Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2017 Ágúst

16.08.2017 20:08

Sæborg

Sæborgin kemur úr hvalaskoðun á Skjálfanda í gær.

1475. Sæborg ex Áróra. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

16.08.2017 20:01

Garðar

Hvalaskoðunarbáturinn Garðar kemur til hafnar á Húsavík í gær og í baksýn er farþegaskipið Silwer Wind í Þokunni en það lá við akkeri framan við höfnina.

260. Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

16.08.2017 19:56

Salka

Hvalaskoðunarbáturinn Salka kemur til hafnar á Húsavík í gær en eins og sjá má lá þoka yfir á Skjálfanda.

1470. Salka ex Pétur afi SH. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

16.08.2017 19:51

Fram

Fram kemur hér til hafnar á Húsavík í gær og Sæborg fylgir í humátt á eftir.

1999. Fram ÞH 62 ex Sigurvin GK. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

16.08.2017 19:42

Sylvía

Hvalaskoðunarbáturinn Sylvía á Skjálfanda.

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

16.08.2017 13:26

Steinunn

Óskar Franz tók þessa mynd af Steinunni SF 10 í Reykjavíkurhöfn á dögunum. Steinunn hét áðður Helga RE 49 og var smíðuð í Kína árið 2001.

2449. Steinunn SF 10 ex Helga RE. © Óskar Franz 2017.

14.08.2017 20:57

Björgúlfur á Eyjafirði

Björgúlfur sigldi frá Dalvík til Akureyrar í dag og tók Haukur Sigtryggur þessa mynd af honum á spegilsléttum Eyjafirðinum.

2892. Björgúlfur EA 312. © Haukur Sigtryggur 2017.

14.08.2017 20:51

Þinganes

Hér siglir Þinganesið út frá Grindavík eftir að hafa landað en það er á humarveiðum. 

2040. Þinganes ÁR 25 ex SF. © Jón Steinar Sæmundsson 2017.

13.08.2017 00:27

Björgúlfur

Nýju skipi Sam­herja var form­lega gefið nafn við hátíðlega at­höfn á Dal­vík sl. föstudag. Hlaut það nafnið Björgúlfur en það var Helga Steinunn Guðmundsdóttir einn aðaleigenda Samherja sem gaf því nafnið. Kemur togarinn í stað gamla Björg­úlf­s sem nú ber nafnið Hjalteyr­in. Haukur Sigtryggur tók meðfygjandi mynd.

2892. Björgúlfur EA 312. © Haukur Sigtryggur 2017.

12.08.2017 16:55

Garðar

Hvalaskoðunarbáturinn Garðar á heimstími eftir hvalaskoðun á Skjálfanda í dag.

260. Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

10.08.2017 22:15

Skemmtibáturinn Geiri litli til sölu

Skemmtibáturinn Geiri litli er til sölu en hann er af gerðinni Saga 25. Smíðaður í Noregi 1989 0g mælist 4,99 brl. að stærð. Skráð lengd er 7,38 metrar.

88 hestafla Yanmar ( 4JH2-DTE) árgerð 1989 er í bátnum sem hefur ekki haft haffæri undanfarin ár.

Báturinn er staðsettur á Húsavík. Verðhugmynd 3.000.000

Upplýsingar í síma 8924021 (Birgir) og 895-6744 eða á korri@internet.is

 

 

 

 

 

 

 

10.08.2017 17:04

Þerney seld til Suður Afríku

HB grandi hefur selt Þerney RE 1 til Suður Afríku og verður hún afhent nýjum eigendum 15. nóvember næstkomandi. Kaupandinn er Sea Harvest Corporation (Pty) Ltd sem er öflugt félag í útgerð og vinnslu og er söluverðið 13,5 milljónir USD eða 1,4 milljarðar ÍKR. 

Tvöföld áhöfn er nú á Þerney, en 27 eru í áhöfn hverju sinni. HB Grandi mun aðstoða þá í áhöfn Þerneyjar sem ekki komast í pláss á öðrum skipum félagsins við atvinnuleit eins og kostur er.

Þerney RE 1 er frystitogari og er aflinn flakaður og frystur um borð. Þerney var smíðuð árið 1992 í Noregi og hefur verið gerð út af HB Granda frá því hún kom til landsins 1993. (hbgrandi.is)

HB GRANDI SELLS A FREEZER TRAWLER

 

HB Grandi has sold Þerney RE 1 to South Africa. The vessel will be delivered to the new owners on November 15th 2017. The buyer, Sea Harvest Corporation (Pty) Ltd is a leading company in fishing and fish processing in South Africa. The sales price is 13.5 million USD. 

Þerney RE 1, a fillet freezer trawler, was constructed in 1992 in Norway and has been operated by HB Grandi since its arrival to Iceland in 1993.

 

2203. Þerney RE 1. © Óskar Franz 2016.

 

09.08.2017 20:42

Guðmundur í Nesi og Brimnes

Frystitogarar Brims hf., Guðmundur í Nesi RE 1 og Brimnes RE 27, á Hampiðjutorginu í júlí. Myndirnar tók gunnþór Sigurgeirsson skipverji á Guðmundi í Nesi.

2626. Guðmundur í Nesi RE 13 ex Hvilvtenni. © Gunnþór 2017.

 

2770. Brimnes RE 27 ex Vesttind. © Gunnþór Sigurgeirsson 2017.

07.08.2017 17:35

Eyborg

Þá er Eyborgin orðin EA 59 aftur en hún er nýkomin úr skveringu ytra. Haukur tók þessa mynd  af henni um helgin er hún kom við á Dalvík.

2190. Eyborg EA 59 ex ST. © Haukur Sigtryggur 2017.

05.08.2017 21:49

Strandveiðibátar á Breiðafirði

Alfons tók þessa mynd af strandveiðibátunum Geisla SH 41 og Sædísi á Breiðafirði fyrir skömmu. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákvað í vikunni að bæta við veiðiheimildir til strandveiða.  Í reglugerð sem send hefur verið til birtingar í Stjórnartíðindum er aflaviðmiðun hækkuð um 560 tonn.  

2869. Geisli SH 41 - 2555. Sædís SH 138. © Alfons Finsson 2017.

 

 

Flettingar í dag: 451
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396787
Samtals gestir: 2007661
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:06:47
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is