Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2017 Júlí

19.07.2017 22:23

Páll Jónsson

Jón Steinar tók þessar myndir af línuskipinu Páli Jónssyni GK 7 koma til hafnar í Grindavík um hádegisbil í dag . Síðasta löndun fyrir sumarfrí og aflinn 240 kör. Smíðaður í Hollandi 1967 og hét upphaflega Örfirisey RE 14.

1030. Páll Jónsson GK 7 ex Goðatindur SU. © Jón Steinar 2017.

 

1030. Páll Jónsson GK 7 ex Goðatindur SU. © Jón Steinar 2017.

18.07.2017 21:29

Barði seldur til Rússlands

Togarinn Barði NK 120 hefur verið seldur fyrirtæki í Murmansk í Rússlandi. Nokkrir Rússar hafa verið í Neskaupstað síðustu daga til að taka á móti skipinu. Frá þessu segir á vef Síldarvinnslunnar:

Barði sigldi síðan á brott frá Neskaupstað í dag. Að sögn Rinat Ulyukaev, hins rússneska skipstjóra skipsins, er ferðinni fyrst heitið til Kirkenes í Norður-Noregi en þar verður vinnslubúnaði komið fyrir um borð. Síðan er gert ráð fyrir að haldið verði til rækjuveiða. Annars sagði rússneski skipstjórinn að gert væri ráð fyrir að skipið myndi fiska víða í norðurhöfum í framtíðinni.

Togarinn Barði var smíðaður í Flekkefjord í Noregi  fyrir Skipaklett hf. á Reyðarfirði árið 1989 og bar upphaflega nafnið Snæfugl. Skipaklettur hf. og Síldarvinnslan sameinuðust árið 2001. Um tíma var skipið leigt skosku útgerðarfyrirtæki og bar þá nafnið Norma Mary en haustið 2002 hóf Síldarvinnslan að gera það út og fékk það þá nafnið Barði. Síldarvinnslan gerði Barða fyrst út sem frysti- og ísfiskskip en síðar var megináhersla lögð á að frysta aflann um borð. Árið 2016 var síðan allur vinnslubúnaður fjarlægður úr Barða og var hann rekinn sem ísfisktogari frá þeim tíma.

Salan á Barða er liður í endurnýjun á ísfisktogaraflota Síldarvinnslunnar en áður hefur komið fram að fyrirtækið hyggst láta smíða fjóra nýja togara í stað þeirra sem nú eru í rekstri.

 

1976. Barði NK 120 ex Norma Mary. © Haukur Sigtryggur 2017.

18.07.2017 14:37

Þórir

Jón Steinar tók þessa myndir í dag af humarbátnum Þóri SF 77 frá Hornafirði koma til hafnar í Grindavík upp úr hádeginu.

Þórir var smíðaður hjá Ching Fu Shipbuilding co.,LTD skipasmíðastöðinni í Taiwan árið 2009 fyrir Skinney-Þinganes hf. og stundarneta- og humarveiðar.

2731. Þórir SF 77. © Jón Steinar Sæmundsson 2017.

 

2731. Þórir SF 77. © Jón Steinar 2017.

 

2731. Þórir SF 77. © Jón Steinar Sæmundsson 2017.

 

17.07.2017 15:05

Páll Pálsson verður Sindri

Páll Pálsson ÍS-102 hefur skipt um lit og nafn í dráttarbraut Stálsmiðjunnar í Reykjavík og heitir nú Sindri VE-60. Vinnslustöðin keypti togarann af HG í Hnífsdal.

Á heimasíðu VSV segir að Sindra VE sé ætlað að fylla skarð Gullbergs VE sem hefur verið selt og verður afhent nýjum eigendum um mánaðarmótin júlí/ágúst.

Vinnslustöðin er með nýjan ísfisktogara, Breka VE, í smíðum í Kína en dregist hefur að ljúka frágangi og afhenda skipið og systurskip þess, Pál Pálsson ÍS, sem HG í Hnífsdal á.

Reiknað er nú með að Breki og Páll komi til heimahafna í haust og Sindri VE brúar líka bil sem myndast hjá VSV vegna tafa á heimkomu Breka.

Skipsnafnið Sindri á sér langa og farsæla sögu hjá Vinnslustöðinni og fyrirtækjum henni tengdri. Fiskiðjan gerði út bát með þessu nafni frá sjötta áratugnum til þess áttunda en frá 1977 átti Fiskimjölsverksmiðjan og síðar Vinnslustöðin togara sem Sindri hét og gerði út fram á tíunda áratug síðustu aldar.

1274. Sindri VE 60 ex Páll Pálsson ÍS. © vsv.is 2017

 

 

17.07.2017 14:36

Silver Copenhagen

Jón Steinar myndaði flutningaskipið  Silver Copenhagen sem legið fyrir akkeri utan við Hafnarfjörð um alllangan tíma. 
Skipið, sem er undir norsku flaggi, er 97,6m. á lengd og 15,7m. á breidd og smíðað árið 1998. Heimahöfn Bergen.

Silver Copenhagen. © Jón Steinar Sæmundsson 2017.

16.07.2017 11:07

Grateful

Í gær afhenti danska skipamíðastöðin Karstensens Skibsværft A/S í Skagen nýtt og glæsilegt uppsjávarveiðiskip til skoksrar útgerðar.

Grateful FR 249 heitir það og er með heimahöfn í Frazenburgh í Skotlandi. Grateful er tæplega 70 metra langt, 14 metrar á breidd og búið 6115 hestafla MAK aðalvél.

Anna Ragnarsdóttir tók þessa mynd í gærmorgun en hún er í heimsókn í Skagen hjá dóttur sinni og fjölskyldu en tengdasonurinn vinnur einmitt í skipasmíðastöðinni.

Grateful FR 249. © Anna Ragnarsdóttir 2017.

 

 

15.07.2017 14:16

Sólberg - Myndband

Hér kemur örstutt myndband sem ég setti saman úr klippum sem ég tók þegar Sólbergið kom til landsins.

Munið að skoða í HD.

14.07.2017 13:08

Markus

Jón Steinar tók þessa mynd af grænlenska togaranum Markusi á Akureyri fyrir skemmstu. Þar var hann í skveringu en togarinn var smíðaður árið 2003 og er rúmlega 70 metra langur.

OURN. Markus GR-6-373. © Jón Steinar 2017.

 

 

12.07.2017 22:41

Hákarlaskurður um borð í Fram

Í dag voru Óðinn Sigurðsson og Helgi Héðinsson að skera hákarla í beitur og nutu við það aðstoðar Þorfinns Harðarsonar. Skurðurinn fór fram um borð í Fram ÞH sem Óðinn á og þeir félagar, hann og Helgi, nota við hákarlaveiðarnar á Skjálfanda.

Hákarlarnir voru fjórir en þeir drógu línuna í gær. Hér koma myndir sem ég tók þegar sá síðasti lenti í sveðjunum.

Hákarlaskurður um borð í Fram ÞH 62. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Hákarlaskurður í Húsavíkurhöfn 12. júlí 2017. © Hafþór Hreiðarsson.

 

Baddi, Helgi og Óðinn við hákarlaskurðinn. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

 

12.07.2017 20:25

Sæborg og Andvari

Hér kemur Sæborgin úr hvalaskoðun í dag og um leið fór Andvari í eina slíka. 

1475. Sæborg ex Áróra. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

1438. Andvari ex Salka GK. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

12.07.2017 19:16

Kap II

Óskar Franz tók þessa mynd af Kap II VE 7 austur á Eskifirði á dögunum en hún er á grálúðunetum. 

1062. Kap II VE 7 ex VE 444. © Óskar Franz 2017.

 

 

11.07.2017 17:19

Jón Kjartansson

Hér koma tvær myndir til viðbótar sem Óskar Franz tók í gær þegar nýi Jón Kjartansson SU 111 kom til hafnar á Eskifirði. Skipið hét áður Charisma LK 362 og fékk Eskja skipið afhent í gær.

Skipstjóri á Jóni Kjartanssyni er Grétar Rögnvarsson en næstu daga verður unnið að því að útbúa skipið fyrir veiðar á makríl og síld sem hefst í lok mánaðar.

2949. Jón Kjartansson SU 111 ex Charisma. © Óskar Franz 2017.

 

2949. Jón Kjartansson SU 111 ex Charisma. © Óskar Franz 2017.

 

 

11.07.2017 17:05

Dettifoss

Jón Steinar tók þessa mynd af Dettifossi sigla fyrir Reykjanes í gærkveldi á leið til Reykjavíkur. Eldey glæileg sem fyrr.

Dettifoss. © Jón Steinar Sæmundsson 2017.

11.07.2017 00:20

Nýr Jón Kjartansson kominn heim

Nýr Jón Kjartansson SU 111 kom til heimahafnar á Eskifirði í gærmorgun og var Óskar Franz mættur þangað til að taka myndir af honum. Eskja keypti skipið frá Leirvík á Hjaltlandseyjum, það hét Charisma, byggt 2003 í Noregi og er 70,7 metrar á lengd og 14,5 metrar á breidd. Aðalvél skipsins er MAK 6000 kw og 8160 hestöfl.

Skipið ber 2.200 rúmmetra í 9 tönkum með RSW kælingu og mun koma til með að leysa af hólmi aflaskipið Jón Kjartansson SU 111 sem kominn er til ára sinna en hefur þjónað félaginu vel í gegnum tíðina.

Nýr Jón Kjartansson mun afla hráefnis í nýtt uppsjávarfrystihús sem tekið var í notkun í nóvember á síðasta ári og fyrirhugað er að það fari á makrílveiðar í byrjun ágúst næstkomandi. (eskja.is)

Jón Kjartansson SU 111 ex Charisma. © Óskar Franz 2017.

09.07.2017 17:46

Þórsnes SH 109 - Myndband

Hér kemur myndband sem Jón Steinar tók í sumar þegar nýja Þórsnesið kom til heimahafnar í Stykkishólmi í fyrsta sinn.

Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 139
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396882
Samtals gestir: 2007674
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:47:09
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is