Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2017 Júlí

31.07.2017 23:27

Brimnes

Frystitogari Brims Seafoods, Brimnes RE 27, á toginu á Hampiðjutorgi. Myndina tók Gunnþór Sigurgeirsson skipverji á Guðmundi í Nesi RE 13 sem er í eigu sömu útgerðar.

2770. Brimnes RE 27 ex Vesttind. © Gunnþór Sigurgeirsson 2017.

31.07.2017 18:07

Dorado

Dorado heitir þessi togari sem Óskar Franz myndaði fyrir helgi koma til hafnar í Reykjavík. Þetta nafn er nýkomið á hann en það er fyrirtæki tengt Samherja sem á hann. Heimahöfnin er Liepaja í Lettlandi.

Togarinn var smíðaður 1987 fyrir Færeyinga og hét upphaflega Skalafjall, síðar Beinir og Akraberg. Þá Polonus (Pólland), Tunu (Grænland) og aftur Polonus og nú Dorado.

Meðan togarinn hét Akraberg kom hann tvisvar inn á Íslenska skipaskrá, fyrst síðla árs 2003 sem Akraberg GK 210, og aftur haustið 2004 sem Akraberg EA 410. Bæði skiptin í um þriggja mánaða skeið. 

YLPB. Dorado LVL 2156 ex Polonus. © Óskar Franz 2017.

 

YLPB. Dorado LVL 2156 ex Polonus. © Óskar Franz 2017.

31.07.2017 16:28

Daðey

Jón Steinar tók þessa mynd á dögunum en hún sýnir Daðey GK 777 leggja á útstími frá Skagaströnd en hún hefu rróið þaðan að undanförnu.

2799. Daðey GK 777 ex Örninn ÓF. © Jón Steinar 2017.

31.07.2017 16:23

Þórsnes SH 109

Þórsnesið nýja kom til hafnar á Húsavík í vikunni sem leið og tók ég þessa mynd af því við bryggju. Skipið er á grálúðuveiðum norður af landinu og er veitt í net.

2936. Þórsnes SH 109 ex Veidar 1. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

29.07.2017 09:55

Hafrún

Jón Steinar myndaði dragnótabátinn Hafrúnu HU 12 koma til hafnar á Skagaströnd á dögunum. Smíðuð í Hollandi 1956 og hét upphaflega Gjafar VE.

530. Hafrún HU 12 ex Bliki. © Jón Steinar 2017.

25.07.2017 23:29

Amma Jóhanna

Amma Jóhanna kemur hér að bryggju á Húsavík í gærkveldi en hún er nýjasta viðbótin í flota Gentle Giants. Hún kom í flotann í byrjun júní og er fimmti ribbari fyrirtækisins en að auki gerir það út tvo eikarbáta og einn plastbát.

7815. Amma Jóhanna. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

25.07.2017 23:17

Egill

Egill SH 195 er í skveringu í Njarðvík þessa dagana og tók Jón Steinar þessa mynd af honum þar. Egill hét upphaflega Fylkir NK 102 og var smíðaður á Seyðisfirði árið 1972. Lyngey SF 61 var hans næsta nafn og því næst Tungufell SH 31. Frá árinu 1992 hefur báturinn heitið núverandi nafni, Egill SH 195.

1246. Egill SH 195 ex Tungufell SH. © Jón Steinar 2017.

24.07.2017 23:45

Gullberg

Gullberg VE 292 verður afhent nýjum eigendum um nk. mánaðarmót en skipið hefur verið selt til Noregs. Óskar Franz tók þessa mynd fyrir rúmu ári síðan þegar Gullbergið kom til hafnar í Vestmanneyjum. Skipið er 338 brúttórúmlestir að stærð og 32 metra langt. Það var smíðað árið 2000 í Noregi og hét upphaflega Ole-Kristian Nergård T-463-T. Keypt hingað til lands 2007 frá Ástralíu þar sem það bar nafnið Riba 1. En nú er það sem sagt á leiðinni til Noregs aftur og spurning hvaða nafn þa fær þar.

2747. Gullberg VE 292 ex Riba 1. © Óskar Franz 2016
 

 

24.07.2017 20:31

Salka og Sylvía

Þessar myndir tók ég í gærkveldi og sýna þær tvo eikarbáta sem smíðaðir voru með árs millibili og báðir gerðir út til havlaskoðunarferða eftir að notkun þeirra sem fiskibáta lauk.

 Sá efri, Sylvía, var smíðaður í Bátasmiðjunni Vör á Akureyri 1976 og sá neðri, Salka, var smíðaður í Skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði 1977. 

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

1470. Salka ex Pétur Afi SH. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

24.07.2017 20:21

Donna Wood og Amma Sigga

Í þann mund er Donna Wood lagði upp í Grænlandssiglinguna frá Húsavík í gærkveldi kom Ribbarinn Amma Sigga að landi úr hvalaskoðunarferð.

Donna Wood og 7790. Amma Sigga. © Hafþór Hreiðarsson 2017. 

24.07.2017 20:09

Frár

Frár VE 78 siglir hér til hafnar í Vestmannaeyjum 15. júní í fyrra og var það Óskar Franz sem lá fyrir honum.

1595. Frár VE 78 ex Frigg VE. © Óskar Franz 2016.

24.07.2017 00:15

Lagt í hann til Grænlands

Skonnorturnar Donna Wodd og Opal sem eru í eigu Norðursiglingar lögðu í gærkvöldi af stað áleiðis til Grænlands. Áfangastaður þeirra er Scoresbysund á Norðausturströnd Grænlands en þangað er um tveggja sólarhringasigling.

Á myndinni er Opal nær en Donna Wood lagði af stað á undan.

Sigling hafin frá Húsavík til Grænlands. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

 

23.07.2017 15:19

Helgafell

Hér kemur mynd sem Óskar Franz tók af Helgafellinu koma til Vestmannaeyja sl. sumar. 

Helgafell. © Óskar Franz 2016.

22.07.2017 10:00

Pálína Ágústsdóttir

Haukur tók þessa mynd af Pálínu Ágústsdóttur EA 85 við bryggju á Dalvík. Hún er s.s. komin norður en heimahöfn hennar er Hrísey. Báturinn var var smíðaður á Seyðisfirði árið 1985 og hét upphaflega Harpa GK 111. Hann er er búinn að heita eftirtöldum nöfnum síðan: Hrísey SF 48, Silfurnes SF 99, Sóley SH 124 og nú Pálína Ágústsdóttir EA 85. Upp á bryggju er línubáturinn Darri EA 75 í eigu sömu útgerðar og Pálína Ágústsdóttir, K&G ehf.

1674. Pálína Ágústsdóttir EA 85 ex Sóley SH. © Haukur Sigtryggur 2017.

 

 

20.07.2017 21:14

Hvalaskoðunarbátar koma að

Hér koma hvalaskoðunarbátar að landi á Húsavík í dag. Í forgrunni er Amma Sigga sem er í eigu Gentle Giants og Garðar siglir í humátt á eftir. Hann er í eigu Norðursiglingar og hét áður Sveinbjörn Jakobsson SH 10.

7790. Amma Sigga - 260. Garðar. © Hafþór Hreiðarsson 2017.
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is