Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2017 Júlí

09.07.2017 16:20

Bergur Vigfús

Bergur Vigfús GK 100 sem áður hét Guðfinnur KE 19 kemur hér til hafnar í Grindavík fyrir löngu síðan. Upphaflega Vingþór NS 341, smíðaður á Seyðisfirði 1974 og mældist þá 30 brl. að stærð.

Báturinn hét Sturlaugur ÁR 77 áður en hann varð Guðfinnur en undir Guðfinnsnafninu gekk hann í gegnum miklar breytingar og mælist í dag 78 brl. að stærð.

Eftir að báturinn hét Bergur Vigfús hét hann Guðrún HF 12, Linni SH 303, Linni II SH 308, Hjalteyrin EA 310 og loks núverandi nafn, Hannes Andrésson SH 373.

1371. Bergur Vigfús GK 100 ex Guðfinnur KE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

09.07.2017 15:25

Polar Princess

Jón Steinar tók þessa mynd af grænlenska togaranum Polar Princess á Akureyri fyrir skemmstu. Smíðaður árið 200 í Danmörku og hét áður Polar Nattorlik. 

Polar Princess GR-6-54 ex Polar Nattoralik. © Jón Steinar 2017.

05.07.2017 22:51

Valdimar H

Hér kemur Valdimar H til hafnar í Hafnarfirði á dögunum. Eskoy AS í Hammerfest festi kaup á bátnum í vetur og er hann með heimahöfn í Hammerfest. Báturinn hét áður Kópur GK 39 og var í eigu Nesfisks (Fiskverkun Ásbergs ehf) sem keypti það af Þórsbergi ehf. á Tálknafirði.

Upphaflega hét báturinn Tálknfirðingur BA 325, BA 326 og síðan Jóhann Gíslason ÁR 41, þá Kópur GK 175 og loks BA 175. (GK 39 á árinu 2016) Hann var smíðaður í Harstad í Noregi árið 1968.

 

1063. Valdimar H F-185-NK ex Kópur GK. © Óskar Franz 2017.

05.07.2017 15:22

Flutningaskip í höfn

Hér liggja tvö flutningaskip í höfn á Húsavík 3. júlí sl., efnisflutningaskipið Nordfjörd við Bökugarðinn og Störtebeker við Norðurgarðinn. Það fyrrnefnda var að koma með efni til malbiksframkvæmda en Störtebeker var með eitthvað tengt framkvæmdum á Bakka.

Norfdjörd -Störtebeker á Húsavík 3. júlí 2017. © Hafþór Hreiðarsson.

05.07.2017 15:11

Gullver

Gullver NS 12 kom við á Dalvík og landaði þar í morgun áður en siglt var áfram til Akureyrar þar sem hann á að fara í slipp. Haukur var á vaktinni og tók þessar myndir.

1661. Gullver NS 12. © Haukur Sigtryggur 2017.

 

1661. Gullver NS 12. © Haukur Sigtryggur 2017.

03.07.2017 21:08

Störtebeker

Flutningaskipið Störtebeker kom til Húsavíkur í dag og lagðist við Noðrurgarðinn. Skipið, sem skráð undir fána Gibraltar, er 82 metra langt og smíðað árið 2000. 

Störtebeker. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

 

03.07.2017 20:58

Þórsnesið gamla og nýja

Hér koma myndir af Þórsnesinu gamla og því nýja sem Óskar Franz tók. 

967. Þórsnes SH 109 ex Marta Ágústsdóttir GK. © Óskar Franz 2016.

 

2936. Þórsnes SH 109 ex Veidar 1. © Óskar Franz 2017.

 

02.07.2017 21:40

Qaqqatsiaq

Óskar Franz myndaði þennan grænlenska togara við olíubryggjuna í Örfirisey í gær. Qaqqatsiaq heitir hann, mælist 2.772 bt og var smíðaður 2001. Heimahöfnin er Nuuk. Togarinn hét upphaflega Steffen C en fékk núverandi nafn árið 2005.

OVZM. Qaqqatsiaq GR-6-403. © Óskar Franz 2017.

02.07.2017 14:50

Kolbeinsey og fleiri togarar

Hér liggur Kolbeinsey ÞH 10 á Akureyri ásamt fleiri norðlenskum togurum yfir jól. Hvaða ár man ég ekki en það sést í afturendann á línuskipinu Lísu Maríu ÓF sem stoppaði ekki lengi í íslenska flotanum þannig að kannski er hægt að finna út hvenær myndin er tekin. Líklega tekin milli jóla og nýars 1992.

1576. Kolbeinsey ÞH 10. © Hafþór Hreiðarsson.

02.07.2017 14:42

Nói

Hér gefur að líta Nóa EA 477 við bryggju á Akureyri. Upphaflega Helgi Flóventsson ÞH 77, smíðaður í Lindstöl skipasmíðastöðinni í Risör í Noregi 1962, fyrir útgerðarfélagið Svan hf. á Húsavík. 

Síðar bar hann nöfnin Sólfari AK, Skjaldborg RE, Stígandi II VE, Hrafn Sveinbjarnarson II GK, Særún ÁR, Náttfari HF, Nói EA og að lokum Brynjólfur ÁR 3. Fór í brotajárn 2005.

Í Alþýðublaðinu þann 27. mars 1962 sagði svo frá komur Helga Fló:

"Helgi Flóventsson ÞH 77 kom til Húsavíkur miðvikudaginn 22. Marz. Helgi er 220 lesta stálskipsmíðaður í Noregi og búinn fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum, ganghraði á heimleið var 12 mílur. Skipið er allt hið vandaðasta og glæsilegt fiskiskip. Eigandi er Útgerðarfélagið Svanur h.f. Húsavík. Skipstjóri er Hreiðar Bjarnason. Helgi Flóventsson fer strax á þorskanetaveiðar til Keflavíkur". 

Nói var í eigu Hamars hf. en gerður út af Samherja sem átti Hamar hf, fyrst með öðrum, en síðar að fullu. Seldur Meitlinum í Þorlákshöfn haustið 1995.

93. Nói EA 477 ex Náttfari HF. © Hafþór Hreiðarsson.

02.07.2017 00:06

Sólberg og Svend C

Hér koma myndir af tveim nýjum og glæsilegum togurum sem smíðaðir voru í sömu skipasmíðastöð í Tyrklandi. Annars vegar er það Sólbergið ÓF 1 og grænlenski togarinn Svend C. Eins og komið hefur fram var Svend C afhentur eigendum sínum í desember 2016 en Sólbergið kom til landsins í maí sl.

Þessi glæsilegu fley eru hönnuð af fyrirtækinu Skipsteknisk í Noregi og smíðuð í Tersanskipasmíðastöðinni sem eins og áður segir er í Tyrklandi. Sólbergið er með smíðanúmer 1065 og Svend C 1066.

Sólbergið er tæpir 80 metrar að lengd, 15,4 metrar á breidd og alls 3.720 bt. Sá gænlenski er tæpum þremur metrum lengri og 1,6 meter breiðari og alls 4.916 bt. að stærð.

2917. Sólberg ÓF 1. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Svend C GR-6-23. © Óskar Franz 2017.

01.07.2017 22:51

BBC Caribbean

BBC Caribbean kom hingað til Húsavíkur undir kvöld og mun flutningurinn vera stóreflis spennir. Skipið er 116 metra langt og var smíðað árið 2008. Siglir undir fána Antigua & Bardua og heimahöfnin  Saint  John´s.

BBC Caribbean ex Princess Isabella. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

01.07.2017 12:35

Kristín

Kristín ÁR 101 hét upphaflega Hildur Stefánsdóttir ÞH 204 frá Raufarhöfn. Hún var 30. brl. að stærð smíðuð hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar 1975. 

Í desember tbl. Ægis árið 1975 segir m.a. " Í júlí s.l. afhenti Vélsmiðjan Stál h.f. Seyðisfirði nýsmíði nr. 5, 30 rúmlesta frambyggt stálfiskiskip, sem hlaut nafnið Hildur Stefánsdóttir ÞH 204. Eigandi skipsins er Jón Einarsson Raufarhöfn, sem jafnframt er skipstjóri, og Guðjón Guðnason Reykjavík. Skip þetta er byggt eftir sömu teikningu og Vingþór NS". 

Á Raufarhöfn er báturinn til ársins 1979 þegar hann var seldur til Dalvíkur og fær nafnið Tryggvi Jónsson EA 26. Síðar er hann seldur til Þorlákshafnar þar sem hann heitir Kristín ÁR 101 og þaðan til Hólmavíkur þar sem hann fær nafnið Ásdís ST 37.

Eigandi hans á Hólmavík var Bassi hf. og lætur fyrirtækið endurbyggja bátinn í Ósey 1997 og eftir það mælist hann 73 brl./77bt. að stærð.

Báturinn var síðan seldur til Hafnarfjarðar þar sem hann fékk nafnið Hringur GK 18 og núverandi nafn, Þorleifur EA 88, fékk hann sumarið 2005 þegar hann var keyptur til Grímseyjar.

1434. Kristín ÁR 101 ex Tryggvi Jónsson EA. © Hafþór Hreiðarsson.

01.07.2017 11:48

Enigma Astralis

Þá hefur Aðalsteinn Jónsson II SU fengið nýtt nafn og er það Enigma Astralis. Óskar Franz tók efri myndina í morgun en þá neðri á dögunum þegar skipið fór inn að Skarfabakka að ná í nót. Skipið, sem skráð er í Belís, mun fljótlega leggja af stað frá Reykjavíkurhöfn áleiðis til Pusan, í Suður Kóreu með viðkomu í Suez, Egyptalandi. Kaupendurnir eru rússneskir og keyptu þeir skipið af dótturfélagi Brims hf. á Grænlandi.

Enigma Astralis ex Aðalsteinn Jónsson II SU. © Óskar Franz 2017.

 

Enigma Astralis ex Aðalsteinn Jónsson II SU. © Óskar Franz 2017.
Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 139
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396882
Samtals gestir: 2007674
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:47:09
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is