Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2017 Janúar

30.01.2017 22:50

Hoffell

Hér koma myndir frá vordögum 2004 af Hoffellinu SU 80 frá Fáskrúðsfirði. Það var í slipp á Akureyri og tók einn kvæk út á fjörðinn. Kannski að stilla kompásinn. Þarna voru tæp þrjú ár síðan skipið kom heim eftir miklar breytingar í Póllandi en Morgunblaðið sagði svo frá  28. júlí 2001:

"HOFFEL SU er komið til heimahafnar á Fáskrúðsfirði eftir miklar breytingar í Póllandi. Breytingarnar kosta alls um 270 milljónir króna og tóku þær um sex og hálfan mánuð. "Þetta tók mun lengri tíma en áætlað var, en að öðru leyti eru við mjög ánægðir með breytingarnar," segir Eiríkur Ólafsson, útgerðarstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, sem á skipið.

Skipið var lengt um átta metra og afluthluti þess var hækkaður um einn metra. Þá var hvalbakur lengdur og settur veltitankur. Allar yfirbyggingar eru nýjar, það er stýrishús og íbúðir þar undir. Þá voru allar aðrar vistarverur, íbúðir, eldhús og fleira, endurnýjaðar. 

Einnig var nótabúnaður settur á skipið með nýrri kraftblökk og tilheyrandi og flottrollstromlur eru nú tvær í stað einnar. Skipið var sandblásið hátt og lágt og málað og kælikerfi í lestum lagfært. Loks var spilkerfi lagt upp á nýtt með sömu spilum, en nýjum dælubúnaði. Þá var bætt við tæki í brú. 

Lestar mældust 1.150 rúmmetrar fyrir breytingu en eru nú 1.600, sem þýðir að skipið ber um 1.550 tonn af ókældum fiski, en um 1.100 til 1.200 af sjókældum fiski. Breytingarnar kostuðu um 270 milljónir og þar var hlutur Pólverjanna um 220 milljónir. 

Skipstjóri á Hoffelli er Bergur Einarsson og yfirvélstjóri Unnsteinn Halldórsson. Stefnt er að því að skipið fari á kolmunnaveiðar í næstu viku".

Hoffell er smíðað í Hollandi árið 1981 og var 792 brúttótonn fyrir lenginguna. Hofell varð síðan Hoffell II SU 802 þegar nýja Hoffellið kom í flotann 2014. Hvar er það í dag ?

2345. Hoffell SU 80 ex Atlantean. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

2345. Hoffell SU 80 ex Atlantean. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

2345. Hoffell SU 80 ex Atlantean. © Hafþór Hreiðarsson 2004.
 
2345. Hoffell SU 80 ex Atlantean. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

29.01.2017 21:31

Ásgeir

Ásgeir RE 60 heldur hér til veiða. Smíðaður fyrir Ísbjörninn hf. í Noregi 1977 en þarna kominn í eigu Granda hf. . Hvarf af íslenskri skipaskrá þegar nýi Vigri kom en Ögurvík og Grandi höfðu haft skipaskipti.

1505. Ásgeir RE 60. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

29.01.2017 13:17

Vestri

Vestri BA 63 kemur hér til hafnar í Ólafsvík og Alfons að sjálfsögðu með myndavélina á lofti. Vestri hét upphaflega Sigurður Jónsson SU 150 frá Breiðdalsvík.

182. Vestri BA 63 ex Grettir SH. © Alfons Finnsson.

 

 

29.01.2017 12:49

Sjöfn

Sjöfn EA 142 að manúrea í Húsavíkurhöfn vorið 2003 að mig minnir. Upphaflega og lengst af Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, síðar Sigurður Þoreifsson GK 10, Sæljón SU 104, þá Sjöfn ÞH 142 og síðan EA 142. Loks Saxhamar SH 50 sem hann ber í dag. Smíðaður í Boizenburg 1967.

1028. Sjöfn EA 142 ex Sæljón SU 104. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

28.01.2017 13:25

Svalbakur

Svalbakur við ÚA bryggjuna um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Upphaflega Stella Karina smíððaur í Noregi 1969 en keyptur til Akureyrar 1973. Síðar Svalbarði SI og að lokum seldur úr landi.

1352. Svalbakur EA 302 ex Stella Karina. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

28.01.2017 12:46

Arnþór

Þarna er verið að mála Arnþór EA 16 við bryggju á Árskógssandi. Guli liturinn enn hafður á yfirbyggingu og brú en hvíti liturinn kom síðar. Upphaflega Krossanes SU 320 en Glófaxi VE 300 í dag 53 árum síðar.

968. Arnþór EA 16 ex Bergur VE. © Hafþór Hreiðarsson.

28.01.2017 12:38

Búrfell

Búrfell KE140 við bryggju í Keflavík. Upphaflega Ásbjörn RE 400, smíðaður í Noregi 1963.

17. Búrfel KE 140 ex Búrfell ÁR. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

22.01.2017 14:32

Happasæll

Happasæll KE 94 í slipp í Njarðvík. Grímsnes GK 555 í dag en upphaflega Heimir SU 100 frá Stöðvarfirði. Smíðaður í Noregi 1963.

89. Happasæll KE 94 ex Árni Geir KE. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

21.01.2017 15:17

Portland

Portland við bryggju í Eyjum vorið 2011, upphaflega Víðir II GK 275 smíðaður í Noregi 1960. Fór til Belgíu í niðurrif 2015.

219. Portland VE 97 ex Arney HU. © EKS 2011.

 

 

20.01.2017 21:59

Týr

Varðskipið Týr kemur að bryggju á Húsavík 8. september 2013.

1421. Týr. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

16.01.2017 17:09

Harðbakur

Harðabakur EA 303 er einn stóru Spánartogaranna sem smíðaðir voru fyrir íslendinga á Spáni um árið. Harðbakur kom til heimahafnar á Akureyri í marsmánuði 1975. Hann var síðastur í röð sex togara sem smíðaðir voru eftir sömu teikningu. BÚR fékk þrjá, BÚH einn og ÚA tvo og hafði Kaldbakur EA 301 komið til Akureyrar 20. desember 1974. Harðbakur heitir í dag Posedon EA 303 og er rannsóknarskip. Bjarni Benediktsson RE 210 var fyrstur í röð stóru spánverjanna og kom hann til landsins 16. janúar 1973 eða fyrir sléttum 44 árum.

1412. Harðbakur EA 303. © Hafþór Hreiðarsson.

 

1412. Harðbakur EA 303. © Hafþór Hreiðarsson.

15.01.2017 21:01

Gunnbjörn

Hér kemur Gunnbjörn ÍS 302 til hafnar á Húsavík. Þarna var búið að endurbyggja hann töluvert en verkinu hvergi nærri lokið. Smíðaður í Njarðvík 1985 sem Haukur Böðvarsson ÍS 847 en heitir Valbjörn ÍS 307 í dag.

1686. Gunnbjörn ÍS 302 ex Kristján Þór EA. © Hafþór Hreiðarsson.

 

1686. Gunnbjörn ÍS 302 ex Kristján Þór EA. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

14.01.2017 18:28

Sævaldur

Sævaldur EA 203 við bryggju á Dalvík. Hann var smíðaður í Vestmannaeyjum 1971 og hét upphaflega Ingi GK 148. Samkvæmt vef Fiskistofu heitir hann Fridel ST 13 í dag.

1149. Sævaldur EA 203 ex Tindur ÍS. © Hafþór Hreiðarsson.

14.01.2017 13:57

Hamar

Hamar SH 224 hét upphaflega Jörundur II RE 299, smíðaður í Englandi 1964. 1969 var hann keyptur til Raufarhafnar þar sem hann fékk nafnið Jökull ÞH 299. Þegar félagarnir létu smíða Rauðanúp fyrir sig í Japan árið 1973 var Jökull seldur á Rif.  Þar fékk nafnið Hamar SH 224 sem hann ber enn þann dag í dag. Eftir að þessi mynd var tekin hefur honum verið slegið út að aftan.

253. Hamar SH 224 ex Jökull ÞH. © Olgeir Sigurðsson.

14.01.2017 13:46

Sigluvík

Sigluvík SI 2 á toginu, hún var smíðuð á Spáni 1974 fyrir Siglfirðinga. Seld úr landi 2003. Var lengst af appelsínugul en fékk þennan bláa lit í seinni tíð. Myndina tók Olgeir Sigurðsson.

1349. Sigluvík SI 2. © Olgeir Sigurðsson.

 

 

 

Flettingar í dag: 485
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394410
Samtals gestir: 2007267
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 13:24:28
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is