Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2017 Apríl

30.04.2017 12:20

Sunnutindur

Skuttogarinn Sunnutindur var keyptur til landsins frá Noregi 1981 og var þriðja skip Búlandstinds sem bar þetta nafn. Hann kom til landsins 15. desember 1981 en skipið var smíðað í Harstad í Noregi 1978. Það mældist 299 brl. að stærð og rúmir 45 metrar að lengd. Í Noregi hét hann Kapp Linné T-2-T.

Togarinn hét aðeins tveim nöfnum hér á landi en hann fékk nafnið Baldur Árna RE 102 1999 og var seldur til Namibíu árið 2003. Þar er hann enn. 

1603. Sunnutindur SU 59 ex Kapp Linné. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

30.04.2017 11:58

Hörður Björnsson

Línuskipið Hörður Björnsson ÞH kom til Grindavíkur í morgun og landaði þar um 160 körum. Jón Steinar var á vaktinni eins og oft áður og sendi mér þessar myndir sem hann tók. 

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Jón Steinar 2017.

 

260. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Jón Steinar 2017.

 

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Jón Steinar 2017.

 

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Jón Steinar 2017.

30.04.2017 10:36

Tjaldanes

Hér siglir Tjaldanes GK 525 til hafnar í Grindavík á vetrarvertíðinni 2006, nánar tiltekið 30. mars.  Í fjarska má sjá bát á ferð og er þar um að ræða Drangavík VE 80. Held ég.

Tjaldanesið hét upphaflega Jón Finnsson GK 506, smíðað í Noregi 1962 fyrir Gauksstaði h/f. Hét síðar Friðþjófur SU 103, Verðandi KÓ 40, Verðandi RE 9 og lengi vel Gaukur GK 660 og var þá í eigu Fiskaness í Grindavík. Lengdur 1965, yfirbyggður 1987. Fór í pottinn 2008.

124. Tjaldanes GK 525 ex Gaukur GK. © Hafþór Hreiðarsson 2006.

 

30.04.2017 09:49

Pride

Flutningaskipið Pride kemur hér til hafnar á Húsavík í gær. Pride siglir undir fána Gíbralta og hét áður Wani Pride. 

Pride. © Hafþór Hreiðarsson 29 apríl 2017.

30.04.2017 09:22

Herjólfur

Herjólfur kemur hér til hafnar í Þorlákshöfn. Jón Steinar brá sér á milli bæja í gær og tók þessar myndir. Herjólfur var smíðaður í Flekkefjord 1992.

2164. Herjólfur. © Jón Steinar Sæmundsson 2017.

 

2164. Herjólfur. © Jón Steinar Sæmundsson 2017.

 

2164. Herjólfur. © Jón Steinar Sæmundsson 2017.

 

29.04.2017 22:14

Qavak

Grænlenska uppsjávarveiðiskipið Qavak í slipp í Reykjavík. Óskar Franz tók þessa mynd í dag en skipið hét áður Vendla og var keypt frá Noregi. 

Qavak GR 2 1 ex Vendla II. © Óskar Franz 2017.

29.04.2017 18:15

Pride og BBC Kansas á Húsavík

Það komu tvö flutningaskip til Húsavíkur í dag með aðdrætti vegna framkvæmda við Bakka og á Þeistareykjum.

BBC Kansas kom í morgunsárið með seinni túrbínuna í Þeistareykjavirkjun og um miðjan dag kom Pride með tvö síló fyrir verksmiðju PCC BakkaSilicon.

Það er nokkuð stærðamunur á þessum skipum, BBC Kansas er 138.02 metrar á lengd samkvæmt Marinetraffic en Shipsspottin segir það vera 140 metra. Hvað um það breiddin er 21 meter en skipið var smíðað 2006.

Pride  var smíðað 2002 og lengdin er 88,49 metrar og breiddin 11,35.

Pride kemur að og BBC Kansas liggur við Bökugarðinn. © Hafþór 2017.

 

29.04.2017 09:31

Á sjómannadegi í Sandgerði

Þessa mynd tók Hörður Harðarson á sjómannadegi í Sandgerði, ca. 1983. Þarna liggja þrír Suðurnesjabátar saman, innstur er Barðinn GK 475, þá Jón Gunnlaugs GK 444 og ystur er Reynir GK 177. Eins og flestir muna strandaði Barðinn í Dritvík á Snæfellsnesi og eyðilagðist þar. Þetta var 14. mars 1987 og var áhöfninni bjargað með þyrlu LHG. Jón Gunnlaugs fór í brotajárn í Belgíu 2014, þá ST 444 ex ÁR 444, en Reynir er enn í fullu fjöri sem Guðmundur Jensson SH 777. 

Í Sandgerði á Sjómannadegi. © Hörður Harðarson.

 

29.04.2017 01:22

Havsel

Hér koma myndir af norska selfangaranum Havsel sem ég tók á Akureyri 8. maí 2004. Hann hafði þá orðið fyrir skemmdum í ísnum og leitaði til Akureyrar í viðgerð.

Svo sagði frá í Morgunblaðinu 4. maí 2004:

Norski sel­veiðibát­ur­inn Hav­sel kom til Ak­ur­eyr­ar í morg­un, en gat kom á síðu skips­ins, í lest­inni bak­borðsmeg­in.  Skipið var við veiðar miðja vegu milli Græn­lands og Jan Mayen þegar óhappið varð á sunnu­dag.   Skip­inu var siglt til Ak­ur­eyr­ar  en gert verður við það  hjá Slipp­stöðinni. 

Alls eru 13 manns í áhöfn Hav­sel og tókst henni með sam­stilltu átaki að log­sjóða í rif­una, sem var um 90 sentrí­metra löng.  Aðstæður voru erfiðar að sögn  Ar­ild Ake­sens, eins í áhöfn­inni, en hann  stóð í ströngu í kjöl­far óhapps­ins.  Sagði hann að um 9 klukku­tíma hefði tekið að raf­sjóða  í rif­una en skipið var fast í ís og úti­fyr­ir mik­il öldu­hæð. 

Stöðugt lak inn í vél­ar­rúm skips­ins á meðan á viðgerð stóð og var um eins metra vatns­hæð í lest skips­ins þegar lek­inn upp­götvaðist.   Töldu skip­verj­ar að ekki hefði miklu mátt muna að illa færi. 

Havsel er skráð í Trom­sö, er um 300 tonn að stærð og smíðað árið 1980.

Hér má lesa frétt úr Nordlys af þessu

 

Havsel F-89-A. © Hafþór Hreiðarsson 8. maí 2004.

 

Havsel F-89-A. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

28.04.2017 21:35

Naustavík

Rakst á þessa mynd á vafri um safnið í kvöld og datt í hug að birta hana þar sem það muggar á henni eins og gerði á sv- horninu í dag. Þarna er Nautavík EA 151 frá Árskógssandi að koma til hafnar í Reykjavík en hún var gerð út þaðan um tíma. Í baksýn má sjá togarann Sléttanes ÍS 808  liggja við bryggju en bæði þessi fley voru smíðuð  á Akureyri. Naustavík, sem hét upphaflega Sólrún EA 151 og er í dag hvalaskoðunarbátur frá Húsavík, í Skipasmíðastöð KEA 1975 og Sléttanesið í Slippstöðinni 1983. Það var í eigu Fáfnis á Þingeyri og var lengt og gert að frystitogara 1993. Togarinn var seldur af Ingimundi hf. Þorbirninum í Grindavík um aldamótin, eftir að hafa verið í Básafellspakkanum. Hann fékk nafnið Hrafn GK 111og var seldur til Rússlands árið 2015.

Naustavíkin hét síðar Ásrún RE 277, Helga RE 47 og Breiðdælingur SU 62 áður en hann fékk núverandi nafn, Bjössi Sör.

1417. Naustavík EA 151 ex Sólrún EA. © Hafþór Hreiðarsson.

27.04.2017 23:24

Stormur

Þá er Stormur SH 333 komin á fast land við Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem hann verður hogginn í spað en Jón Steinar tók þessar myndir í dag.

Stormur var smíðaður hjá Evers-Werft, Niendorf Ost­see í Þýskalandi árið 1959 eft­ir teikn­ingu Eg­ils Þorfinns­son­ar. Bát­ur­inn hét upp­haf­lega Guðbjörg ÍS 14 og kom til heima­hafn­ar á Ísaf­irði í fyrsta sinn á jól­un­um 1959 og var síðar af­skrifaður sem fiski­skip árið 2006. Storm­ur hef­ur alloft kom­ist í frétt­irn­ar fyr­ir að hafa sokkið í höfn­um, síðast í októ­ber í fyrra, þegar hann sökk í Njarðvík­ur­höfn. (mbl.is)

 

586. Stormur SH 333 ex Reistarnúpur ÞH. © Jón Steinar 2017.

 

586. Stormur SH 333 ex Reistarnúpur ÞH. © Jón Steinar 2017.

 

586. Stormur SH 333 ex Reistarnúpur ÞH. © Jón Steinar 2017.

 

586. Stormur SH 333 ex Reistarnúpur ÞH. © Jón Steinar 2017.

 

27.04.2017 07:49

Fjölnir

Þessa mynd tók Jón Steinar af Fjölni GK 157 leggja í fyrsta róður eftir breytingar sem og undir þessu nafni þann 10. apríl 2016.

1136. Fjölnir GK 157 ex Ocean Breeze GK. © Jón Steinar 2016.

 

 

26.04.2017 19:33

Ásdís

Ásdís GK 218 kemur hér til hafnar í Grindavík vorið 2009. Upphaflega Brík BA 2, smíðuð á Ísafirði  fyrir Bílddælinga árið 2000, en seld suður á Suðurnes árið 2007. Seldur á Neskaupstað árið 2010 þar sem hann fékk nafnið Inga NK 4.

Inga NK var seld til Noregs árið 2011 og bar fyrst nafnið Leithe N-8-G með heimahöfn í Bodø.  Árið eftir er skráningunni breytt í N-8-ME en áfram í eigu sama fyrirtækis. Fær nafnið Vea Fisk R-41-K á árinu 2014 og gerð út frá Karmøy í dag.

2395. Ásdís GK 218 ex Brík BA. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

26.04.2017 19:17

Keilir - Myndasyrpa

Hér kemur myndasyrpa af Keili SI 145 koma til hafnar í Grindavík 16. maí 2015 og að sjálfsögðu tók Jón Steinar Sæmundsson myndirnar.

1420. Keilir SI 145 ex GK 145. © Jón Steinar 2015.

 

1420. Keilir SI 145 ex GK 145. © Jón Steinar 2105.

 

1420. Keilir SI 145 ex GK 145. © Jón Steinar 2015.

 

1420. Keilir SI 145 ex GK 145. © Jón Steinar 2015.

 

1420. Keilir SI 145 ex GK 145. © Jón Steinar 2015.

25.04.2017 14:06

Indriði Kristins

Línubáturinn Indriði Kristins BA 751 kom við hér á Húsavík í fyrrasumar á leið sinni austur fyrir land. Nánar tiltekið 19. ágúst. Lagði eina lögn hér úti fyrir og kom og landaði en hér eru strákarnir að taka olíu áður en haldið var áfram.

2907. Indriði Kristins BA 751. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

Flettingar í dag: 470
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394395
Samtals gestir: 2007264
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 12:53:16
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is