.
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is